Þá er fyrsti skóladagurinn á síðustu önninni minni búinn og var hann afar lengi að líða... málið var líka það, að á mánudögum á ég ekki að byrja fyrr en 11 en þar sem ég þurfti að fá nýja töflu átti ég að mæta 8:10 í dag og skólasetningin var búin um 9 og þá var ég bara í gati til 11... svo hringdi inn í þann tíma og við Annika og Gróa röltum af stað en viti menn... var ekki bara kennarinn veikur ! fyrsta skóladaginn... :D þannig að fyrsti tíminn minn byrjaði tuttugu mínútur í eitt... svo erum við stelpurnar allar í gati eftir þann tíma, eða þar til útskriftaráfanginn byrjar þannig að við bara skelltum okkur í búðarráp á laugarveginn !! ;) gaman að því... skellti mér svo í baðhúsið eftir skólann sem var búinn seint og síðar meir og komst að því að kortið mitt rennur út eftir 4 daga takk fyrir... þannig að maður þarf að endurnýja það sem fyrst !
Til að víkja aðeins aftur að skólamálum þá er komið á hreint að útskriftin verður 21. des klukkan fjögur.... það er þriðjudagur by the way... en það verður bara að hafa það, fólk verður bara að taka sér frí, það er að segja þeir sem ekki verða komnir þá þegar í jólafrí, enda skyldumæting til mín þennan dag !! ;) heheh !
Engin ummæli:
Skrifa ummæli