miðvikudagur, apríl 19, 2006

heheh... ég er nú meiri nöllinn!! ég bara get ekki með nokkru móti fattað eyrnatappa... hef svo oft reynt að nota þá því allir eru að tala um hvað það er miklu betra að einbeita sér með þá, en þeir virðast vera eitthvað á móti mínum fínu eyrum því þeir poppast bara út jafnóðum og ég set þá í! alveg magnað... í fyrra bað ég pabba að kaupa eyrnatappa fyrir mig og hann keypti eitthvað um 20 stk og ég náttla gat ekki komið þeim í eyrun þannig að núna sit ég uppi með böns af eyrnatöppum, heheh! svo var ég að reyna núna áðan að pota þeim í eyrað en það er bara sama sagan... veit ekki hvort að eyrun mín séu bara svona lítil fyrir þá eða hvort ég sé bara svona mikill klaufi að setja þá í... grunar samt meira að það sé þetta seinna ;) þannig að ég þigg alveg eyrnatappaísetningukennslu !! :P

annars fór ég með bílinn minn áðan á verkstæði til að láta skipta dekkjunum út, taka naglana af enda algjör óþarfi að vera með þá lengur... skildi bara bílinn eftir hjá þeim og sæki hann svo í rétt áður en lokar, eins gott að þeir fari vel með litla kaggann minn!! :P
annars sá ég áðan að það er búið að hækka bensínverðið ennþá meira!!! what's going on!!! ég er sko ekki hrifin af þessu og vona að þetta fari nú að hætta í bili... en þetta heldur ábyggilega áfram að hækka miðað við stöðuna í dag sem er ekki gott...það verður sko ljúft að vera bílalaus í danaveldinu og þurfa ekki að eyða slatta pening í bensín og viðhald á bílnum ;)

við erum by the way komin niðrí 78 á biðlista á einu kollegi í DK... jei!! :)

4 ummæli:

EddaK sagði...

Uss 78 á biðlista?? þú ert lukkunnar pamfíll! Ég sá að ég var komin í 242 á einum og stökk hæð mína af gleði ... en jæja, til lukku ;)

Nafnlaus sagði...

takk takk :P en já við vorum líka svo stressuð um að við myndum ekki fá neitt húsnæði, að við byrjuðum að sækja um kollegi strax í byrjun janúar... alveg crazy ;) annars hoppum við rosalega mikið upp og niður á þessum listum sko, erum líka númer 245 á öðrum, þannig að það er allur gangur á þessu ;)
eruð þið búin að skrá ykkur á marga lista?

EddaK sagði...

við erum búin að skrá okkur á 2 síðum, á annarri erum við bara eitthvað að krafsa í botninn á listunum en á hinni færumst við upp og það hratt! En við sóttum bara um þar núna fyrir helgi ... úbbsí! En annars er Bjarni með herbergi á kollegi úti sem við getum verið á þangað til við finnum eitthvað, gallinn er bara að þá get ég ekki skráð mig inn í landið... en ég held að þetta reddist alveg, ég er eitthvað ferlega bjartsýn á þetta :)

Nafnlaus sagði...

jájá um að gera að vera nógu bjartsýn á þetta, þýðir ekkert annað! :) þetta hlýtur að reddast hjá okkur, hef sko enga trú á öðru :P