það rignir og rignir hérna í danmörkinni, eins og hellt úr fötu og farið að dimma uppúr þrjú... svo er að fólk að kvarta yfir því að búa á íslandi! pff ;)
ég er búin með einn áfanga og er ég meira en glöð með það... var ein af fáum sem náði lokaritgerðinni í þessu fagi þannig að ég er að bara mega sátt! núna eru tvær killer lokaritgerðir eftir hjá mér fyrir jól sem ég er ekki eins bjartsýn á að ná enda mun þyngri fög sem eiga þar í hlut... hlakka bara til 20. des þegar ég er búin að skila seinni ritgerðinni og er loks á leiðinni heim í flugvélinni!!! vei, hlýnar bara við tilhugsinuna ;)
er reyndar ekki búin að kaupa neinar jólagjafir og sé ekki fram á það áður en ég kem heim... svo verðum við ottó ekki í bænum 22-23.des þannig að einhvern veginn verð ég að ná að kaupa allar jólagjafirnar þann 21. sem verður nú ekkert æðislegt þar sem ég er að fara í svaka tannaðgerð þar um morguninn og mun örugglega vera uppdópuð og vel bólgin! en annars ættum við að ná að klára að kaupa þær þorláksmessukvöldið... þetta hlýtur allavega að reddast einhvern veginn, hef enga trú á öðru! :)
annars er lítið nýtt að frétta...
búin að fá tíma hjá ella í klippingu og strípur þegar við komum heim sem er goooood, enda alger tími kominn á það... veit að hann fær sjokk þegar hann sér það :O heheh, þurfum svo að finna einhverja hárgreiðslustofu hérna í nágrenninu fyrir næsta ár... gengur ekki að láta líða svona langann tíma á milli... við erum að tala um að hárið á ottó er að farið að krullast upp að aftan!! hahahahah ;P
en er farin að skrifa...
2 ummæli:
11.12.06 Auður vill ekki ganga frá ryksugunni!!!
Ottó vill ekki hengja upp myndina!!
Skrifa ummæli