föstudagur, desember 12, 2003
Fór með pabba að versla í gær og ákváðum við að kaupa bara jólatréð núna þannig að það væri bara búið þegar hann kæmi næst í land en hann fór einmitt í morgun.... fórum í blómaval og keyptum eitthvað lítið og sætt ! fórum svo heim með hraði því ég var að fara með Eddu, Hörpu, Sigga og Kötlu út að borða í gærkvöldi og svo kíktum við bara aðeins á Kaffi Vín... ekki er nú hægt að segja að mikið hafi verið að gerast þar... ætluðum sko að fara í verslunarleiðangur en hættum við og changed our plan sko :D Fór svo til Ómars og var bara að koma heim akkúrat núna og ætla bara að drífa mig í sturtu og svo út aftur ! verð að drífa mig í þessum jólagjöfum.. svo ætlum við Dóra auðvitað að mæta til Hildar í kvöld og tjúna upp stuðið ! :D svo er náttúrlega afmælið hjá hinni Hildinni á morgun og kíkir maður auðvitað líka þangað, þannig það er alveg hellingur um að vera hjá mér núna sko og er allt jólafríiið mitt eftir að vera svona busy á ég von á... en það er þó skárra að hafa of mikið að gera heldur en of lítið finnst mér allavega ;P
Engin ummæli:
Skrifa ummæli