Fólkið sem kemur í búðina gæti sko ekki verið fjölbreyttara og ýmislegt sem maður lendir í !! :D það kom til dæmis strákur, líklega á mínum aldri og var búinn að tala heillengi við eigandann niðri og fór svo út... ég horfði á eftir honum og þá leit hann innum gluggann, sá mig og kom aftur inní búðina og stóð yfir mér í ábyggilega 20 mínutur, spurði mig hvort ég ætti rítalín og sagði mér alveg HELLING af hlutum sem ég hefði alveg getað lifað án þess að heyra... þessum gaur var semsagt hleypt úr fangelsi í gærmorgun en er eftir að afplána 15 mánuði og ef hann brýtur af sér núna þá bætast 3 ár við það... svo tók við 20 mínutna sögustund þar sem ég fékk meðal annars að heyra MJÖG nákvæmar lýsingar á ráni sem hann og vinur hans framkvæmdu ( sem ég man rosalega vel eftir ) ! það var nú ekkert voðalega auðvelt að skilja hvað hann var að tala um því hann hoppaði úr miðri sögu yfir í næstu og kláraði sjaldan það sem hann var byrjaður á.... brot úr samtalinu rétt áður en hann fór :
gaur: já vinur minn tók peninginn minn sem ég fékk í gær... hey má ég kannksi hringja aðeins í hann til að fá peninginn ?
ég: já ég skal leyfa þér að hringja stutt, en það er bara hægt að hringja í heimasíma
gaur: já það er fínt. Veistu hvað klukkan er ?
ég: já hún er að verða 6
gaur: í alvuru ? ég átti að mæta til læknis klukkan 2 !!
ég: þú ert orðinn altof seinn í það núna....
gaur: það er svo þægilegt að tala við þig...
ég : uu... takk
gaur: já ... hey eigum við að gera svolítið ?
ég : uuuu...
gaur: hahahaha !! ekki þú og ég þannig !! svipurinn á þér ! ég á sko kærustu... við hittumst í fangelsinu...
ég: já ég skil...
gaur: ég er nýkominn úr meðferð... en þarf að fara aftur...
ég: núnú ekki var það nú gott...
gaur :nei... fokk hvað kærastinn þinn er heppinn maður !
ég : uuuu ... takk.... held ég...
gaur: hey það er komin helgi...
ég: já... það er víst...
gaur: ooo ég þarf að fara...
ég : farðu vel með þig og reyndu að forðast fangelsið...
gaur: takk... ég skal reyna það fyrir þig...
mér finnst svo sorglegt þegar svona fer fyrir fólki... þetta var mjög myndarlegur strákur sem gæti hæglega komist langt í lífinu.. en já... svona er þetta víst..
jæja... er farin að finna mig til fyrir smá tjútt !! :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli