Á þriðjudaginn á líf mitt víst að verða fyrir þvílíkum breytingum... á þriðjudaginn er nefnilega 8. júní og þá á eitthvað mikið og stórt að gerast í mínu lífi samkvæmt einhverri spákonu... hef nú yfirleitt ekki mikla trú á einhverju svona en flest allt hefur passað hjá henni hingað til og hún var alltaf að ítreka þessa einu dagsetningu þannig að ég er alveg hálfspennt að sjá hvað það gæti verið...
Síminn minn tók uppá því að bila í dag og er það líklega það versta sem getur gerst fyrir mig !! brunaði eins og brjálæðingur niðrí kringlu til að ná fyrir lokun og sagði gaurinn mér það að síminn yrði að fara í viðgerð og ég fengi nýtt kort... kortið yrði tilbúið á MORGUN og síminn sjálfur kæmist í viðgerð á MÁNUDAGINN takk fyrir !! þarna rann upp fyrir mér hvað ég er ótrúlega háð símanum og ég sá nú ekki alveg hvernig ÉG átti að geta lifað án símans míns svona lengi.... Gaurinn sá það greinilega á mér og reyndi eins og hann gat til að fá það í geng í dag og eftir laaaanga bið tókst honum það ! ótrúlegt en satt ! frábær gaur !! :) þannig að núna get ég sem allavega notað kortið mitt í gamla símanum mínum.. ;) gleði gleði !! :P
Ég skellti mér í strípur og smá klippingu í dag og er ég bara nokkuð sátt við útkomuna, ákvað að prufa nýjann stað núna og það var strákur lítið eldri en ég sem sá um mig og var hann vel hress og gaf mér svaka nudd og læti !!
Djamm í kvöld ?? já það held ég svei mér þá !! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli