Ég vaknaði eldspræk klukkan átta í morgun við þessa gífurlegu sól líka... þannig að ég nennti nú ekki að sofa lengur og skellti mér í baðhúsið og púlaði þar að venju... svo var veðrið svo ótrúlega gott þegar ég var búin þar, að ég plataði Stellu og Sigrúnu með mér í sund og vá ... margir greinilega í leit að brúnku því að laugin var pökkuð ! svo lenti ég í smá óhappi því á bikininu mínu eru svona perlur á hliðinni sem halda buxunum saman og viti menn... þurfa perlurnar ekki að losna takk fyrir... en ég náði nú að binda bara böndin saman og toldi það ótrúlega vel saman :) maður verður nú að redda sér !
svo er ég bara að fara að skella mér í vinnu og ætla svo að kíkja í Kringluna í kvöld eftir vinnu og gá hvort ég geti ekki eytt einhverjum pening :P heheh segi bara svona !
8 dagar....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli