Þá eru einkunnirnar komnar í hús... og náði ég nú öllu nema tveimur fögum þannig að ég verð að taka þá í fjarnámi í FÁ til að geta útskrifast næstu jól eins og planið er.... er samt ekkert smá hissa að ég skuli hafa náð sálfræðinni !! náði ekkert að læra fyrir lokaprófið og skilaði hvorugri skýrslunni ! fékk svo 10 í leikfimi en eitthvað lægra í hinum fögunum ;P
Fór annars í búðir í gær með Dóru og Krissa og náðum við að klára nokkrar jólagjafir og þó að nóg sé eftir, þá var mikill léttir að vera búnar með þessar ! svo hringdi Hjalli og sagðist vera í bænum og hvort við nenntum að hitta hann, sem við gerðum... hann var með einhverjum vini sínum sem var alveg magnaður ! með því fyrsta sem hann sagði var :"eigum við að skella okkkur á fyllerí ?? " en ég hélt ekki þar sem ég þurfti að mæta eldsnemma í blóðprufu núna í morgun og svo er ég nú að fara að drekka í kvöld þannig að.... hann var nú ekkert sáttur við það sko en ég lofaði að mæta til hans í partí þegar hann flytur í bæinn eftir áramót :D svo sá hann litla símann minn og spurði hvort hann mætti eiga hann og ég nátturlega bara "jájá ekki málið " í djóki en þá vildi hann ekki fá hann nema ég fylgdi með !! þannig að hann fékk ekki símann :D svo fór hann að fræða mig um alla helstu fíkniefnahausanna í bænum og bauðst til að berja fólk ef ég vildi ! en ég hélt nú að það væri nú ekki alveg þörf á því !! skondinn náungi svo ekki sé meira sagt !
Hey já svo er ballið í kvöld.... versló og mh með sameiginlegt ball... það verður sko STUÐ !!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli