Alveg hreint ótrúlegt hvað dagarnir fljúga beinlínis framhjá manni... strax kominn laugardagur aftur og læti... ég er glaðvöknuð og klukkan ekki orðin 9 og ég á ekki að byrja að vinna fyrr en 10... mér finnst nú alveg fyndið samt hvað ég er ferlega hress og vakandi miðað við lítinn sem engann svefn í nótt, nú er bara að vona að þreytan sæki svo ekki að manni um miðjan daginn... :D
Engin vinna á morgun þannig að ég ætla með góðri samvisku að skella mér aðeins á gaukinn í kvöld með stelpunum, að kíkja á í svörtum fötum... hefði ábyggilega skellt mér þó ég hefði átt að vinna en þetta er skemmtilegra svona ;)
Ég keyrði yfir kött í gær.. ! svartann í þokkabót ! hann kom stökkvandi á milljón útúr einhverjum runna sem ég var að keyra meðfram og lenti semsagt í mér ! ótrúlegt en satt þá slapp han ALVEG ómeiddur frá þessu og hljóp hinn rólegasti í burtu eftir þetta... ég var nú ekki alveg að fatta það og fatta það ekki enn hvernig hann gat sloppið svona ferlega vel... greinilega eitthvað til í því þegar sagt er að kettir hafa níu líf og þessi köttur er klárlega dæmi um það ! :D
þið bara kíkið til mín í búðina ef þið viljið komast yfir nýjasta slúðrið... eða bara ef þið viljið kíkja á mig ;P ciao !
Engin ummæli:
Skrifa ummæli