fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Þá er letin á þessum bæ alveg að ljúka því að á morgun byrja ég aftur í skólanum sem er bara rosalega fínt... það er nefnilega ekkert gaman til lengda að vera í fríi, sérstaklega þegar hinn aðalinn er byrjaður í skólanum! :)

En já... fór í gær í skólann minn þar sem einkunnirnar úr tveimur fögum áttu að verða "opinber" þá... allt svo formlegt í mínum skóla! ;) þeir eru ekki alveg búnir að kynnast netinu nógu vel! en allavega... skildi ekki alveg einkunnagjöfina í öðru faginu (þarf að spyrjast fyrir með það) en náði hinu allavega :) semsagt búin að ná tveimur og eftir að fá að vita úr tveimur!

Þessa önnina verð ég í alveg ágætlega skemmtilegum tímum... verð í breskum bókmenntum, "phonetics" þar sem við æfum okkur í framburði... þetta verður ábyggilega frekar spes áfangi því að í hverjum tíma verðum við að vera með svona individual presentations (ég verð að gera svoleiðis þrjiða hvern tíma!!) en þetta verður ábyggilega stuð bara! :) svo fer ég í amerískar bókmenntir, málfræði 2 og tekstagreiningu 2... þannig að það verður sko aldeilis nóg að gera hjá mér... svo er ég nokkuð viss um að ég hafi ekki náð einu fagi þaning að ég þarf kannski að taka það upp núna strax í vor... með hinum 5 fögunum mínum!!! alger sprengja!! en þetta verður bara að koma í ljós :)

Það er líka meira en nóg að gera hjá ottó... hann byrjaði jú á mánudaginn og er strax kominn á fullt og ekkert smá sem hann þarf að lesa!! hann ætlar svo að fara í endurtektarpróf í einu prófi þó að hann hafi alveg náð, en hann ætlar að reyna að hækka sig eitthvað í því! það próf er miðjann mars ef ég man rétt þannig að hann er líka alveg á milljón að læra! spurning hvort maður leggi sjálfur í mastersnám miðað við vinnuna OG TÍMANN sem fer í þetta, maður á sér varla líf fyrir utan námið... hehe, mér finnst nauðsynlegt að hafa nóg að gera, en kommon, allt er nú gott í hófi!! ;)

en já...

Danmörk –Pólland í kvöld… danir alveg að tapa sér yfir að vera komnir svona langt, sem er alveg skiljanlegt, munaði litlu að við hefðum verið í þeirra sporum! en svona er bara lífið! :)

Svo var ég búin að heyra um einhverja ameríska búð í köben þannig að við ottó kíktum í hana eftir að hafa farið í skólann... þetta var bara svona smá búlla, en gaman að skoða vörurnar þarna samt! keyptum betty crocker, lifesavers, cheesecake og eitthvað fleira... fórum svo útúr henni og sáum að hliðin á þessari amerísku búð var búð með breskum vörum! Hehe alltaf kemst maður að einhverju nýju hérna í danmörkinni!

En well... ætla að fara að elda eitthvað handa lestrarhestnum mínum! ;)

ciao...

Engin ummæli: