Núna er ekki seinna vænna en að fara að finna sér vinnu fyrir sumarið og er ég á fullu núna að reyna að finna eitthvað sem heillar mig en það gengur eitthvað hálf brösulega... ég væri alveg til í að vera á leikskólanum í sumar, en launin eru bara ekki til að hrópa húrra fyrir, sérstaklega þegar maður er að reyna að safna fyrir haustinu... en þetta er náttúrlega afskaplega þægileg vinna, aldrei að vinna um helgar eða á kvöldin, færð tveggja vikna frí og ert inni þegar það er leiðinlegt veður og úti þegar sólin skín :P heheh mjög þægilegt! en ég er semsagt að reyna að finna mér eitthvað aðeins betur launað...
annars er það bara aftur vísindaferð núna á morgun með sálfræðinni... karó ætlar að kíkja með í þessa ferð og þar sem það komast 100 með í þessa ferð má búast við góðu stuði ;) þetta skiptið verður farið í KB banka og það verður örugglega fróðlegt og skemmtilegt... allavega nóg af drykkjarföngum hefur maður heyrt og ekki er það nú verra :P heheh!
annars er planið að læra vel á laugardaginn og kíkja kannksi í bása á sunnudaginn ef veðrið verður gott... annað er eiginlega óplanað ennþá en maður er alltaf opin fyrir öllu :)
svona í lokin ætla ég að minna fólk á að fylgjast með prison break!!! erum komin að 10.þátt og ég er alveg að tapa mér yfir þessu! ;) heheh, mæli með þessu....
ciao ;)
2 ummæli:
Er svo sammála þér, er alveg til í að fara aftur á leikskólann af því að það er svo þægileg vinna en samt er maður ekki að meika þessi laun.... En já ég er einmitt að bíða eftir restinni af Prison Break, er búin með alla 13 þættina og díses hvað þetta er mikil snilld og sakar ekki hvað hann er líka sexy ;)
hvað er líka málið hjá þessum könum að taka þriggja mánaða pásu á þáttum eins og prison break?! ;) það er náttúrlega bara rugl...
en já með vinnuna, hvar ætlar þú að vera í sumar? á ítalíu eða? :)
Skrifa ummæli