Fjölskyldan mín er ótrúleg... Þegar fólkið kom að vestan á fimmtudagskvöldið var Edda að tala um hvað hana langaði að fara eitthvert út og ljúka sumarfríinu með stæl og var vinan ekki fyrr komin inn úr dyrunum þegar hún var sest fyrir framan tölvuskjáinn og að panta sér miða til Svíþjóðar ! Þannig að hún er að fara þangað í dag með vinkonu sinni og verða þær í rúmlega viku ! Ekki nóg með það, heldur fengu foreldrar mínir sömu hugmynd og ákváðu að skella sér bara til Danmerkur á miðvikudaginn og vera í viku... koma semsagt heim þegar ég er í fullum undirbúning fyrir þjóðhátíð ;) en já ég verð semsagt ein heima í eina viku... aftur... magnað fólk í þessari fjölskyldu , það er sko ekkert verið að hika við hlutina á þessum bæ !! :D
13 dagar !! ;P
Engin ummæli:
Skrifa ummæli