Enn ein helgin búin og ný vika senn að byrja... Við Annika og Karó skelltum okkur aðeins út á lífið í gær og var það eins og búast mátti við mjög skemmtilegt ! Fattaði samt þegar við vorum staddar á Felix að ég hafði gleymt sjalinu mínu á Sólon þannig að við neyddumst til að standa í þónokkurri röð til að komast inn og sækja það... en meina... það er nú bara stuð enda mikið af fólki sem hægt var að fylgjast með !
Heimilislífið hérna næstu vikuna mun vera afar rólegt spái ég en mamma og edda tóku uppá því að skella sér með afa og ömmu og svo bróður mömmu og fjölskyldu hans vestur á land... og ætla þau sér að vera þar í nokkra daga... þannig að það er bara ég og pabbi sem sitjum eftir heima en þar sem ég er ekki það mikið heima hjá mér verður fjölskyldulífið frekar easy going...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli