Fyndið !! var eitthvað að hugsa um þá sem eiga afmæli í maí og þá fattaði ég hvað afmælisdagarnir liggja eitthvað skipulega... alltaf tvö afmælisbörn í röð... 4 og 5 maí , svo 17 og 18 maí og svo er það 24 og 25 maí !! fannst þetta nokkuð fyndið ... :D
Þegar ég vaknaði í morgun, semsagt í annað sinn ( þegar ég var búin að fara með villa útá flugvöll og aftur að sofa )gerðist ég alveg ferlega dugleg og fór að laga til !! svo eftir dágóða hreingerningatörn ( samt nóg eftir... ehemm :$ ) datt mér í hug að dusta rykið af hjólinu mínu og laga það... reyndar ekkert mikið sem þurfti að laga en ég skipti um ventil og pumpaði í bæði dekkin og svo var það alveg klappað og klárt ! Veit ekki hvaða svaka andi kom yfir mig því ég ákvað að fara bara á hjólinu niðrí Baðhús ! hélt ég yrði ferlega lengi að hjóla til Dóru en svo var ég bara það snögg að ég var komin til hennar áður en hún var komin heim úr vinnunni :D misreiknaði mig aðeins...
Úff... svo eru það bara einkunnir á morgun...ég er alveg ferlega spennt eitthvað sem er svolítið magnað miðað við það að flesta aðra langar helst ekki að fá þær... þetta er alveg spennandi sko... ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli