sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilega páska elskurnar!!

vona að allir séu að hafa það gott núna um páskana, allavega er ég aldeilis búin að hafa það gott samhliða lærdómnum :)
fórum austur í bústað til mömmu og pabba ottós á föstudagskvöldið og var það mjög fínt, reyndar leiðinlegt veður að keyra í en við komumst nú fram og tilbaka heil a húfi...
komum svo heim í fyrri kantinum og festumst í einhverri framhaldsmynd á skjá einum.. annar þáttur af honum var í gær og fengum við okkur sinn hvorn páskabjórinn yfir honum... og vá hvað hann var góður.. var nánast farin að gleyma hvað bjór er góður... hehe ;)
(ekki bara góður heldur líka krúttulegur!! ;) )
strax eftir morgunmatinn í morgun var svo ráðist á páskaeggin sem biðu okkar... maður er nú alveg búin að fá nóg af súkkulaði nú þegar og nóg er samt eftir af eggjunum! fyndið samt.. við vorum með nóa og freyju egg og þegar við opnuðum ríseggið var hlauppoki frá mónu inní og vorum við ekki alveg að fatta það... fannst það frekar skondið en eftir smá eftirgrennslan komumst við að því að freyja og móna er semsagt sama fyrirtækið!!
málshátturinn sem ottó fékk var: eitt fordæmi er betra en þúsund ræður og minn var: oft má að liði verða þó lítill sé!! fannst minn frekar skondinn þar sem ég er nú ekki beint það há í loftinu ;) hehe, gaman af þessu!

2 ummæli:

Dora sagði...

já ég er nú ekki alveg sammála þér að bjór sé góður ;) ég er ekki alveg að hafa lyst á páskaegginu mínu í dag .. og fékk ég fl en eitt .. en súkkulaði listin hlýtur að koma .. trúi nú ekki öðru upp á mig ;)

Nafnlaus sagði...

hehe, þú ert heldur ekki "karla"bjór manneskja eins og ég... ef þetta hefði verið breezer væri þetta kannski annað mál ;)

en já... trúi nú ekki öðru en að þú fáir súkkulaði listina í lag.. mín er allavega búin að vera í góðu lagi í allann dag... hehe :P