öllu má nú ofgera sko... ég er nú ekki alveg sátt við allann þennan snjó !! langaði kannski í aðeins meir en ekki svona mikinn :D
pabba tókst að draga mig á þessa flugeldasýningu við perluna í gær og var hún alveg þokkaleg sko ! mjög flott bara ! svo fórum við að kaupa flugelda og þegar flugeldar eru annars vegar þarf pabbi alltaf að kaupa það stærsta og flottasta enda eyðir hann yfirleitt um 100 þús kalli í flugelda sem hann segir reyndar ekki alveg mömmu, enda yrði hún ábyggilega ekkert alltof sátt þar sem henni finnst það peningasóun að eyða peningum í eitthvað sem skýst upp og er svo búið einn tveir og þrír :D pabbi er á allt öðru máli sko, þetta er allt útspekúlerað hjá honum, að búa til sem flottast show úr þessu og læti :D keyptum fyrir 40 þús í gær og þetta var sko fyrsti staðurinn sem við fórum á... erum eftir að kíkja á fleiri sölur þannig að þetta verður ábyggilega eins og undarfarin ár :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli