Nóg var um að vera hjá mér um helgina, kannski ekkert óvenjulegt.... Við Dóra fórum til Hildar Sifjar á föstudaginn og svo í afmælið til hinnar Hildar á laugardaginn og var mikið fjör á báðum stöðunum !! ;)
fór í búðarrölt í gær... lögðum af stað um eitt leytið og ég var komin heim til mín um tíu leytið í gærkvöldi... :$ og það fyndnasta við þetta er að ég keypti ekki neinar jólagjafir... :S fékk reyndar fullt af hugmyndum þannig að það reddast nú alveg :)
svo á laugardaginn fórum við austur á selfoss og keypti ég mér þennan líka sæta bol... sem er auðvitað rauður .. :D þarf nú ekki að spurja að því sko !! keypti mér líka buxur og var næstum því búin að kaupa mér stutt flauelspils sem var bara æði sko... en ákvað að geyma það aðeins þar sem jólin eru að koma og Villi skuldar mér pils og bol ;P heheh !! þarf að fara með honum á Selfoss þegar hann kemur til landsins en hann kemur einmitt næsta sunnudag :)
svo í kvöld er jólaboðið hjá Gróu uppí Mosó.... það verður væntanlega mikið stuð enda nóg af skemmtilegu fólki !! :P
Engin ummæli:
Skrifa ummæli