sunnudagur, desember 28, 2003

Jæja þá eru jólin komin og farin... okey kannski ekki alveg farin en samt... magnað hvað fólk getur stressað sig í margar vikur við undirbúning fyrir jólin sem líða svo ótrúlega fljótt fram hjá manni að alltí einu eru þau barasta búin ! en þetta á að vera gaman enda hef ég nú eiginlega lítið sem ekkert stressað mig yfir þessum blessuðum jólum sko ! ;)
Ég fékk alveg ÓTRÚLEGT magn af gjöfum og voru þær bókstaflega allar FRÁBÆRAR ! takk fyrir mig :*
Ég er búin að fara í 3 matarboð og 2 kaffiboð núna síðustu 3 daga takk fyrir ! þetta er náttúrlega brjálæði finnst mér, enda alveg ótrúlega forvitið fjölskyldufólk í einu þessa boða sem spyrja mann bókstaflega spjörunum úr !! en við stoppuðum nú ekki lengi í því boði samt, sem betur fer segi ég nú bara ;) nóg spurt á þessum stutta tíma sem við vorum þarna....
hey... haldiði ekki bara að hún Auður hérna hafi skellt sér í bláfjöll í gær enda tilvalið skíðaveður ! þetta var hörkufjör sko en mér var orðið frekar kalt á tánum undir lokin og svo þurftum við að drífa okkur í bæinn því ég þurfti að drífa mig í boðið hjá Rakel og Gísla sem var eiginlega eina boðið sem mér langaði í, líklega þar sem þetta er vinafólk okkar og þar af leiðandi ekkert forvitið fjölskyldufólk þarna á staðnum... :D svo hitti ég Völu Rún og skemmtum við okkur konunglega enda alltaf stuð þar sem við tvær erum staddar og þarf nú ekki að spurja að því að mikið var slúðrað og tjúttað sko fram á rauða nótt ! :P

Engin ummæli: