Glæpagangan með íslenskuáfangunum hefði nú alveg getað verið verri en hún var. Vorum bara eitthvað að labba á milli staða niðrí bæ í kuldanum og var það nokkuð fyndið þegar forvitnar sálir löbbuðu framhjá og fóru að hlusta með. Þetta var ekkert ýkja spennandi neitt en maður lifði nú alveg af :)
Fór enn og aftur til tannsa í morgun. Hún virðist ekki finna hvað er að angra tönnina mína og eftir að hafa farið 4 sinnum til hennar útaf einni tönn er ég alveg búin að fá minn skammt af tannlækningum.Vona bara að núna haldist tönnin góð.
Planið fyrir daginn í dag er að kíkja kannksi smá í skólann og svo tekur bara bakstur og tiltekt við. Þar sem ég verð nú með tvær veislur á morgun verður maður nú að leggja sig alla fram við heimilisstörfin ! ;) heheh...
En já kaffiboðið verður semsagt á morgun hérna heima og svo er bara skundað úr þeirri veislu niðrí bæ þar sem veisla #2 og ALLSHERJAR DJAMM tekur við ! :P
Á sunnudaginn get ég semsagt slappað aðeins af og legið í leti, sem er alveg kósy á sjálfan afmælisdaginn :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli