Ég ákvað að kíkja aðeins í búðarleiðangur í gær og kom heim með fullt af einhverju dóti, þar á meðal skó, tvær peysur og fullt af einhverju smádóti...ansi stór eyðsludagur en það er nú alltaf gaman að fara að versla ;)
Byrjaði að vinna í dag og líst mér rosalega vel á þetta þannig að þegar þið ætlið að kaupa ykkur slúðurblað eða já kannksi bara eitthvað allt annað þá vitið þið hvert þið eigið að snúa ykkur !! ;)
Veit ekki alveg hvaða svaka símadagur var í dag en síminn stoppaði sko ekki ! fékk meiri að segja símtal frá London sem mér þótti nú afar vænt um ! en fyndið samt þegar svona dagar koma, því suma daga fær maður svona eitt og eitt símtal og sms og svo aðra daga gæti maður verið í fullri vinnu við að svara og tala í símann !! skemmtilegt þetta líf ! :)
Annika kom með ansi góða pælingu, hvort djammið yrði ekki tekið fyrir núna um helgina og er ég alls ekki frá því að þeirri hugmynd verði fylgt eftir ! enda kominn tími til finnst mér ... ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli