sunnudagur, júní 06, 2004
Við Annika og Láki ætluðum heldur betur að taka djammið með trompi og skella okkur á ball í Grindavík en þegar við vorum komin þangað um tvöleytið var uppselt takk fyrir ... enda kannksi ekki hús sem rúmaði marga :D en já þannig að við rúntuðum bara í Njarðvík og enduðum bara á djammi í Reykjavíkinni... kannski bara best að halda sér þar ;) hehe ! skelltum okkur aðeins á Nellys og svo var kíkt á Sólon í góðum fíling... Sumir orðnir ANSI skrautlegir og var ég nú á tímabili farin að verða ansi hrædd um að aðstæður væru að fara úr böndunum... en já það var ekkert eðlilegt hvað voru margir niðrí bæ, eða jú kannksi svona miðað við hversu gott veðrið var... það er nú varla hægt að sleppa því að tala um leikinn í gær... eða jú kannksi maður sleppi því svona núna miðað við hvernig hann fór !! ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli