Jújú... haldiði ekki bara að auði hérna hafi dottið í hug að setja á sig brúnkukrem fyrir svefninn í gærkvöldi og afleiðingin af þeirri hugdettu varð sú að annar fóturinn minn var hreint og beint röndóttur þegar ég vaknaði !! :D alveg hreint magnað þarsem öll önnur svæði heppnuðust frekar vel en bara annar fóturinn sem var ekki alveg að passa þarna inní ... jájá því ekki ?!?!? ;)
Tiltektin í herberginu hélt áfram í morgun áður en ég fór í vinnunna og miðar þetta allt saman hægt og rólega áfram... ákvað að taka þetta í smá lotum !! ;P sé samt eiginlega ekki fyrir endann á þesssu... endalaust hægt að flokka og þar sem ég á alltof mikið að dóti, veit ég ekkert hvert ég á að setja það.. en já þetta hlýtur að fara að taka enda, hef enga trú á öðru enda þýðir víst ekkert að vera að hangsa með hlutina !! :)
15 dagar ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli