Enn ein skólavikan að hefjast og ekki eru nema 5 vikur eftir af skólanum...alveg ótrúlega fljótt að líða... svo er það bara útskrift ! :) ég er strax byrjuð að leita mér að vinnu eftir áramót enda ekki seinna vænna þar sem ég er picky á störf... en maður verður auðvitað bara að taka það sem manni býðst og reynir maður þá bara að gera það besta úr því ;)
allavega í dag er ég að fara að taka strong próf sem er svona áhugasviðspróf og útkoman úr því á að segja mér hvaða starfsgreinar henta mér í framtíðinni... en það kemur sér vel þar sem ég er eiginlega hætt við að fara í íþróttakennarann þó það heilli mig mest :( en við sjáum bara til... það eru líka góðir íþróttaskólar erlendis, og svo á víst að fara að reisa nýjann hér á landi... þannig að það er bara að bíða og sjá :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli