mánudagur, desember 13, 2004

Strákurinn sem átti að taka vaktirnar á móti mér átti að mæta klukkan tvö í dag en svo um hálf þrjú hringdum við niður eftir og fengum þá að vita að snáðinn væri hættur! hann byrjaði nota bene í síðustu viku ... alveg spes kauði :D en já nóg að gera í dag, fólk ekkert smá pirrað enda allir á síðustu stundu með þessar sendingar sínar erlendis en það er bara svona, við íslendingar erum nú þekkt fyrir það ... ;)
Fór í Kringluna í gær og keypti bolinn sem ég ætla að vera innan undir dragtina og sá kostaði hvorki meira né minna en 8 þúsund kell! sem er náttúrlega brjálæði miðað við einn hlýrabol... kannski samt jafn mikið brjálæði að kaupa hann en maður útskrifast nú bara einu sinni og hann var svo ótrúlega flottur! ;) svo er dragtin bara eftir og skórnir... í fyrramálið er það svo klipping og strípur þannig að þessi útskriftarpakki verður allt annað en ódýr! Er á kvöldvakt á morgun og fimmtudag og er það ekki í neinu svakalegu uppáhaldi hjá mér, það er eitthvað svo þægilegt að vera bara til 5 í mesta lagi en svona er nú lífið ;)
Er svo að fara í viðtal á leikskóla á fimmtudaginn uppá vinnu fyrir næsta ár og hljómar þetta starf mjög vel, góður staður, góður tími og svona. Svo var haft samband við mig frá tveimur öðrum leikskólum í dag þannig að nú er bara að velja ... :)

Engin ummæli: