Hugsa að þetta sé einn mesti letidagur ársins... allavega hjá mér, enda er allt lokað og margir í einhverjum boðum eða álíka... ég er barasta ennþá vappandi um á náttfötunum og get svo svarið fyrir það að ég man ekki eftir að það hafi komið fyrir áður...
Þá er víst búið að velja þjóðhátíðarlagið fyrir þetta árið en þar sem ég er ekki enn búin að heyra það get ég voða lítið sagt um það ! :D vona bara að það sé eitthvað varið í það... Ég er allavega aftur orðin spennt fyrir Eyjum, spennan var eitthvað farin að dala en er einhvern veginn komin aftur í ómældu magni !! ;)
Ekki er ég nú búin að vera dugleg að laga til eins og ég hafði ætlað mér að gera í dag og sé ég nú ekki fram á að það verði gert úr því sem komið er... en það kemur dagur eftir þennan dag ekki satt ?? ;P
Engin ummæli:
Skrifa ummæli