þriðjudagur, apríl 18, 2006

þá er páskafríið búið hjá flestum og fólk farið að vinna og mæta í skólann á ný... reyndar bara stutt vinnuvika þar sem það er aftur frí á fimmtudaginn þannig að þetta er eiginlega líka bara svona letivika... góð til þess að jafna sig á páskaeggjaáti og djammi, þ.e. þeir sem gátu djammað í fríinu (ég er einmitt ekkert öfundsjúk útí þau!!! ) heheh nei nei segi svona... ég er búin að skemmta mér þessi ósköp með fínu og skemmtilegu bókunum mínum... hóst hóst... ;)

ég er annars niðrí odda og búin að vera alveg rosalega dugleg að læra í dag... ég læri miklu miklu betur og meira ef ég er á hlöðunni eða í odda heldur en ef ég er heima... þó að ég sé ein heima með allt það næði sem ég þarf þá einhvern veginn dettur allur agi úr mér og ég fer bara að gera eitthvað annað... þetta er samt bara heima hjá mér sko, næ alveg góðri einbeitingu heima hjá ottó t.d. líka... það er greinilega eitthvað eitrað "lærdóms"andrúmsloftið heima hjá mér! ;)

er alveg að verða búin með ritgerðina mína þannig að á morgun ætla ég að byrja að lesa eitthvað af hinu efninu... ekki seinna vænna!
fékk svo mail frá einum kennaranum um að við fáum einkunn úr lokaprófinu í geðheilsufélagsfræði í þessari viku... erum við að tala um spennu í minni eða hvaða?!

fyndnir þessir félagar ottós... þeir splæstu í pressukönnu og hraðsuðuketil til að geta lagað kaffi þegar þeir vilja meðan þeir eru að læra hérna í odda! heheh... og kaffið sem þeir eru með ekkert venjulegt gevalia kaffi eða eitthvað í þá áttina, nei... þeir eru með hátíðakaffi!! heheh ekkert slor sko... en ekki kvarta ég enda nýt ég góðs af ;)


en já.. ætla að fara að leggja lokahönd á ritgerðina... :)

Engin ummæli: