Jæja kannski kominn tími á nýja færslu hérna. Málið er bara það að við erum búin að vera á milljón síðustu tvær vikurnar og svo komu foreldrar Ottós og allt bara á fullu.
En já, foreldrar Ottós komu síðasta miðvikudag og fóru aftur til Íslands á sunnudaginn og var allur tíminn með þeim rosalega skemmtilegur. Mér til mikillar gleði komu þau með fullt af fiski frá mömmu og pabba sem er bara frábært! Svo fengum við líka FIMM STÓR páskaegg send, veit nú ekki hvort að það sé jafn gott mál, svona hollustulega séð ;) hehe... en já, þau tóku bílaleigubíl þannig að við vorum bókstaflega alltaf á ferðinni og keyrðum meirihluta Sjálands sem var voða gaman enda alltaf gaman að koma aðeins út fyrir borgina. Þannig að tíminn með þeim fór í akstur, túristapakka, út að borða og búðarráp sem var þó furðulega lítið þó að þeim hafi tekist að dressa okkur hjúin alltof vel upp :)
Næst á dagskránni er svo bara átak í lestri, maður er búinn að missa soldið niður á síðustu tveimur vikum og verðum við að spýta í lófana og vera dugleg að lesa næstu daga/vikur.
31. mars koma svo Dóra og Gísli og verða hjá okkur í nokkra daga og svo ætlar hún Vala Rún svíapæja að koma til okkar líka í páskafríinu = mega stuð ;) þannig að það er sko alveg nóg að gera á næstunni hjá okkur. Ottó greyið verður reyndar líka á fullu að lesa þar sem hans lokapróf byrja um miðjan apríl takk fyrir... hann er svo búinn í þeim í lok apríl en þá tekur við mánaðarverkefni í maí sem gildir ekkert minna heilann áfanga!
Ég sjálf fer í lokapróf í lok maí og byrjun júní, fer í eitt munnlegt próf sem á að vera í lok júní en er að reyna að pressa á að fá að taka það í byrjun júní svo ég geti farið fyrr heim að vinna. Vill ekki vera að missa af kannksi þremur vikur í vinnu útaf einu prófi, þá flýg ég nú frekar út bara einn dag ef ég fæ því engan veginn flýtt... en þetta kemur allt í ljós þegar nær dregur!
Anyways... ætla að fara að koma mér í smá lestur...
ha' det bra! :)
2 ummæli:
oh ég hlakka svo til að koma í heimsóóókn!!! :D
hihi... hlakka líka geggjað til að fá þig í heimsókn!! :Þ bara nokkrir dagar...
Skrifa ummæli