Ég kýs nú að líta jákvæðum og björtum augum á lífið og tilveruna en auðvitað er alltaf eitthvað sem manni mislíkar... og eitt það leiðinlegasta sem ég veit um eru óeðlilega hægfara strætóbílstjórar... lenti í einum slíkum áðan og djóklaust þá stoppaði hann alveg áður en hann fór yfir hraðahindranir og tók slow motion dauðans í beygjum !! þetta fannst mér afskaplega fyndið á sama tíma og þetta pirraði mig rosalega :D kannski ekki beint það skemmtilegasta fyrir manneskju sem kýs að hafa smá fútt í hlutunum...
Annars er það af mér að frétta að ég skráði mig í fjarnám í FÁ í sumar í dag... mér gekk svo ljómandi vel í fjarnáminu þar í vetur að ég ætla bara að halda mér þar :)skráði mig í sögu og sálfræði og ætla ég að vera ferlega dugleg að læra í sumar... yeah right !! ;) enda ábyggilega eins og alltaf... að lesa og gera allt á síðustu vikunni... :$ en það reddast nú allt !
Stelpuskjátan mætti ekki heldur í dag þannig að ég segi nú bara gangi henni vel að læra þetta allt á einum degi sem er náttúrlega ekki fræðilegur möguleiki... en það er ekki mitt vandamál ... :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli