Djöfull getur fólk nú verið klikkað ! Veskið mitt var tekið uppúr töskunni minni í vinnunni í dag og var ekkert smá mikið að drasli í því sem mér þótti rosalega vænt um... ekki nóg með að í því var ökuskirteini, öll skilríkin og kortin (þar á meðal ljósakort og slíkt), 10000 kall sem ég var nýbúin að taka út ( er eiginlega aldrei með pening í lausu ), heldur voru líka HELLINGUR af myndum og persónulegum miðum og drasli og það er eiginlega það sem mér þykir verst að missa... Við fórum niðrá lögreglustöð og löggan þar sagði okkur að koma aftur í fyrramálið til að gefa skýrslu sem við gerðum svo eldsnemma í morgun...Gaurinn sem tók skýrsluna var "detective inspector" ! enginn smá titill það ;) Fór svo og fékk bráðabirgðaökuskirteini og sótti um nýtt kort í bankanum... þannig að þetta púslast hægt og rólega saman, þó að ég fái náttúrlega allt annað aldrei aftur :( BÖMMER !!
9 dagar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli