mánudagur, júlí 12, 2004
Magnað hvað allir voru eitthvað hressir í dag sem komu í búðina ! kom meðal annars maður sem var svo ánægður með afgreiðsluna og var eitthvað að tjá sig um hvað það væri gott að koma þangað :) svo var nú annar maður sem kom, strákur eiginlega sem var sko ameríkani og jújú í góðu lagi með það... hann spyr um póstkortin og ég bendi honum á þau. Svo kemur hann upp að borðinu og spyr bara alveg upp á þurru hvort ég væri íslensk og eitthvað svoleiðis... Svo spurði vinurinn hvort hann mætti taka mynd af mér ! ég bara " no why ?" þá fékk ég svarið " you are blonde and beautiful, the perfect icelandic beauty and i want to show my friends in america how they look like ! " ég átti svo bágt með að fara ekki að hlæja og hélt í alvörunni að hann væri að djóka og en hann hélt nú ekki og vildi fá þessa mynd af mér !! ótrúlegt hvað drengurinn var ekki að gefa sig en eftir dágóðann tíma gafst hann þó upp og labbaði út... með enga mynd af mér takk fyrir :D þetta fannst okkur í vinnuni ansi fyndið og höfðum við gaman af enda lífga svona tilfelli óneitanlega uppá vinnudaginn !
Engin ummæli:
Skrifa ummæli