Helgin var afskaplega mátuleg fannst mér og ég skemmti mér mjög vel ... Var að vinna á laugardaginn eins og vanalega og svo skellti ég mér til Dóru um kvöldið og kíktum við svo á djammið þegar Karó og Annika bættust í hópinn.... þetta er orðin svona nokkurs konar rútína hjá okkur á laugardögum því svona hafa allir laugardagar sumarsins litið út...En núna á ég bara eftir að vinna einn laugardag sem er núna næstu helgi en minn síðasti dagur í vinnunni er á þriðjudaginn eftir viku... allavega eins og planið lítur út núna !
Núna er mánudagur eins og glöggir menn hafa tekið eftir og núna getur maður farið að segja að maður sé að fara á þjóðhátíð í NÆSTU viku !! ;) ekki amalegt það...
11 dagar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli