mánudagur, febrúar 20, 2006

Til hamingju Ísland! ;)
maður var nú svosem ekkert hissa þegar kom í ljós hver stóð uppi sem sigurvegari í eurovision keppninni á laugardaginn... hefðum þess vegna alveg getað sparað peninginn og notað hann í eitthvað gáfulegra, heheh! fyndið samt, þar sem DV var búið að slá því upp um daginn að þetta yrði þvílikt einvígi milli sylvíu og birgittu og svo var birgitta víst hvergi nálægt toppnum! en DV hefur nú hvort sem er sjaldnast rétt fyrir sér...

en já, helgin byrjaði ansi skrautlega en endaði alveg þokkalega...

vísindaferð í KB banka á föstudaginn og var það ekkert smá stuttur fyrirlestur sem við lentum í þar... þrjár glærur eða svo og svo áttum við bara að njóta veitinganna :P

laugardagurinn fór að mestu í lærdóm og þar sem þreytan var alveg að fara með mig þá afkastaði ég nú ekki eins miklu ég hefði óskað... en það er svona, þegar maður nær ekki góðum svefni... um kvöldið var svo eurovision partý hjá hjalta vin ottós og var það mjög fínt :) fylgdum reyndar ekki straumnum niður í bæ og fórum bara snemma heim, takk fyrir skutlið íris... :P

gærdagurinn var svo voða rólegur og huggulegur svona í tilefni konudagsins ... :) eftir dásamlega falleg högg hjá mér í Básum tókum við smá ísbíltúr sem er jú alltaf tilvalið svona á sunnudögum! ;)
fórum svo út að borða á Ruby Tuesday, ætluðum að fara á Ask en þegar við komum þar inn var alveg stappað og okkur tilkynnt að það væri frekar löng bið þannig að við enduðum bara á Rubys þar sem var aðeins minni bið... tókum svo óskarsverðlaunamyndina Ghandi sem var mjög góð... hún er reyndar alveg 3 tímar en þeir voru frekar fljótir að líða :)

svo var bara skóli í morgun, efnahagslíf og þjóðfélags tími sem var mjög áhugaverður, það er nú meira hvað maður labbar alltaf klár út úr háskólabíó! hhehe :P
kíkti svo á grísilingana á leikskólanum... var eiginlega frekar fegin að vera bara að vinna 3 tíma í dag.. það er nefnilega meira en nóg að gera hjá manni þessa dagana... held að ég geri mér ekki alveg nægilega oft grein fyrir því hvað tíminn er fljótur að líða og fyrr en varir verða prófin komin og þá stendur maður uppi illa undirbúinn... maður verður að vera duglegri að skipuleggja sig, það er nokkuð ljóst... :)

jessí, en ætla að fara að horfa áfram á prison break... ye baby!! ;)
túddelú...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh. prisonbreak eru svooo góðir.. hvað er serían komin langt?

Nafnlaus sagði...

þeir eru náttúrlega bara snilld sko :P en já, það er bara búið að sýna 13 þætti í USA og sá 14. verður svo sýndur þar í mars... þeir tóku alveg nokkra mánaða pásu en nú styttist óðum í fleiri þætti ;)

Nafnlaus sagði...

Eigum við að tala um hvað ég er farin að bíða óþreyjufull eftir næstu þáttum...
En já ekkert mál :)
Er alveg sammála þér með skipulag, er að fara í próf á fös og er ekkert búin að læra í vetur svo núna er ég bara að reyna að troða þessu öllu í hausinn á mér ! Ætla að fara að skipuleggja mig betur :)

Nafnlaus sagði...

hehe fyndið hvað manni tekst alltaf að draga þennan lærdóm... :P ég held að ég hafi byrjað hverja einustu önn hingað til með því hugarfari að nú ætli ég að skipuleggja mig rosa vel og vera þvílikt dugleg að læra, en svo einhvern veginn bregst það alltaf og ég enda alltaf á síðustu stundu að læra... en nú tökum við okkur bara á, skipuleggjum okkur voða vel og brillerum á vorprófunum, er það ekki bara algerlega málið? ;)