Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur frá manni... ég er búin að vera í skólanum í bráðum tvær vikur en finnst eins og ég hafi rétt svo byrjað í gær... það er alveg búið að vera hellingur að gera, maður gæti nú alveg staðið sig betur í lærdómnum en þetta fer svona rólega af stað... á að leika öskubusku í skólanum á morgun og þarf að bögglast með græna "prinsessu"kjólinn með mér í skólann... sem er alveg fyrirferðamikill... en það er nú bara gaman að því... fæ að vera með kórónu og læti ;)
ætlaði svo að tilkynna útskrift í dag en nei, þá er einhver vírus í tölvunum þannig að við áttum að koma aftur seinna... hmm...
Svo er eitt sem ég var að pæla í... afhverju er fólk að lofa öllu fögru ef það getur svo ekki staðið við orðin sín... eða allavega gert heiðarlega tilraun til að REYNA að standa við þau ? kannski er maður sjálfur jafnvitlaus að trúa þessum orðum, vitandi það að viðkomandi muni svíkja mann aftur... en já... ég er hætt að gefa svona marga sénsa... fólk verður bara að fara að nýta sín tækifæri betur... og hananú !! :D þurfti aðeins að koma þessari svakalegu pælingu frá mér ;)
svo er maður bara á leiðinni í bíó í kvöld... um hálf ellefu byrjar myndin og einhver sagði mér að þessi mynd væri frekar löng þannig að maður verður mjög hress í öskubuskuhlutverkinu klukkan 8 í fyrramálið... eða ekki... ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli