ég er alveg ótrúleg í að týna hlutum! núna er ég búin að týna hleðslutækninu mínu fyrir símann sem ég skil reyndar ekki alveg því það er alltaf á sama stað í hleðslu.... en já, nú er batteríð alveg að verða búið og þeir sem þekkja mig vel vita að ég er alvarlega háð símanum mínum þannig að það er spurning hvernig ég mun lifa þennan dag af! Kemst ekki með hann í hleðslu fyrr en hjá ottó í kvöld og dagurinn núna rétt að byrja... bömmer!!! ;)
annars er enn önnur vikan liðin og á morgun er planið að fara í afmæli til litlu frænku ottós og um kvöldið er það víst partý partý ;) spurning samt hvað maður gerir... veit að stefnan var tekin á smá drykkju en ég veit ekki alveg hvort að maður sé að fara að missa sig í bollunum... það er bara svo ofboðslega mikið að gera hjá mér í skólanum að ég tími eiginlega ekki að eyða sunnudeginum í eitthvað rugl því að ég veit að ef ég fer að drekka eitthvað mikið á morgun þá enda ég í bænum fram eftir morgni og þá mun ég ekki koma neinu í verk á sunnudaginn sem er ekki sniðugt... hmm... þetta er pæling.. þarf að hugsa þetta aðeins ;)
ég sendi umsóknirnar mínar út í skólana í DK í fyrradag og er ekkert smá fegin að því er lokið... nú get ég hætt að hugsa um þær og krossa bara fingur fyrir jákvæðum svörum þann 28. júlí! Kollegi málin ganga vel, við skoppum upp og niður á biðlistunum en ættum alveg að fá eitthvað húsnæði undir lokin... við erum yfirleitt númer 100 og eitthvað á þeim, nema á einu en þar erum við númer 303 sem er samt nokkuð gott miðað við það að við vorum númer 500 og eitthvað þegar við sóttum um alveg fyrst í janúar...
jesserí... en ég er farin að fylgjast með í tímanum sem ég er í...
njótið helgarinnar! :)
3 ummæli:
skemmtu þér vel pæja.. ég er alveg viss um að þið fáið fína íbúð þarna úti.. trúi ekki öðru ;)
takk takk :) en já... vona að við fáum íbúð... vona samt ennþá meira að við komumst inní skólana, minna mál að redda sér þak yfir höfuðið þarna í köben ;)
Þið hljótið að komast inn.. trúi ekki öðru heldir :)
Skrifa ummæli