sunnudagur, ágúst 22, 2004

Þessi helgi ,sem var að líða, var miklu skrautlegri en ég átti von á en er það bara í besta lagi... enda um að gera að taka vel á því áður en skólinn fer á fullt... Fórum í partý í grafarvogi á föstudaginn og þar ætlaði ég ekkert að drekka en nei, endaði auðvitað frekar hress á því... ekki hægt að neita að það var fjör þarna enda margir vel í glasi... :) úff svo þegar allir voru að fara ákvað ég að bíða eftir Rúnari bara við bensínstöðina sem er nú kannksi ekki beint viturlegt á föstudagsnótt enda komu fullt af bílum þarna flautandi framhjá og ég var orðin nokkuð smeyk sko... enda var ég nú ekki í besta ástandinu sem hægt var að vera í... en þurfti nú ekki að bíða lengi eftir honum þannig ég var alveg safe... Fórum svo á Menningarnótt og gær og var tekið vel á því, betur en á föstudeginum ótrúlegt en satt ! byrjuðum reyndar kvöldið hjá Anniku sem var með smá teiti og svo lá leiðin niðrí bæ þar sem flugeldar tóku vel á móti okkur ! Ekki er hægt að neita því að bærinn var stútfullur þegar við komum en svo fór heldur betur að grisjast þegar á leið á nóttina.... En þetta var stemmari !!
svo er bara skóli á morgun... langt síðan maður hefur sagt þetta... :D

Engin ummæli: