Ætla að byrja á því að óska öllum gleðilegra jóla, þó það komi kannski aðeins í seinni kantinum ;P
En já síðasta vika er búin að fljúga alveg frá manni enda var hún með eindæmum skemmtileg... Aðfangadagur var mjög fljótur að líða eins og alltaf hjá okkur, ganga frá pökkum og keyra þá út fram eftir degi, góður matur um kvöldið og svo fékk ég alveg fáranlega margt í jólagjöf, leið eins og ég væri fimm ára aftur þegar við vorum að flokka pakkana :D hehehe en það er nú bara gaman að því, aldrei leiðinlegt að fá pakka ;) vil ég bara þakka aftur fyrir mig, þið eruð öll æði!
Á morgun er svo the big day... fljúgum rétt fyrir 16.00 og verðum við í loftinu hátt í 6 tíma takk fyrir... eins gott að hafa nóg að lesa með sér, eða jú reyndar þá hlýtur nú að vera sýnt eitthvað í sjónvarpinu... það bara hlýtur að vera!
Ég er samt alveg rosalega róleg yfir þessu öllu saman, ekki alveg búin að fatta það held ég bara, að við séum að fara út á morgun... Er að pakka núna, ætlaði að klára það í gær en byrjaði náttla ekki einu sinni á því þá... alger nölli ;) svo er ég komin með allt alltof mikið í töskuna, er að reyna að taka eitthvað uppúr en það gengur eitthvað brösulega hjá mér, finnst ég alltaf þurfa að taka hitt og þetta með mér, dót sem ég enda svo pottþétt ekki með að nota... hehe, en svona er þetta nú...
Ég fer með myndavélina með mér þannig að þið megið búast við myndaflæði þegar við komum heim ef ekkert klikkar... :)
Jæja, ætla að halda áfram að setja í töskur... hafið þið það bara ofsalega gott hérna á klakanum elskurnar mínar, meðan við spókum okkur í sólinni :P heheh!
ciao...
Auður :*
mánudagur, desember 19, 2005
Mikið er ljúft að vera búin í prófum!! bara æði út í eitt... samt skrýtið svona allt í einu að þurfa ekki að vera límdur við bækurnar lengur, núna er bara komið verðskuldað frí hjá manni :) samt, frí og ekki frí, það er nóg að gera hjá manni fyrir jólin, meina jólin eru á laugardaginn for crying out loud! alltof fljótt að líða en það er nú lítið hægt að gera við því ;P
Í dag er planið að vera dugleg að laga til og svo var ég víst búin að lofa múttu minni að baka eitthvað fyrir hana... bara það eitt að laga til gæti tekið allann daginn en ég ætla reyna að vera ofurdugleg og gera herbergið smá jólalegt.. :D ætla svo að reyna að komast aðeins frá og skella mér í WC og í ljós...
Á morgun er það svo snyrtistofudagur á þessum bæ :D er að fara í plokkun og litun og svo er ég víst líka bókuð í vax, aðeins að reyna að fiffa uppá sig fyrir jólin og náttla kanarí...
Talandi um kanarí... í gær var 24 stigi hiti og sól takk fyrir! það verða engin smá viðbrigði að fara úr frosti og lenda svo í 20 stiga hita og fínerí... mmmm get varla beðið sko! ég skal hugsa hlýlega ( í orðsins fyllstu merkingu :P) til ykkar elskurnar mínar og skal reyna að senda einhver póstkort ;)
Ætli maður reyni ekki að skrifa öll jólakortin líka á morgun og koma þeim í póst... hugsa að það væri alveg sniðugt...
Miðvikudagurinn... Við Ottó ætlum að reyna að koma okkur í þessa hettusóttarsprautu enda er hettusótt víst að ganga á fullu þessa dagana þannig að betra að drífa sig til að vera alveg safe :)
Svo er planið að fara að kaupa julegaver...
Kvöldið fer í the sálarball baby og verður maður bókað í sínum besta fíling!
22.des... dagurinn sem ég er búin að spennt eftir... vala kemur loksins heim frá svíaríki og villi bróðir kemur frá danmörku... margt að gerast þennan dag þannig að skemmtilegur dagur í vændum...
Þorláksmessa... síðasti dagur fyrir jólin þannig að hérna verður líklega farið og klárað að kaupa allar jólagjafirnar ef það eru einhverjar eftir, sem er nú alveg mjög líklegt... hugsa að jólatréið verði sett upp hérna heima og verð ég ábyggilega sett í það að skreyta það eins og svo oft áður, spurning um að halda sig bara að heiman þennan dag... heheh, reyndar samt ekki alveg það slæmt ;) allavega ætlum við ottó að reyna að kíkja í miðbæinn þarna um kvöldið eins og örugglega svo margir aðrir íslendingar...
Laugardagur/aðfangadagur... það verður ábyggilega allt á milljón þennan dag eins og undanfarin ár... þessi dagur er einhvern veginn alltaf svo ferlega fljótur að líða og maður alveg á síðustu stundu að keyra út pakka og klára allt stúss áður en klukkan slær sex...
Þetta var svo planið mitt í grófum dráttum næstu daga... :P veit ekki hvaða skiplagsárátta kom yfir mig allt í einu enda er það yfirleitt ekki alveg mín sterka hlið... hehehe :D en æj, nenni bara ekki að eiga hitt og þetta eftir og svo gleyma að gera eitthvað og þá er maður bara ruglinu þannig að þetta er allavega smá plan... ;) þó ég eigi eftir að gera miklu meira en þetta þá eru þetta allavega aðalatriðin :)
Í dag er planið að vera dugleg að laga til og svo var ég víst búin að lofa múttu minni að baka eitthvað fyrir hana... bara það eitt að laga til gæti tekið allann daginn en ég ætla reyna að vera ofurdugleg og gera herbergið smá jólalegt.. :D ætla svo að reyna að komast aðeins frá og skella mér í WC og í ljós...
Á morgun er það svo snyrtistofudagur á þessum bæ :D er að fara í plokkun og litun og svo er ég víst líka bókuð í vax, aðeins að reyna að fiffa uppá sig fyrir jólin og náttla kanarí...
Talandi um kanarí... í gær var 24 stigi hiti og sól takk fyrir! það verða engin smá viðbrigði að fara úr frosti og lenda svo í 20 stiga hita og fínerí... mmmm get varla beðið sko! ég skal hugsa hlýlega ( í orðsins fyllstu merkingu :P) til ykkar elskurnar mínar og skal reyna að senda einhver póstkort ;)
Ætli maður reyni ekki að skrifa öll jólakortin líka á morgun og koma þeim í póst... hugsa að það væri alveg sniðugt...
Miðvikudagurinn... Við Ottó ætlum að reyna að koma okkur í þessa hettusóttarsprautu enda er hettusótt víst að ganga á fullu þessa dagana þannig að betra að drífa sig til að vera alveg safe :)
Svo er planið að fara að kaupa julegaver...
Kvöldið fer í the sálarball baby og verður maður bókað í sínum besta fíling!
22.des... dagurinn sem ég er búin að spennt eftir... vala kemur loksins heim frá svíaríki og villi bróðir kemur frá danmörku... margt að gerast þennan dag þannig að skemmtilegur dagur í vændum...
Þorláksmessa... síðasti dagur fyrir jólin þannig að hérna verður líklega farið og klárað að kaupa allar jólagjafirnar ef það eru einhverjar eftir, sem er nú alveg mjög líklegt... hugsa að jólatréið verði sett upp hérna heima og verð ég ábyggilega sett í það að skreyta það eins og svo oft áður, spurning um að halda sig bara að heiman þennan dag... heheh, reyndar samt ekki alveg það slæmt ;) allavega ætlum við ottó að reyna að kíkja í miðbæinn þarna um kvöldið eins og örugglega svo margir aðrir íslendingar...
Laugardagur/aðfangadagur... það verður ábyggilega allt á milljón þennan dag eins og undanfarin ár... þessi dagur er einhvern veginn alltaf svo ferlega fljótur að líða og maður alveg á síðustu stundu að keyra út pakka og klára allt stúss áður en klukkan slær sex...
Þetta var svo planið mitt í grófum dráttum næstu daga... :P veit ekki hvaða skiplagsárátta kom yfir mig allt í einu enda er það yfirleitt ekki alveg mín sterka hlið... hehehe :D en æj, nenni bara ekki að eiga hitt og þetta eftir og svo gleyma að gera eitthvað og þá er maður bara ruglinu þannig að þetta er allavega smá plan... ;) þó ég eigi eftir að gera miklu meira en þetta þá eru þetta allavega aðalatriðin :)
föstudagur, desember 16, 2005
Ég er ein af þeim sem er gjörsamlega búin að styðjast við kaffi á meðan próflestrinum stendur og er það, ásamt mandarínum, algjörlega búið að halda mér við lærdóminn... kaffi og mandarínur, hehe hvað er málið með það?! :D allavega, þegar ég var um 9 ára aldurinn langaði mig rosalega að smakka kaffi enda voru svo margir að drekka það í kringum mig að það hlaut að vera eitthvað varið í það... Enginn vildi leyfa mér að smakka og var því statt og stöðugt haldið fram að kaffi lætur mann hætta að stækka, þannig að ég lét það bara kyrrt liggja enda langaði mig nú að verða mun hærri en ég var þá... en svo svona 2 árum seinna þá kom þessi löngun aftur upp, mig langaði virkilega að smakka kaffi og svo fór, að vinkona mömmu gaf mér sopa... verri drykk hafði ég ekki smakkað! fannst þetta alveg fáranlega vont og gat með engu móti skilið hvers vegna allir voru að drekka þennan viðbjóð og hét ég því að aldrei myndi þetta rata inn fyrri mínar varir aftur... þessum "viðbjóð" er ég svo orðin háð daginn í dag... því miður! fyndið samt þetta með kaffi og hæð... ég er nú ekki ýkja há í loftinu eins og flestir vita, toppa nú samt hana britney vinkonu mína (gott dæmi auður! :P) en já ég er alveg komin á það, að þessi eini sopi forðum daga hafi látið mig hætta að stækka, og skammaði ég mömmu oft fyrir að hafa leyft vinkonu sinni að gefa mér sopa vitandi afleiðingarnar! :D hehe... spurning með þetta sko... efast samt stórlega að það séu einhver tengsl þarna á milli en aldrei að vita... meina, hvernig er annars hægt að skýra það að bæði systkini mín eru yfir 178 og ég svona miklu minni... ha hmm... ;)
miðvikudagur, desember 14, 2005
2 búin, one to go... nú er það bara tölfræðin sem er eftir og hana ætlar maður að taka með trompi enda gott að vera búin bara með hana... prófið sem ég fór í gær gekk bara sæmilega og er ég alveg vongóð með það, nú er bara að bíða og sjá :)
Það er svo rosalega margt sem ég á eftir að gera fyrir jólin og áður en ég fer út, að það hálfa væri hellingur! síðasta prófið er náttla á laugardaginn kemur og dagarnir eftir það verða bara pakkaðir, margir sem maður þarf að hitta og svo margt sem maður þarf að gera að þessi vika er eftir að fljúga frá mér! en allavega það sem hefur mestann forgang er valan mín sem kemur heim 22.des... ætlum út að borða og reyna gera eitthvað skemmtilegt um kvöldið enda er ég búin að sakna hennar óendalega mikið og hlakka þvílíkt til að fá hana til mín aftur! :)
Svo er ballið 21. des... maður er auðvitað búinn að redda sér miða og núna er bara byrjað að plana sjálft kveldið! hvar liðið ætlar að hittast og svona.. en það kemur allt betur í ljós þegar nær dregur, það er allavega BÓKAÐ mál að það verður sko tjúttað!! ;)
Ég ætla svo að reyna að manna mig í að fara að vinna sunnudags og mánudagskvöldið... bara svona til að ég fái eitthvað smávegis útborgað í janúar... og þannig að ég eigi nú eitthvað inni á bankabók eftir kanarí ef svo illa skildi fara að ég myndi nú eyða aleigunni þar... hehhehe ;)
Svo verður farið og verslaðar julegaver fyrir þá sem eiga þær skilið... :P heheh... ætlum að klára jólagjafa innkaupin þegar ottó er búinn í sínum prófum sem verður allavega ekki fyrr en eftir 20.. ekki allir svo heppnir að vera búnir núna á laugardaginn.. ;) en já, ég á sem betur fer bara nokkrar eftir en hann á eftir að kaupa allar sem hann þarf að kaupa eins og örugglega langflestir karlmenn...
Er aðeins búin að laga eyja albúmið og bæta örfáum myndum við...
Anyways... ætla að skella mér á eitt dæmi eða svo... ;)
adios amigos!
Það er svo rosalega margt sem ég á eftir að gera fyrir jólin og áður en ég fer út, að það hálfa væri hellingur! síðasta prófið er náttla á laugardaginn kemur og dagarnir eftir það verða bara pakkaðir, margir sem maður þarf að hitta og svo margt sem maður þarf að gera að þessi vika er eftir að fljúga frá mér! en allavega það sem hefur mestann forgang er valan mín sem kemur heim 22.des... ætlum út að borða og reyna gera eitthvað skemmtilegt um kvöldið enda er ég búin að sakna hennar óendalega mikið og hlakka þvílíkt til að fá hana til mín aftur! :)
Svo er ballið 21. des... maður er auðvitað búinn að redda sér miða og núna er bara byrjað að plana sjálft kveldið! hvar liðið ætlar að hittast og svona.. en það kemur allt betur í ljós þegar nær dregur, það er allavega BÓKAÐ mál að það verður sko tjúttað!! ;)
Ég ætla svo að reyna að manna mig í að fara að vinna sunnudags og mánudagskvöldið... bara svona til að ég fái eitthvað smávegis útborgað í janúar... og þannig að ég eigi nú eitthvað inni á bankabók eftir kanarí ef svo illa skildi fara að ég myndi nú eyða aleigunni þar... hehhehe ;)
Svo verður farið og verslaðar julegaver fyrir þá sem eiga þær skilið... :P heheh... ætlum að klára jólagjafa innkaupin þegar ottó er búinn í sínum prófum sem verður allavega ekki fyrr en eftir 20.. ekki allir svo heppnir að vera búnir núna á laugardaginn.. ;) en já, ég á sem betur fer bara nokkrar eftir en hann á eftir að kaupa allar sem hann þarf að kaupa eins og örugglega langflestir karlmenn...
Er aðeins búin að laga eyja albúmið og bæta örfáum myndum við...
Anyways... ætla að skella mér á eitt dæmi eða svo... ;)
adios amigos!
föstudagur, desember 09, 2005
Þá eru prófin formlega byrjuð hjá mér og mætti ég hress klukkan 9 í morgun í það fyrsta sem var almennan b.t.w... hef eiginlega ekkert meira um það að segja og látum við einkunnirnar tala sínu máli þegar þær koma í hús :)
Næsta próf er á þriðjudaginn og svo það síðasta laugardaginn eftir viku.. bara að halda ykkur informed ;)
Við Ottó fengum miðana til Kanarí í gær og einhverja svona leiðbeiningamiða til að hafa með okkur.. gott að vita að við eigum til dæmis að taka strætó 72 á útimarkaðinn! :D heheh... verst að það stóð ekki hvaða bus maður tekur í aðalbúðirnar þar sem ég mun nú eflaust eyða mörgum stundum í þeim ef ég þekki mig rétt... ehemm ;) eða já, svona allavega meðan Ottó er í golfi, þá ætla ég að go crazy shopping enda hann nú ekki mikill búðarkall þannig að þetta mun virka perfect ... hehehe! ekki það að ég muni ekki draga hann með mér í búðarráp einhverja dagana, en ætla nú samt að hlífa honum svona mestmegnis fyrir því :P
Annars er eiginlega ekki komin nein spenna í mann strax... enda er það bara próflestur sem á hug manns þessa dagana og fátt annað sem kemst að, en það tekur náttla enda eins og allt og þá getur maður farið að lifa aftur ;)
Mig langar svo að fara að djamma að ég er alveg að missa mig!!!!! en bara nokkrir dagar í viðbót, I can do it! ;) bara varð að koma þessu að, þar sem ég er farin að finna fyrir alvarlegum fráhvarfseinkennum og er ekkert farið að lítast á blikuna... heheh!
Ég er alltaf að sjá einhver ný fög sem ég væri til í að fara í í DK... núna er til dæmis alveg hárgreiðsla, gullsmíði, hönnun, sjúkraþjálfun o.fl. o.fl. komið ofarlega á listann... talandi um erfitt val hjá minni! :) what to do, what to do...
Annars er nú ekki mikið merkilegt að gerast hjá manni þessa dagana annað en lestur þannig að ég held ég láti þetta duga í bili... gangi ykkur OFURvel með lesturinn og í prófunum... og hinir sem ekki eru í þeirri stöðu, njótið bara lífsins ;)
ciao my homies!
Næsta próf er á þriðjudaginn og svo það síðasta laugardaginn eftir viku.. bara að halda ykkur informed ;)
Við Ottó fengum miðana til Kanarí í gær og einhverja svona leiðbeiningamiða til að hafa með okkur.. gott að vita að við eigum til dæmis að taka strætó 72 á útimarkaðinn! :D heheh... verst að það stóð ekki hvaða bus maður tekur í aðalbúðirnar þar sem ég mun nú eflaust eyða mörgum stundum í þeim ef ég þekki mig rétt... ehemm ;) eða já, svona allavega meðan Ottó er í golfi, þá ætla ég að go crazy shopping enda hann nú ekki mikill búðarkall þannig að þetta mun virka perfect ... hehehe! ekki það að ég muni ekki draga hann með mér í búðarráp einhverja dagana, en ætla nú samt að hlífa honum svona mestmegnis fyrir því :P
Annars er eiginlega ekki komin nein spenna í mann strax... enda er það bara próflestur sem á hug manns þessa dagana og fátt annað sem kemst að, en það tekur náttla enda eins og allt og þá getur maður farið að lifa aftur ;)
Mig langar svo að fara að djamma að ég er alveg að missa mig!!!!! en bara nokkrir dagar í viðbót, I can do it! ;) bara varð að koma þessu að, þar sem ég er farin að finna fyrir alvarlegum fráhvarfseinkennum og er ekkert farið að lítast á blikuna... heheh!
Ég er alltaf að sjá einhver ný fög sem ég væri til í að fara í í DK... núna er til dæmis alveg hárgreiðsla, gullsmíði, hönnun, sjúkraþjálfun o.fl. o.fl. komið ofarlega á listann... talandi um erfitt val hjá minni! :) what to do, what to do...
Annars er nú ekki mikið merkilegt að gerast hjá manni þessa dagana annað en lestur þannig að ég held ég láti þetta duga í bili... gangi ykkur OFURvel með lesturinn og í prófunum... og hinir sem ekki eru í þeirri stöðu, njótið bara lífsins ;)
ciao my homies!
þriðjudagur, desember 06, 2005
Heheh... svona er nú gaman að lesa fyrir prófin... tékk it át: auður muglet ;) svo ýta á takkana í vinstra horni fyrir neðan muglets merkið... allt er nú til skal ég segja ykkur! :P heheh...
sunnudagur, desember 04, 2005
Prófið sem ég fór í gær gekk bara alls ekki nógu vel, get svosem alveg kennt sjálfri mér um þetta slaka gengi enda var ég óvenju kærulaus fyrir þetta próf :S núna gengur það bara ekkert lengur... er reyndar alveg búin að vera dugleg að mæta niður á hlöðu að lesa en þar sem ég var búin að draga það svo lengi þá náttla komst ég yfir mikla minna efni ég hefði þurft!
Ég er eiginlega búin að ákveða hvað ég ætla að gera ef ég kemst ekki yfir á næsta misseri í sálfræðinni... hugsa að ég skipti yfir í dönsku! sko pælingin bakvið það er fyrst og fremst sú að þar sem stefnan er sett á Danmörk næsta haust þá væri alls ekkert vitlaust að reyna að rifja dönskuna aðeins upp og svoleiðis... aðeins að reyna að pússa hana til...
Ég slepp við að taka TOEFL prófið sem er í janúar en það er svona enskupróf sem maður þarf að taka til að komast inn í marga erlenda skóla, en þar sem ég fer í nám á dönsku þarf ég ekki að taka það... hélt að ég þyrfti að taka það en var að komast að því að ég þarf þess ekki, þannig að ég slepp við að borga 8000 kall fyrir eitt próf, himneskt! ;) heheh... Ottó þarf reyndar að fara í þetta þar sem hans nám er á ensku, þannig að hann þarf að punga út fyrir þessu auk þess að koma beint frá Kanarí og fara í próf... greyið! heheh ;) ég er sko langt frá því að öfunda hann! :P
Talandi um Kanarí þá styttist óðum í brotttför hjá okkur... fyndið samt, ég var eitthvað að tala um það um daginn hvað það yrði skrýtið að vera ekki með famíliunni um áramótin og eitthvað svoleiðis, en svo var ég fatta að ég hef ekkert verið með þeim síðustu árin þannig að það ætti nú varla að vera það skrýtið eftir allt saman...heheh, það er nú meira hvað maður getur verið útúr heiminum stundum :P en já, hugsa að það verði bara skrítnast að vera ekki í frosti og snjó á þessum tíma ársins ;)
Ég óska hér með eftir aðila til að taka til í herberginu mínu, taka það alveg í gegn fyrir jólin og halda því hreinu (allavega þangað til ég fer út)! aldrei hefur þörfin verið meiri og verða laun eftir samkomulagi og dugnaði vinnumanns... endilega hafið samband, you have my number ;) og ef ekki þá bara getið þið commentað hérna fyrir neðan...
nei djóklaust þá er herbergið mitt eitt big mess! þetta er nefnilega gallinn við það að eiga svona huge herbergi og mikið að allskonar dóti, það er miklu erfiðara að halda því skipulögðu og þess háttar... reyndar er alveg böns af blaðadóti og fötum út um allt og vantar mig eiginlega bara líka skipuleggjara þegar ég pæli betur í því... þannig að nú eru tvær stöður lausar, heppin þið! ;)
Ég er eiginlega búin að ákveða hvað ég ætla að gera ef ég kemst ekki yfir á næsta misseri í sálfræðinni... hugsa að ég skipti yfir í dönsku! sko pælingin bakvið það er fyrst og fremst sú að þar sem stefnan er sett á Danmörk næsta haust þá væri alls ekkert vitlaust að reyna að rifja dönskuna aðeins upp og svoleiðis... aðeins að reyna að pússa hana til...
Ég slepp við að taka TOEFL prófið sem er í janúar en það er svona enskupróf sem maður þarf að taka til að komast inn í marga erlenda skóla, en þar sem ég fer í nám á dönsku þarf ég ekki að taka það... hélt að ég þyrfti að taka það en var að komast að því að ég þarf þess ekki, þannig að ég slepp við að borga 8000 kall fyrir eitt próf, himneskt! ;) heheh... Ottó þarf reyndar að fara í þetta þar sem hans nám er á ensku, þannig að hann þarf að punga út fyrir þessu auk þess að koma beint frá Kanarí og fara í próf... greyið! heheh ;) ég er sko langt frá því að öfunda hann! :P
Talandi um Kanarí þá styttist óðum í brotttför hjá okkur... fyndið samt, ég var eitthvað að tala um það um daginn hvað það yrði skrýtið að vera ekki með famíliunni um áramótin og eitthvað svoleiðis, en svo var ég fatta að ég hef ekkert verið með þeim síðustu árin þannig að það ætti nú varla að vera það skrýtið eftir allt saman...heheh, það er nú meira hvað maður getur verið útúr heiminum stundum :P en já, hugsa að það verði bara skrítnast að vera ekki í frosti og snjó á þessum tíma ársins ;)
Ég óska hér með eftir aðila til að taka til í herberginu mínu, taka það alveg í gegn fyrir jólin og halda því hreinu (allavega þangað til ég fer út)! aldrei hefur þörfin verið meiri og verða laun eftir samkomulagi og dugnaði vinnumanns... endilega hafið samband, you have my number ;) og ef ekki þá bara getið þið commentað hérna fyrir neðan...
nei djóklaust þá er herbergið mitt eitt big mess! þetta er nefnilega gallinn við það að eiga svona huge herbergi og mikið að allskonar dóti, það er miklu erfiðara að halda því skipulögðu og þess háttar... reyndar er alveg böns af blaðadóti og fötum út um allt og vantar mig eiginlega bara líka skipuleggjara þegar ég pæli betur í því... þannig að nú eru tvær stöður lausar, heppin þið! ;)
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
Sit niðrá hlöðu og á náttla að vera að læra á milljón en einhvern veginn er alltof auðvelt að finna sér eitthvað annað að gera! alveg ferlegt ástand hérna á þessum bæ með það að gera allavega! Framundan í skólanum er próf núna á laugardaginn og svo föstudaginn í næstu viku... næstu tvö próf eftir það eru svo í þarnæstu viku.
Vá hvað verður nú ljúft þegar 17. desember rennur upp... mæti galvösk í tölfræðiprófið sem ég er by the way ekkert alltof bjartsýn fyrir, en allavega, ætla svo að gera eitthvað klikkað skemmtilegt eftir það... hvað það verður er ég reyndar ekki búin að hugsa útí en það verður allavega eitthvað mega fun! Mér finnst líka ömurlegt að ég geti ekkert farið að jólastússast almennilega fyrir 17. des... mér finnst jólatíminn alltaf svo frábær og finnst desember yfirleitt einn skemmtilegasti mánuður ársins en núna fær maður bara ekkert að njóta þess... sucks! hehe nei nei, maður lítur bara á björtu hliðarnar og gerir það besta úr því :)
Jæja, ég dreif mig loksins í fyrradag með vegabréfið... þurfti að endurnýja það og er búin að draga það þetta lengi að fara með það en allavega þá er það klappað og klárt núna... þá kemst ég allavega út til Kanarí :) hmmm.... eins gott samt að það verði almennilegt veður þegar við verðum þarna, vill ekki sjá einhvern hitabeltisstorm eins og herjaði á Kanarí í gær... þá kem ég nú bara rakleiðina aftur heim! :) annars er spennan ekki enn kominn upp í manni, enda er maður á kafi í próflestri þannig að það er í rauninni lítið annað sem hefur komist að og mun komast að næstu daga og vikur... þannig að mér fer örugglega ekki að hlakka almennilega til fyrr en eftir síðasta prófið en þá verður sko margföld gleði... :P
Hey já, skellti mér á Space þarna í síðustu viku og er ég líka svona ljómandi sátt við hárið mitt núna... stelpan var heillengi að dunda sér við hárið mitt og var niðurstaðan líka svona hressileg! :) lét ljósar strípur, samt ekki aflitun þar sem hún sagði að það þurrkaði hárið óþarflega mikið og svo klippti hún alla illa særðu endana og gerði þetta bara rosalega vel :) mæli með Space allavega...
Ef þið hafið ekki smakkað soðið kók, þá mæli ég með því að þið prófið það... 1000 kall fyrir þann sem drekkur heila könnu af því! já við prófuðum það actually í gær, þarf náttla ekki að taka það fram að það var ekki mín hugmynd, Ottó átti "heiðurinn" af þessu, hverjum öðrum dettur líka eitthvað svona í hug?! ég bara spyr... heheh! reyndar alveg pæling afhverju ég prófaði þetta, kannksi smá meðsek... hmmm... allavega þá var viðurstyggilega slæm lykt af þessu og bragðið ekki mikið skárra... en þetta getið þið prófað ef þið þurfið smá pásu frá lærdómnum... heheh... ég ætti koma með svona crazy ideas lista um hvað er hægt að taka sér fyrir hendur í lærdómspásum, eitthvað sem tekur ekki of langann tíma eða kostar mikið... ;)
Það er próflokaball með Sálinni á Broadway 22. des og það þarf nú ekkert að taka það fram að maður er á leiðinni þangað! þar sem ég missi af hinu árlega Sálar-áramótarballi þá kemur þetta bara í staðinn, gæti ekki verið heppilegra! :D Valan mín kemur heim 22. og verður dregin beint á ballið og er hún alveg sátt með það enda ekki annað hægt... ;) gleði gleði bara!
Villi bróðir kemur líka heim 22. des og verður það án efa mjög skemmtilegt að fá hann hingað. Fæ samt svo lítinn tíma með þeim tveim þar sem við Ottó förum 27.des út, þannig að ég verð að reyna að nýta þann tíma über vel alveg!
jæja ætla að fara að kíkja aftur í bók... ;)
Vá hvað verður nú ljúft þegar 17. desember rennur upp... mæti galvösk í tölfræðiprófið sem ég er by the way ekkert alltof bjartsýn fyrir, en allavega, ætla svo að gera eitthvað klikkað skemmtilegt eftir það... hvað það verður er ég reyndar ekki búin að hugsa útí en það verður allavega eitthvað mega fun! Mér finnst líka ömurlegt að ég geti ekkert farið að jólastússast almennilega fyrir 17. des... mér finnst jólatíminn alltaf svo frábær og finnst desember yfirleitt einn skemmtilegasti mánuður ársins en núna fær maður bara ekkert að njóta þess... sucks! hehe nei nei, maður lítur bara á björtu hliðarnar og gerir það besta úr því :)
Jæja, ég dreif mig loksins í fyrradag með vegabréfið... þurfti að endurnýja það og er búin að draga það þetta lengi að fara með það en allavega þá er það klappað og klárt núna... þá kemst ég allavega út til Kanarí :) hmmm.... eins gott samt að það verði almennilegt veður þegar við verðum þarna, vill ekki sjá einhvern hitabeltisstorm eins og herjaði á Kanarí í gær... þá kem ég nú bara rakleiðina aftur heim! :) annars er spennan ekki enn kominn upp í manni, enda er maður á kafi í próflestri þannig að það er í rauninni lítið annað sem hefur komist að og mun komast að næstu daga og vikur... þannig að mér fer örugglega ekki að hlakka almennilega til fyrr en eftir síðasta prófið en þá verður sko margföld gleði... :P
Hey já, skellti mér á Space þarna í síðustu viku og er ég líka svona ljómandi sátt við hárið mitt núna... stelpan var heillengi að dunda sér við hárið mitt og var niðurstaðan líka svona hressileg! :) lét ljósar strípur, samt ekki aflitun þar sem hún sagði að það þurrkaði hárið óþarflega mikið og svo klippti hún alla illa særðu endana og gerði þetta bara rosalega vel :) mæli með Space allavega...
Ef þið hafið ekki smakkað soðið kók, þá mæli ég með því að þið prófið það... 1000 kall fyrir þann sem drekkur heila könnu af því! já við prófuðum það actually í gær, þarf náttla ekki að taka það fram að það var ekki mín hugmynd, Ottó átti "heiðurinn" af þessu, hverjum öðrum dettur líka eitthvað svona í hug?! ég bara spyr... heheh! reyndar alveg pæling afhverju ég prófaði þetta, kannksi smá meðsek... hmmm... allavega þá var viðurstyggilega slæm lykt af þessu og bragðið ekki mikið skárra... en þetta getið þið prófað ef þið þurfið smá pásu frá lærdómnum... heheh... ég ætti koma með svona crazy ideas lista um hvað er hægt að taka sér fyrir hendur í lærdómspásum, eitthvað sem tekur ekki of langann tíma eða kostar mikið... ;)
Það er próflokaball með Sálinni á Broadway 22. des og það þarf nú ekkert að taka það fram að maður er á leiðinni þangað! þar sem ég missi af hinu árlega Sálar-áramótarballi þá kemur þetta bara í staðinn, gæti ekki verið heppilegra! :D Valan mín kemur heim 22. og verður dregin beint á ballið og er hún alveg sátt með það enda ekki annað hægt... ;) gleði gleði bara!
Villi bróðir kemur líka heim 22. des og verður það án efa mjög skemmtilegt að fá hann hingað. Fæ samt svo lítinn tíma með þeim tveim þar sem við Ottó förum 27.des út, þannig að ég verð að reyna að nýta þann tíma über vel alveg!
jæja ætla að fara að kíkja aftur í bók... ;)
mánudagur, nóvember 28, 2005
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Ji hvað mig er farið að hlakka til að komast í stípur á morgun, ég get varla beðið! heheh! ákvað að breyta aðeins til og prófa að fara á Space í Kópavoginum... nú er bara eins gott að þeir standi sig! ;) En það væri nú alveg óskandi að þetta væri ekki svona dýrt því þá myndi maður nú líklega gera þetta aðeins oftar, en svona er þetta nú í dag, það kostar allt sitt! en talandi um hátt verðlag þá er ég nú bara fegin að bensínið sé aftur komið niður í rúmar 104 kr., man þegar ég borgaði rúmar 115 krónur á líterinn og það var nú bara alls ekki fyrir svo löngu... og nú er bara vonandi að það lækki ennþá meira :P
Naumast hvað maður er alltaf bjartsýnn!! heheh ;)
Herra Ísland fer fram annað kvöld á Broadway og munu þá bráðhuggulegir peyjar keppast um titilinn sem margann manninn dreymir um! ;) allavega þá hef ég alveg myndað mér skoðanir um hverjir ég held að komist í topp 5 og nú er bara að bíða og sjá hvort mínir spáhæfileikar eigi sér einhverja framtíð eða bara ekki :D Allavega giskaði ég á þennan sem vann í fyrra að hann myndi sigra og viti menn! Fór einmitt í fyrra á keppnina á Broadway og var ekkert smá gaman að upplifa þetta svona beint, en ekki bara horfa á þetta sjónvarpinu! Hélt náttla mest með honum Láka mínum og studdi hann heilshugar í keppninni en honum hlotnaðist því miður ekki titillinn í þetta skiptið... tekur hann bara seinna! :) en já þetta verður ábyggilega spennandi keppni enda hálf naktir karlmenn og það er sko alveg þess virði að horfa á! ;)
Veit samt ekki alveg hvort ég sé nógu sátt með að dæmt verði í svona keppnum í gengum símakosningu því þá hlýtur þetta í raun að verða eins konar vinsældakeppni í staðinn fyrir keppni um fegurð, og það gæti orðið svolítið ósanngjarnt fyrir mann sem er fjallmyndalegur og hefur allan pakkann, en hefur svo ekki jafn marga bakvið sig og aðrir keppendur sem eiga böns af kunningjum sem eru síhringjandi og gefandi sín atkvæði.
En allavega... það kemur í ljós annað kvöld hvernig þetta reynist :)
Naumast hvað maður er alltaf bjartsýnn!! heheh ;)
Herra Ísland fer fram annað kvöld á Broadway og munu þá bráðhuggulegir peyjar keppast um titilinn sem margann manninn dreymir um! ;) allavega þá hef ég alveg myndað mér skoðanir um hverjir ég held að komist í topp 5 og nú er bara að bíða og sjá hvort mínir spáhæfileikar eigi sér einhverja framtíð eða bara ekki :D Allavega giskaði ég á þennan sem vann í fyrra að hann myndi sigra og viti menn! Fór einmitt í fyrra á keppnina á Broadway og var ekkert smá gaman að upplifa þetta svona beint, en ekki bara horfa á þetta sjónvarpinu! Hélt náttla mest með honum Láka mínum og studdi hann heilshugar í keppninni en honum hlotnaðist því miður ekki titillinn í þetta skiptið... tekur hann bara seinna! :) en já þetta verður ábyggilega spennandi keppni enda hálf naktir karlmenn og það er sko alveg þess virði að horfa á! ;)
Veit samt ekki alveg hvort ég sé nógu sátt með að dæmt verði í svona keppnum í gengum símakosningu því þá hlýtur þetta í raun að verða eins konar vinsældakeppni í staðinn fyrir keppni um fegurð, og það gæti orðið svolítið ósanngjarnt fyrir mann sem er fjallmyndalegur og hefur allan pakkann, en hefur svo ekki jafn marga bakvið sig og aðrir keppendur sem eiga böns af kunningjum sem eru síhringjandi og gefandi sín atkvæði.
En allavega... það kemur í ljós annað kvöld hvernig þetta reynist :)
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Þá er þessi helgi búin og næst síðasta kennsluvikan að fara að líta dagsins ljós! Ég kíkti í smá búðarstúss í gær, ok kannksi ekki alveg "smá" þar sem það dróst í hátt fimm tíma en anyways, þetta er nú ég... :P en allavega, þá var líka kíkt á þrjá markaði sem voru reyndar ekkert spes... einn af þeim minnti mann einna helst á sjabbí bás í kolaportinu! þar var hægt að finna gamalt skran, glingur sem var farið að falla verulega á, ábyggilega notuð barnaleikföng (semsagt ekki í pakkningum), hræðilega ljóta skó, gamlar amatör klámmyndir og svo mætti lengi telja... og viti menn... ekkert kostaði meira en 300 kall! fyndið samt að fara á svona markaði! :D
Svo var bara farið heim að læra smá og svo skelltum við Ottó okkur reyndar aðeins í Smáralindina. Ætlunin var reyndar að kíkja í vínsýninguna sem var í vetragarði en þar sem klukkan var orðin það margt þá tók það því varla. Þetta er einmitt sama vínsýningin og við fórum á í fyrra en þá var hún haldin á Nordica hótel og fengum við vínglös að gjöf og alles! allt voða fínt :)
Um kvöldið var kíkt í bíó með Bigga og Írisi og kíktum við á Two for the money sem var alveg nokkuð fín bara. Reyndar smávegis öðruvísi en ég bjóst við en slapp samt vel, enda ekki annað hægt þegar ofurkroppurinn Matthew McConaughey er í aðalhlutverki! ;) heheh! eftir myndina tókum við Ottó bara einn laugarveg enda loksins búið að opna hann á ný, en svo var bara farið heim að kúra. :)
Við sváfum til eitthvað um 11 í morgun og naut ég þess endalaust í botn enda verður lítið um það að geta sofið út á komandi vikum. Sunnudagar fara yfirleitt alltaf í eitthvað voðalega rólegt og dagurinn í dag er engin undantekning á því :) fór aðeins í ljós áðan og er núna eins og tómatur í framan en það er bara gaman að því!
Svo er það saumó í kvöld... stuð og fjör! og vona ég að sem flestir komist! :)
Svo var bara farið heim að læra smá og svo skelltum við Ottó okkur reyndar aðeins í Smáralindina. Ætlunin var reyndar að kíkja í vínsýninguna sem var í vetragarði en þar sem klukkan var orðin það margt þá tók það því varla. Þetta er einmitt sama vínsýningin og við fórum á í fyrra en þá var hún haldin á Nordica hótel og fengum við vínglös að gjöf og alles! allt voða fínt :)
Um kvöldið var kíkt í bíó með Bigga og Írisi og kíktum við á Two for the money sem var alveg nokkuð fín bara. Reyndar smávegis öðruvísi en ég bjóst við en slapp samt vel, enda ekki annað hægt þegar ofurkroppurinn Matthew McConaughey er í aðalhlutverki! ;) heheh! eftir myndina tókum við Ottó bara einn laugarveg enda loksins búið að opna hann á ný, en svo var bara farið heim að kúra. :)
Við sváfum til eitthvað um 11 í morgun og naut ég þess endalaust í botn enda verður lítið um það að geta sofið út á komandi vikum. Sunnudagar fara yfirleitt alltaf í eitthvað voðalega rólegt og dagurinn í dag er engin undantekning á því :) fór aðeins í ljós áðan og er núna eins og tómatur í framan en það er bara gaman að því!
Svo er það saumó í kvöld... stuð og fjör! og vona ég að sem flestir komist! :)
föstudagur, nóvember 18, 2005
Jæja... það er alveg fáranlega ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram og núna er bara ein og hálf kennsluvika eftir af skólanum og þá byrjar próflesturinn... hann ætti náttla að vera byrjaður hjá mér en það er nú bara eins og það er, ætla samt að byrja af krafti núna um helgina! no mercy no more! :D
Það hefði náttla verið toppurinn að taka eitt lokadjamm á þetta ( er alveg komin með fráhvarfseinkenni liggur við, þar sem síðasta var alveg djammlaus! ;)), svona áður en maður hellir sér yfir námsbækurnar en eins og staðan er núna held að það skynsamlegasta væri að reyna að massa þessi fög sem ég er í... það er reyndar ein vísindaferð eftir viku sem er væntanlega sú síðasta og það kitlar rosalega að kíkja í hana... ef ég næ að skipuleggja mig og læra massa fyrir næsta föstudag ætla ég að verðlauna mig og Anniku ( heheh), með því að draga hana með mér... ég veit þig langar..... ;P heheh! en það verður að koma betur í ljós þegar nær dregur!
Það er víst loksins komið að næsta saumaklúbbi sem verður í boði Rúnu Völu þennan mánuðinn og verður hann núna sunnudagskvöldið. Það verður rosalega fínt að hitta liðið aftur enda kominn dágóður tími síðan síðasti hittingur var... og össs það náttla gengur ekki! :)
Hey já ANTM... svosem alveg sátt við úrslitin, langar samt alveg að Keenyah fari að detta út... ég er ekki alveg að fíla hana lengur... annars bara, go Kahleen! :)
Ég er loksins að fara að koma mér í að láta gera eitthvað við hárið á mér! ætla að skella mér í strípur og smá klippingu í næstu viku enda er alveg kominn tími til! ohh mér finnst alveg fyndið hvað mér finnst alltaf gaman að fara í eitthvað svona, í hárgreiðslu, í ljós, á snyrtistofur og bara name it... ég verð alveg eins og lítill krakki að bíða eftir að opna pakka, þegar ég er búin að panta tíma, þá verð ég svo spennt... híhíh! alltaf gaman að fríska uppá sig með því að breyta aðeins til og gera eitthvað fyrir sjálfan sig :)
Ég er hálfpartinn með pínkuponsu samviskubit yfir hvað ég hef ekkert getað mætt í vinnu í langann tíma :S ég er svo oft búin að plana að fara að vinna þetta og þetta kvöld en svo kemur bara alltaf eitthvað verkefni eða próf sem ég þarf að læra fyrir í skólanum þannig að ég kemst náttla ekkert í vinnuna... ætla reyndar að reyna að fara á morgun frá tólf til fjögur þannig að ég fái allavega ekki auðann launaseðil í desember! :D hver króna skiptir máli þegar maður er "fátækur" námsmaður !!! ;) heheh!
jæja... kannski best að fara að opna aðeins námsbækurnar... :)
Það hefði náttla verið toppurinn að taka eitt lokadjamm á þetta ( er alveg komin með fráhvarfseinkenni liggur við, þar sem síðasta var alveg djammlaus! ;)), svona áður en maður hellir sér yfir námsbækurnar en eins og staðan er núna held að það skynsamlegasta væri að reyna að massa þessi fög sem ég er í... það er reyndar ein vísindaferð eftir viku sem er væntanlega sú síðasta og það kitlar rosalega að kíkja í hana... ef ég næ að skipuleggja mig og læra massa fyrir næsta föstudag ætla ég að verðlauna mig og Anniku ( heheh), með því að draga hana með mér... ég veit þig langar..... ;P heheh! en það verður að koma betur í ljós þegar nær dregur!
Það er víst loksins komið að næsta saumaklúbbi sem verður í boði Rúnu Völu þennan mánuðinn og verður hann núna sunnudagskvöldið. Það verður rosalega fínt að hitta liðið aftur enda kominn dágóður tími síðan síðasti hittingur var... og össs það náttla gengur ekki! :)
Hey já ANTM... svosem alveg sátt við úrslitin, langar samt alveg að Keenyah fari að detta út... ég er ekki alveg að fíla hana lengur... annars bara, go Kahleen! :)
Ég er loksins að fara að koma mér í að láta gera eitthvað við hárið á mér! ætla að skella mér í strípur og smá klippingu í næstu viku enda er alveg kominn tími til! ohh mér finnst alveg fyndið hvað mér finnst alltaf gaman að fara í eitthvað svona, í hárgreiðslu, í ljós, á snyrtistofur og bara name it... ég verð alveg eins og lítill krakki að bíða eftir að opna pakka, þegar ég er búin að panta tíma, þá verð ég svo spennt... híhíh! alltaf gaman að fríska uppá sig með því að breyta aðeins til og gera eitthvað fyrir sjálfan sig :)
Ég er hálfpartinn með pínkuponsu samviskubit yfir hvað ég hef ekkert getað mætt í vinnu í langann tíma :S ég er svo oft búin að plana að fara að vinna þetta og þetta kvöld en svo kemur bara alltaf eitthvað verkefni eða próf sem ég þarf að læra fyrir í skólanum þannig að ég kemst náttla ekkert í vinnuna... ætla reyndar að reyna að fara á morgun frá tólf til fjögur þannig að ég fái allavega ekki auðann launaseðil í desember! :D hver króna skiptir máli þegar maður er "fátækur" námsmaður !!! ;) heheh!
jæja... kannski best að fara að opna aðeins námsbækurnar... :)
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Nú er komin upp sú staða að maður verður að fara að gera plan B til öryggis þar sem líkurnar á að ég muni ekki komast áfram á næstu önn í sálfræðinni fara ört hækkandi... held að ég hafi eitthvað nefnt þetta hérna áður, allavega er málið það að ef maður nær ekki almennunni sem er aðalfagið okkar, þá megum við ekki sækja nein námskeið í sálfræðinni á næstu önn... þó að maður nái öllu öðru með stæl! það er alltaf mesta fallið í almennunni og núna erum við búin að taka tvö hlutapróf og árangur minn í þeim er ekki neitt til að hoppa hæð sína yfir...
það yrði svo klikkað fúlt ef ég myndi ekki ná um jólin, því mér finnst námsefnið sem við erum að læra alveg ótrúlega áhugavert og skemmtilegt ,og þetta er eitthvað sem mig langar virkilega að læra... en auðvitað gefst maður ekkert upp núna, og stefnir maður svo sannarlega á gott gengi í lokaprófinu! ;) en já... þetta með plan B sko... alltaf betra að hafa varann á, þannig að ég fór að velta því smá fyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur ef svo illa færi að ég næði ekki almennunni... ég gæti náttúrlega skipt um skor, en það er bara svo takmarkað sem maður getur byrjað í á vorönn... flestar deildir taka bara fólk inn á haustönn... svo gæti maður líka farið að vinna sem væri alveg sniðugt líka, og þá myndi ég allavega geta unnið frá janúar og frameftir sumri og svo myndi ég fara aftur í skóla næsta haust... bara spurning hvar það yrði... mig langar nefnilega allsvaklega að fara eitthvert út að læra og er það eiginlega stefnan fyrir næsta haust, að flytja af landi brott og þá kemur náttúrlega Danmörk sterklega til greina :)
Allavega... ég veit ekki alveg hvernig ég að hafa þetta plan B mitt og verð ég víst að leggja höfuðið aðeins í bleyti yfir þessu og reyna að ákveða eitthvað í sambandi við það... betra að hafa tilbúið backup plan ef allt fer á versta veg í lokaprófinum... en við skulum bara vona það besta enda þýðir ekkert annað en að vera jákvæður og bjartsýnn, allavega mín reynsla segir mér það! :)
þetta var nú aðeins lengri pistill en ég gerði ráð fyrir, en endilega commentið elskurnar! ;)
það yrði svo klikkað fúlt ef ég myndi ekki ná um jólin, því mér finnst námsefnið sem við erum að læra alveg ótrúlega áhugavert og skemmtilegt ,og þetta er eitthvað sem mig langar virkilega að læra... en auðvitað gefst maður ekkert upp núna, og stefnir maður svo sannarlega á gott gengi í lokaprófinu! ;) en já... þetta með plan B sko... alltaf betra að hafa varann á, þannig að ég fór að velta því smá fyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur ef svo illa færi að ég næði ekki almennunni... ég gæti náttúrlega skipt um skor, en það er bara svo takmarkað sem maður getur byrjað í á vorönn... flestar deildir taka bara fólk inn á haustönn... svo gæti maður líka farið að vinna sem væri alveg sniðugt líka, og þá myndi ég allavega geta unnið frá janúar og frameftir sumri og svo myndi ég fara aftur í skóla næsta haust... bara spurning hvar það yrði... mig langar nefnilega allsvaklega að fara eitthvert út að læra og er það eiginlega stefnan fyrir næsta haust, að flytja af landi brott og þá kemur náttúrlega Danmörk sterklega til greina :)
Allavega... ég veit ekki alveg hvernig ég að hafa þetta plan B mitt og verð ég víst að leggja höfuðið aðeins í bleyti yfir þessu og reyna að ákveða eitthvað í sambandi við það... betra að hafa tilbúið backup plan ef allt fer á versta veg í lokaprófinum... en við skulum bara vona það besta enda þýðir ekkert annað en að vera jákvæður og bjartsýnn, allavega mín reynsla segir mér það! :)
þetta var nú aðeins lengri pistill en ég gerði ráð fyrir, en endilega commentið elskurnar! ;)
föstudagur, nóvember 11, 2005
Það er að koma helgi... víííí... ;)
Ekki það að ég muni gera eitthvað brjálað skemmtilegt eins og að skella mér á djammið þar sem ég verð víst að lesa fyrir próf sem ég verð að ná á mánudaginn... en það er bara alltaf eitthvað svo gott við helgar... þó maður verði að lesa... :)
Hefði ekki verið svona mikið að gera, hefði maður líklega verið á leiðinni í heví sumarbústaða tjútt ferð en það verður bara að bíða betri tíma, þegar það er ekki svona mikið að gera hjá manni :)
Fyndið samt, þetta átti að vera þriðja djammlausa helgin í röð, en þar sem maður er búinn að fara alveg "óvart" (je right! ;)) á djamm síðustu helgar verður þetta líklega bara sú fyrsta djammlausa í langan tíma ... maður er nú alveg ferlegur í þessu! það er meiri að segja vísindaferð í kvöld, og ég er ekki að fara! what's going on skilurru?! :D
Allavega núna nálgast jólaprófin óðum og er maður farin að sjá 17 des. í hyllingum! stefnan er samt sett á að vera rosa dugleg við lestur næstu vikurnar því að ef maður nær ekki aðalfaginu sem er einmitt erfiðust að mínu mati, semsagt almennunni þá fær maður barasta ekkert að halda áfram á vorönn takk fyrir! alveg sama þó maður nái öllu öðru... sem er not goood!
Kíkti smá í Smáralindina í gær og keypti ég fyrstu jólagjöfina... klikkað dugleg! :P heheheh... þá er allavega einni jólagjöf færri sem er eftir að kaupa.. :) samt alveg nóg eftir en þetta er allt að koma ;)
Horfðum á Lost í gær... biðin loksins á enda og þátturinn sýndur í U.S.A. á miðvikudag þannig að við fengum að njóta hans í gærkvöldi... þetta eru bara endalaust skemmtilegir og spennandi þættir, ótrúlegt hvað það er hægt að gera góða þætti... reyndar hafa ekki allir þættirnir verið eitthvað djúsí, skal alveg viðurkenna það, en allavega hafa flestir þættirnir náð athygli manns :) vildi ég gæti sagt eitthvað meira um nýju seríuna en ætla nú ekki að fara að eyðileggja neitt fyrir þeim sem eru eftir að horfa þannig að ég sleppi því :) þið getið allavega beðið spennt...
Ekki það að ég muni gera eitthvað brjálað skemmtilegt eins og að skella mér á djammið þar sem ég verð víst að lesa fyrir próf sem ég verð að ná á mánudaginn... en það er bara alltaf eitthvað svo gott við helgar... þó maður verði að lesa... :)
Hefði ekki verið svona mikið að gera, hefði maður líklega verið á leiðinni í heví sumarbústaða tjútt ferð en það verður bara að bíða betri tíma, þegar það er ekki svona mikið að gera hjá manni :)
Fyndið samt, þetta átti að vera þriðja djammlausa helgin í röð, en þar sem maður er búinn að fara alveg "óvart" (je right! ;)) á djamm síðustu helgar verður þetta líklega bara sú fyrsta djammlausa í langan tíma ... maður er nú alveg ferlegur í þessu! það er meiri að segja vísindaferð í kvöld, og ég er ekki að fara! what's going on skilurru?! :D
Allavega núna nálgast jólaprófin óðum og er maður farin að sjá 17 des. í hyllingum! stefnan er samt sett á að vera rosa dugleg við lestur næstu vikurnar því að ef maður nær ekki aðalfaginu sem er einmitt erfiðust að mínu mati, semsagt almennunni þá fær maður barasta ekkert að halda áfram á vorönn takk fyrir! alveg sama þó maður nái öllu öðru... sem er not goood!
Kíkti smá í Smáralindina í gær og keypti ég fyrstu jólagjöfina... klikkað dugleg! :P heheheh... þá er allavega einni jólagjöf færri sem er eftir að kaupa.. :) samt alveg nóg eftir en þetta er allt að koma ;)
Horfðum á Lost í gær... biðin loksins á enda og þátturinn sýndur í U.S.A. á miðvikudag þannig að við fengum að njóta hans í gærkvöldi... þetta eru bara endalaust skemmtilegir og spennandi þættir, ótrúlegt hvað það er hægt að gera góða þætti... reyndar hafa ekki allir þættirnir verið eitthvað djúsí, skal alveg viðurkenna það, en allavega hafa flestir þættirnir náð athygli manns :) vildi ég gæti sagt eitthvað meira um nýju seríuna en ætla nú ekki að fara að eyðileggja neitt fyrir þeim sem eru eftir að horfa þannig að ég sleppi því :) þið getið allavega beðið spennt...
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Jæja... þá er ísdrottningin dottin úr ANTM... get nú ekki sagt að maður muni eitthvað sakna hennar... fannst voðalega lítið fara fyrir henni og það sem maður sá af henni var frekar kuldalegt svona... hún var bara ekki að virka á mig... þannig að ég er bara sátt við brottreksturinn þessa vikuna enda er Kahleen my favorite :)
Ég skellti mér í smá búðarráp í Hafnarfjörðinn í dag... maður hefur nú alveg ennþá sterkar taugar til Hfj. og finnst mér alltaf voðalega gaman að kíkja í búðirnar þar... það er eitthvað öðruvísi við þær en þessar hérna í Reykjavíkinni... keypti reyndar ekki mikið en nú er maður farinn að huga að jólagjöfunum og verða þær fyrstu keyptar innan tíðar... nenni ekki að vera á síðustu stundu með þær eins og ár eftir ár... ok, segist alltaf ætla að vera tímanlega í þessu og aldrei tekst mér það vegna anna en núna ÆTLA ég sko að standa við þetta :D langar að eyða síðustu dögunum fyrir jól með vinunum og famíliunni en ekki í búðum... enda mun ég ekkert geta verið með mikilvægasta fólkinu mínu, fyrir utan Ottó náttla, á einum skemmtilegasta tíma ársins... og það verður sko mjög spes... en þeir sem eiga það skilið fá sent póstkort frá sykursætbrúnni Auði (híhí), lofa! :P
Sólbruninn eftir ljósatímann er allur að hjaðna og þó ég finni alveg fyrir brunanum er maður allur að koma til... kannski sniðugt að vera aðeins styttra næst ;) afhverju er maður alltaf svona klókur eftir á? i don't get it... þetta virðist gerast einum of oft fyrir mig! :D ég hef kannski alveg löglega afsökun enda legally blonde en hvaða afsökun hafið þið? ha?!?! :P
luv ya! :*
Ég skellti mér í smá búðarráp í Hafnarfjörðinn í dag... maður hefur nú alveg ennþá sterkar taugar til Hfj. og finnst mér alltaf voðalega gaman að kíkja í búðirnar þar... það er eitthvað öðruvísi við þær en þessar hérna í Reykjavíkinni... keypti reyndar ekki mikið en nú er maður farinn að huga að jólagjöfunum og verða þær fyrstu keyptar innan tíðar... nenni ekki að vera á síðustu stundu með þær eins og ár eftir ár... ok, segist alltaf ætla að vera tímanlega í þessu og aldrei tekst mér það vegna anna en núna ÆTLA ég sko að standa við þetta :D langar að eyða síðustu dögunum fyrir jól með vinunum og famíliunni en ekki í búðum... enda mun ég ekkert geta verið með mikilvægasta fólkinu mínu, fyrir utan Ottó náttla, á einum skemmtilegasta tíma ársins... og það verður sko mjög spes... en þeir sem eiga það skilið fá sent póstkort frá sykursætbrúnni Auði (híhí), lofa! :P
Sólbruninn eftir ljósatímann er allur að hjaðna og þó ég finni alveg fyrir brunanum er maður allur að koma til... kannski sniðugt að vera aðeins styttra næst ;) afhverju er maður alltaf svona klókur eftir á? i don't get it... þetta virðist gerast einum of oft fyrir mig! :D ég hef kannski alveg löglega afsökun enda legally blonde en hvaða afsökun hafið þið? ha?!?! :P
luv ya! :*
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Öss... ég skellti mér í ljós í gær, og er ekki búin að fara mjög lengi þannig að ég ætlaði ekkert að vera allann tímann í bekknum... ég kem þarna og er mér tilkynnt að það er nýbúið að setja nýjar perur, einhverjar heví góðar og læti, og ég bara sátt við það og ennþá ákveðnari að fylgjast með tímanum... nema það að ég gleymi mér algerlega í hitanum og notalegheitunum og vakna aftur til lífs þegar það slökknar á bekknum... og núna er ég alveg skaðbrennd á bakinu og rassinum, ekki besti staður til að brenna á enda notar maður nú þennan part líkamans afskaplega mikið þegar maður er í skóla og þarf að sitja heil ósköp :( en jæja, það þýðir víst lítið annað en að vera bara duglegur að bera á sig eitthvað kælandi og gott og reyna að læra af reynslunni.... sé það einmitt gerast... heheh ;)
valan mín í svíþjóð komin með blogg... finally girl! ;) linkur auðvitað kominn á kelluna :)
svo mér er óheyrilega mikið farið að langa að fá einkunnir úr síðustu ritgerðinni minni og tölfræðiprófinu! finnst við alveg vera búin að bíða nóg... :( bring on the einkunnir people!
framundan í skólanum er svo skil á skýrslu og svo er próf á mánudaginn... alltaf jafn gaman hjá manni ;)
valan mín í svíþjóð komin með blogg... finally girl! ;) linkur auðvitað kominn á kelluna :)
svo mér er óheyrilega mikið farið að langa að fá einkunnir úr síðustu ritgerðinni minni og tölfræðiprófinu! finnst við alveg vera búin að bíða nóg... :( bring on the einkunnir people!
framundan í skólanum er svo skil á skýrslu og svo er próf á mánudaginn... alltaf jafn gaman hjá manni ;)
föstudagur, nóvember 04, 2005
Það hljóta nú að vera takmörk fyrir því hvað kennarar mega setja mikið lesefni fyrir próf... allavega, þá gengur lesturinn frekar hægt... reyndar gengur þetta hraðar fyrir sig í dag heldur í gær, en þá var ég líka á einhverjum met sniglahraða! en þetta reddast vonandi allt :) svo bara allir að muna að senda okkur prófliðinu góða strauma á morgun milli eitt og þrjú... þeir sem gera það fá plús í kladdann og kannski karamellu ef þið sendið okkur ofurgóða strauma! :P
Annars er bara lítið að frétta eiginlega, missi af partýinu hjá Völu og Andra í kvöld sökum lærdóms fyrir þetta beyglu próf á morgun :( en það verður víst að vera þannig, mæti bara tvíefld í það næsta! :P hehehe!
Spurning hvað maður gerir eftir prófið... kannksi maður skelli sér í einn ljósatíma eða svo... það er alveg pæling... enda er ég nánast orðin hvít eins og nýfallinn snjór.... eða svona í þá átt allavega ;) maður getur nú ekki farið alveg næpuhvít á sólarströnd þannig að ég verð að fara að drífa mig í þessum málum...
úff talandi um sólarströnd... fór einmitt að pæla í gær að eftir akúrat 2 mánuði verð ég úti og bara nokkrir dagar þá eftir hjá okkur... þetta er sko alltof fljótt að líða, enda erum við bæði eftir að endurnýja vegabréfin og svoleiðis... erum voðalega kærulaus eitthvað með þetta, sem er ekki beint gott þar sem við erum örugglega eftir að gleyma að gera þetta fram á síðustu stund og þá getur það bara verið oft seint í rassinn gripið! spurning hvort maður fari ekki að koma hreyfingu á skipulagsbókina mína... svona what to do and what to buy í nóvember og desember... aha! klár get ég verið!!! :D þá er mörgu reddað! heheheh!
well well... best að halda áfram með lesturinn.... ta ta ;)
Annars er bara lítið að frétta eiginlega, missi af partýinu hjá Völu og Andra í kvöld sökum lærdóms fyrir þetta beyglu próf á morgun :( en það verður víst að vera þannig, mæti bara tvíefld í það næsta! :P hehehe!
Spurning hvað maður gerir eftir prófið... kannksi maður skelli sér í einn ljósatíma eða svo... það er alveg pæling... enda er ég nánast orðin hvít eins og nýfallinn snjór.... eða svona í þá átt allavega ;) maður getur nú ekki farið alveg næpuhvít á sólarströnd þannig að ég verð að fara að drífa mig í þessum málum...
úff talandi um sólarströnd... fór einmitt að pæla í gær að eftir akúrat 2 mánuði verð ég úti og bara nokkrir dagar þá eftir hjá okkur... þetta er sko alltof fljótt að líða, enda erum við bæði eftir að endurnýja vegabréfin og svoleiðis... erum voðalega kærulaus eitthvað með þetta, sem er ekki beint gott þar sem við erum örugglega eftir að gleyma að gera þetta fram á síðustu stund og þá getur það bara verið oft seint í rassinn gripið! spurning hvort maður fari ekki að koma hreyfingu á skipulagsbókina mína... svona what to do and what to buy í nóvember og desember... aha! klár get ég verið!!! :D þá er mörgu reddað! heheheh!
well well... best að halda áfram með lesturinn.... ta ta ;)
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Tók mér smá pásu og svaraði klukkinu frá Völu... here it goes...
núverandi tími: 12:39
núverandi föt: nettar tjill buxur, hlírabolur og flíspeysa... og náttla ofur hlýir sokkar :D
núverandi skap: eiturhress alveg... eins og oftast ;)
núverandi hár: frekar sítt með strípum sem eru alveg vel vaxnar úr... er að fara að láta laga það núna í nóv. :) jei!
núverandi pirringur: reyni nú að láta sem minnst pirra mig .. :)
núverandi lykt: romance - ralph lauren
núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: læra og læra meira..
núverandi skartgripir: hringur og eyrnalokkar
núverandi áhyggja: ótrúlegt en satt þá eru þær nokkrar í augnablikinu... en það reddast allt, er ekki alltaf best að vera bjartsýnn :)
núverandi löngun: ískaldur trópí!
núverandi ósk: að verða vel menntuð og svo náttla bara sami pakkinn og flestir vilja, heilbrigða og hamingjusama fjölskyldu og allt það :)
núverandi farði: enginn eins og er... var að koma úr sturtu :)
núverandi eftirsjá: á maður nokkuð að vera að velta sér uppúr liðnum tíma...? held ekki... maður þroskast bara af allri reynslu sem maður lendir í og það gerir mann bara sterkari fyrir vikið :)
núverandi vonbrigði: að hafa ekki fengið hærra fyrir ritgerðina mína... það var bögg!
núverandi skemmtun: netið og sálfræðin... ágætis blanda.... :D
núverandi ást: Ottó
núverandi staður: uppi í herberginu mínu...
núverandi bók: psychology
núverandi bíómynd: engin sérstök... síðasta sem ég sá var reyndar Flight plan en kýs frekar að horfa á þætti eins og ANTM, one tree hill,the O.C. og LOST of course :)
núverandi íþrótt: reyni að kíkja reglulega í heimsklassann....
núverandi tónlist: hlusta voða mikið á útvarpið þannig að það er frekar fjölbreytt tónlist
núverandi lag á heilanum: Fix you með Coldplay
núverandi blótsyrði: ekkert sérstakt sem ég man eftir... blóta ekkert voða mikið en það kemur samt fyrir án þess að ég taki neitt sérstaklega eftir því...
núverandi msn manneskjur:þeir sem eru inná núna eru Skafti, Annika, Gróa, Karó, Elli, Ottó, Ómar og Smári.
núverandi desktop mynd: myndir af mikilvægasta fólkinu í mínu lífi ;)
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: lærdómur, ANTM og svo bara kíkja á Ottó kallinn
núverandi manneskja sem ég er að forðast: ætli það sé bara nokkur... held ekki...
núverandi dót á veggnum: myndir og svona korktafla með fullt af dóti... :)
núverandi tími: 12:39
núverandi föt: nettar tjill buxur, hlírabolur og flíspeysa... og náttla ofur hlýir sokkar :D
núverandi skap: eiturhress alveg... eins og oftast ;)
núverandi hár: frekar sítt með strípum sem eru alveg vel vaxnar úr... er að fara að láta laga það núna í nóv. :) jei!
núverandi pirringur: reyni nú að láta sem minnst pirra mig .. :)
núverandi lykt: romance - ralph lauren
núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: læra og læra meira..
núverandi skartgripir: hringur og eyrnalokkar
núverandi áhyggja: ótrúlegt en satt þá eru þær nokkrar í augnablikinu... en það reddast allt, er ekki alltaf best að vera bjartsýnn :)
núverandi löngun: ískaldur trópí!
núverandi ósk: að verða vel menntuð og svo náttla bara sami pakkinn og flestir vilja, heilbrigða og hamingjusama fjölskyldu og allt það :)
núverandi farði: enginn eins og er... var að koma úr sturtu :)
núverandi eftirsjá: á maður nokkuð að vera að velta sér uppúr liðnum tíma...? held ekki... maður þroskast bara af allri reynslu sem maður lendir í og það gerir mann bara sterkari fyrir vikið :)
núverandi vonbrigði: að hafa ekki fengið hærra fyrir ritgerðina mína... það var bögg!
núverandi skemmtun: netið og sálfræðin... ágætis blanda.... :D
núverandi ást: Ottó
núverandi staður: uppi í herberginu mínu...
núverandi bók: psychology
núverandi bíómynd: engin sérstök... síðasta sem ég sá var reyndar Flight plan en kýs frekar að horfa á þætti eins og ANTM, one tree hill,the O.C. og LOST of course :)
núverandi íþrótt: reyni að kíkja reglulega í heimsklassann....
núverandi tónlist: hlusta voða mikið á útvarpið þannig að það er frekar fjölbreytt tónlist
núverandi lag á heilanum: Fix you með Coldplay
núverandi blótsyrði: ekkert sérstakt sem ég man eftir... blóta ekkert voða mikið en það kemur samt fyrir án þess að ég taki neitt sérstaklega eftir því...
núverandi msn manneskjur:þeir sem eru inná núna eru Skafti, Annika, Gróa, Karó, Elli, Ottó, Ómar og Smári.
núverandi desktop mynd: myndir af mikilvægasta fólkinu í mínu lífi ;)
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: lærdómur, ANTM og svo bara kíkja á Ottó kallinn
núverandi manneskja sem ég er að forðast: ætli það sé bara nokkur... held ekki...
núverandi dót á veggnum: myndir og svona korktafla með fullt af dóti... :)
laugardagur, október 29, 2005
Þá er maður búin í prófinu og gekk það alveg ágætlega leyfi ég mér að fullyrða :D allavega verð ég illa svekkt ef ég fell... þannig að ég er bara bjartsýn á þetta :)
Það er enginn smá léttir að vera búinn með þetta próf, en manni gefst varla tími til að anda því nú verð ég að byrja að læra á fullu fyrir prófið sem er næsta laugardag... svo þarf ég að fara að laga til og gera húsið hreint... eða allavega mitt herbergi, sem er nú ekkert grín að laga til í...
Úff það er sko ekkert grín að vera að keyra núna á sléttum dekkjum, allavega ekki á mínum enda eru þau nú líka alveg sléttari enn allt slétt og með lítið sem ekkert grip... fann alveg fyrir því þegar ég var keyra í þessu brjálaða veðri sem var í gær... bíllinn minn, tja eins og flestir hinir í umferðinni líka, átti erfitt með að halda sig á götunni enda þvílík lúmsk hálka sem var búin að myndast... en það stendur nú alveg til bóta, verð komin á nagla eftir helgi :) alveg greinilegt að veturinn er genginn í garð!
Jæja varð bara að koma frá mér hvað mér er létt að vera búin með þetta próf... allavega... million things to do... hafið það sem best ;)
Það er enginn smá léttir að vera búinn með þetta próf, en manni gefst varla tími til að anda því nú verð ég að byrja að læra á fullu fyrir prófið sem er næsta laugardag... svo þarf ég að fara að laga til og gera húsið hreint... eða allavega mitt herbergi, sem er nú ekkert grín að laga til í...
Úff það er sko ekkert grín að vera að keyra núna á sléttum dekkjum, allavega ekki á mínum enda eru þau nú líka alveg sléttari enn allt slétt og með lítið sem ekkert grip... fann alveg fyrir því þegar ég var keyra í þessu brjálaða veðri sem var í gær... bíllinn minn, tja eins og flestir hinir í umferðinni líka, átti erfitt með að halda sig á götunni enda þvílík lúmsk hálka sem var búin að myndast... en það stendur nú alveg til bóta, verð komin á nagla eftir helgi :) alveg greinilegt að veturinn er genginn í garð!
Jæja varð bara að koma frá mér hvað mér er létt að vera búin með þetta próf... allavega... million things to do... hafið það sem best ;)
föstudagur, október 28, 2005
Það er smá breyting í gangi, mikið um þær núna, en þar sem við erum að fara út um kvöldið á sunnudaginn þá er semsagt "open house" um miðjann daginn eða svona um eða frá kaffileiti... ég hefði alveg verið til í að hafa þetta bara þannig, að þið gætuð mætt hvenar sem er, dag sem kvöld en þetta verður víst bara að vera svona núna... :) allavega, hlakka til að sjá sem flesta, lofa að hafa eitthvað við allra hæfi og ef einhver vill fá eitthvað sérstakt þá bara hafiði samband og við reynum að redda því... heheh.... ;)
Knús knús,
Auður :)
Knús knús,
Auður :)
fimmtudagur, október 27, 2005
Ohh við Annika erum svo duglegar að læra hérna niðrí Odda... sönglandi i believe in a thing called love... :D alveg í stuðinu! nei nei við erum reyndar alveg búnar að vera mjög duglegar að reikna enda þýðir ekkert slugs fyrir prófið á laugardaginn :)
Heyrðu já, svo er smá change of plans... þar sem ég á afmæli á mánudaginn og pabbi nýbúinn að eiga afmæli þá var bara ákveðið að hafa svona kind of "opið hús" á sunnudaginn fyrir vini og ættingja... þannig að þið sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomin að kíkja í kaffi og með því á sunnudaginn... the more the merrier :)
Ohh haldiði ekki að blessuðu kanarnir hafi gert mér og Ottó fáranlega ljótann grikk! við erum búin að horfa á lost síðustu fimmtudagskvöld, bara orðið svona thing, en nei nú standa nefnilega yfir einhverjar úrslitakeppnir í hafnarbolta í U.S.A. og ekkert LOST sýnt þar á meðan... nánar tiltekið í þrjár vikur... þannig að ég verð að bíða í tvær vikur í viðbót, sem er náttla bara ekki nógu sniðugt þar sem þetta spennan er alltaf að magnast... en maður verður náttla bara að sætta sig við að þurfa að bíða, lítið annað hægt að gera í stöðunni :)
Heyrði í Völunni minni frá Svíþjóð í gær gegnum skype... snillingur alveg sem fann upp þessa tækni! töluðum náttla í tæpann klukkutíma eins og okkur er nú lagið og hefðum alveg getað talað lengur ef aðstæður hefðu leyft, en það var æðislegt að heyra henni eins og alltaf :) ohh það er svo típiskt, hún kemur 22. des heim og fer líklega 10. jan aftur út og ég náttla fer 27. des út og kem heim 10. jan, þannig að við hittumst lítið sem ekkert þá :´( sem er überleiðinlegt! en við verðum bara að bæta það upp á næsta ári... kannksi maður kíki bara á skvísuna í sverige :)
Annars stefnir allt í ofurrólega helgi hjá mér, sem ég er eiginlega bara nokkuð ánægð með... alveg kominn tími á það :)
Allavega... best að halda áfram að læra eitthvað...
Endilega commentið people!!! ;)
-Auður
Heyrðu já, svo er smá change of plans... þar sem ég á afmæli á mánudaginn og pabbi nýbúinn að eiga afmæli þá var bara ákveðið að hafa svona kind of "opið hús" á sunnudaginn fyrir vini og ættingja... þannig að þið sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomin að kíkja í kaffi og með því á sunnudaginn... the more the merrier :)
Ohh haldiði ekki að blessuðu kanarnir hafi gert mér og Ottó fáranlega ljótann grikk! við erum búin að horfa á lost síðustu fimmtudagskvöld, bara orðið svona thing, en nei nú standa nefnilega yfir einhverjar úrslitakeppnir í hafnarbolta í U.S.A. og ekkert LOST sýnt þar á meðan... nánar tiltekið í þrjár vikur... þannig að ég verð að bíða í tvær vikur í viðbót, sem er náttla bara ekki nógu sniðugt þar sem þetta spennan er alltaf að magnast... en maður verður náttla bara að sætta sig við að þurfa að bíða, lítið annað hægt að gera í stöðunni :)
Heyrði í Völunni minni frá Svíþjóð í gær gegnum skype... snillingur alveg sem fann upp þessa tækni! töluðum náttla í tæpann klukkutíma eins og okkur er nú lagið og hefðum alveg getað talað lengur ef aðstæður hefðu leyft, en það var æðislegt að heyra henni eins og alltaf :) ohh það er svo típiskt, hún kemur 22. des heim og fer líklega 10. jan aftur út og ég náttla fer 27. des út og kem heim 10. jan, þannig að við hittumst lítið sem ekkert þá :´( sem er überleiðinlegt! en við verðum bara að bæta það upp á næsta ári... kannksi maður kíki bara á skvísuna í sverige :)
Annars stefnir allt í ofurrólega helgi hjá mér, sem ég er eiginlega bara nokkuð ánægð með... alveg kominn tími á það :)
Allavega... best að halda áfram að læra eitthvað...
Endilega commentið people!!! ;)
-Auður
sunnudagur, október 23, 2005
Ég sá smá brot úr eurovision 50 ára í gærkvöldi, byrjaði akúrat að horfa þegar Ronan Keating var að syngja, og vá myndarlegur maður! algert augnkonfekt þar á ferð... reyndar soltið fyndið að þetta komi frá mér þar sem ég þoldi hann aldrei þegar hann var sem frægastur með Boyzone, en allavega, þá hefur hann þroskast mjöööög vel í útliti ;) en já, sá úrslitin og var alveg sátt... er reyndar ekki mikil eurovision fan en mér fannst flest lögin þarna fín, sérstaklega þessu í eldri kantinum :)
Núna er ég bara að laga ritgerðina mína, ekki beint það auðveldasta sem ég hef gert um ævina en maður verður bara að reyna gera það sem best :)
Svo er náttla próf á laugardaginn hjá okkur og það mun vera í tölfræði.... ætlum að reyna að hittast og læra undir þetta saman sem er mjög gott, enda finnst mér ég alltaf læra miklu meira þegar maður er í hóp.
Ég var eitthvað að hugsa út í þetta allt saman, og fattaði allt í einu að það er bara rúmlega mánuður eftir í kennslu og stuttu eftir það byrja jólaprófin! ó já... tíminn flýgur svo sannarlega!
Er reyndar rosalega sátt við mína próftöflu, fer í 3 próf, það fyrsta er níunda og það síðasta 17. og við fáum alveg fjóra daga á milli hvers prófs sem er nokkuð gott :)
Jess... en ætli það sé ekki best að halda áfram með ritgerðina...
-Auður ;)
Núna er ég bara að laga ritgerðina mína, ekki beint það auðveldasta sem ég hef gert um ævina en maður verður bara að reyna gera það sem best :)
Svo er náttla próf á laugardaginn hjá okkur og það mun vera í tölfræði.... ætlum að reyna að hittast og læra undir þetta saman sem er mjög gott, enda finnst mér ég alltaf læra miklu meira þegar maður er í hóp.
Ég var eitthvað að hugsa út í þetta allt saman, og fattaði allt í einu að það er bara rúmlega mánuður eftir í kennslu og stuttu eftir það byrja jólaprófin! ó já... tíminn flýgur svo sannarlega!
Er reyndar rosalega sátt við mína próftöflu, fer í 3 próf, það fyrsta er níunda og það síðasta 17. og við fáum alveg fjóra daga á milli hvers prófs sem er nokkuð gott :)
Jess... en ætli það sé ekki best að halda áfram með ritgerðina...
-Auður ;)
föstudagur, október 21, 2005
Þá fer helgin að ganga í garð á ný og planið hjá mér er alveg einstaklega skemmtilegt... já kellan ætlar sko að læra eins og mofo! voða gaman ;) en þetta er bara eins og það verður að vera... er búin að djamma hressilega hingað til og nú verður það aðeins að sitja á hakanum þó miður sé... ok, við Annika erum reyndar að fara í vísindaferð á eftir en ég ætla ekki að enda í einhverju viltu djammi langt fram eftir morgni eins og síðastu helgi... suss! það var reyndar bilað skemmtilegt en maður er nú líka alveg eftir að lifa á því djammi í smá tíma, þannig að ég held nú að ég muni alveg lifa þessa helgi af ;) en nú þegar ég fer að pæla í því þá er próf hjá mér laugardaginn eftir viku, laugardaginn eftir hann og svo á mánudeginum eftir þann laugardag! úff... það þýðir djammfrí í 3 HELGAR!!! ég var nú ekki búin að pæla í því fyrr... ji... er maður eftir að meika það? :S úff... en ætli maður verði ekki bara að meika það, þetta nám er alls ekkert grín og verður maður að leggja sig allan fram við lesturinn þannig að ég verð bara að bíta í það súra og leggja djammið aðeins til hliðar enda kannski kominn tími til, eða hvað?! :D
Annars fór ég á einhvern heildsölu markað í gær með mömmu og Eddu. Þetta var svona snyrtivöru markaður, með öllu helstu vörunum frá Dior, Bourjois, Chanel, Clarins og svo mætti lengja telja, þannig að þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvort Auður hérna hafi ekki verið að fíla sig í tætlur! Allavega, þarna var alveg GOMMA af athyglisverðum vörum, snyrtivörur, krem, hárdót, hárvörur og hárgræjur eins og sléttujárn, ilmvötn, bodylotion, sápur o.fl. Ég náttla eins og ég er í kringum svona vörur, hefði hæglega getað fyllt körfuna sem við vorum með en skynsemin tók völdin og ég ákvað að flokka allt betur þegar ég kæmi að kassanum sem ég gerði, keypti samt alveg slatta, aðeins meira en ég ætlaði en þó ekki nær um því eins og mamma og Edda... þær máttu punga út um 20000 kr á haus! reyndar gátu þær alveg keypt fullt af dóti til að gefa, enda verulega góðar vörur þarna ferð, þannig að þetta var alveg vel þess virði :) en ég er alveg pottþétt eftir að kíkja aftur um helgina, þó að ég sé nú alveg orðin vel birgð í bili, en alltaf hægt að tékka á nýjum vörum sem eru teknar upp reglulega og svona... :D
Edda fær alltaf að vita af einhverjum svona mörkuðum í vinnunni sinni og það er æði enda alltaf gaman að kíkja svona og sjá hvað hægt er að spara mikið og svona, t.d. augnskuggi frá bourjois sem ég keypti á 300 kr þarna, kostar 1239 í hagkaup! tékkaði á því þegar við fórum í hagkaup í gærkvöldi og það hlakkaði sko í manni ... hheheh... tékkaði líka á fleiri vörum og það var alltaf svona mikill munur eða þá meiri! :)
Nú styttist óðum í að ég verði árinu eldri en ég hugsa að ég haldi ekki upp á það í ár... margar ástæður eru fyrir því, en þetta má alveg kalla tímamót því þetta er í fyrsta skipti alla mína lífstíð sem ég held ekki upp á það á einhvern hátt, en allir eru samt auðvitað velkomnir að kíkja til mín þennan merka dag enda tek ég öllum opnum örmum ;)
jæja... ætla að klára að hreinskrifa heimadæmin og fara svo að lesa eitthvað svaka lærdómsríkt!
hafið það ofboðslega gott um helgina, djammið hresslega og takið aukadjamm fyrir mig, og endilega verið í bandi ef ég verð ekki fyrri til ;)
Sjáumst....
-Auður
Annars fór ég á einhvern heildsölu markað í gær með mömmu og Eddu. Þetta var svona snyrtivöru markaður, með öllu helstu vörunum frá Dior, Bourjois, Chanel, Clarins og svo mætti lengja telja, þannig að þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvort Auður hérna hafi ekki verið að fíla sig í tætlur! Allavega, þarna var alveg GOMMA af athyglisverðum vörum, snyrtivörur, krem, hárdót, hárvörur og hárgræjur eins og sléttujárn, ilmvötn, bodylotion, sápur o.fl. Ég náttla eins og ég er í kringum svona vörur, hefði hæglega getað fyllt körfuna sem við vorum með en skynsemin tók völdin og ég ákvað að flokka allt betur þegar ég kæmi að kassanum sem ég gerði, keypti samt alveg slatta, aðeins meira en ég ætlaði en þó ekki nær um því eins og mamma og Edda... þær máttu punga út um 20000 kr á haus! reyndar gátu þær alveg keypt fullt af dóti til að gefa, enda verulega góðar vörur þarna ferð, þannig að þetta var alveg vel þess virði :) en ég er alveg pottþétt eftir að kíkja aftur um helgina, þó að ég sé nú alveg orðin vel birgð í bili, en alltaf hægt að tékka á nýjum vörum sem eru teknar upp reglulega og svona... :D
Edda fær alltaf að vita af einhverjum svona mörkuðum í vinnunni sinni og það er æði enda alltaf gaman að kíkja svona og sjá hvað hægt er að spara mikið og svona, t.d. augnskuggi frá bourjois sem ég keypti á 300 kr þarna, kostar 1239 í hagkaup! tékkaði á því þegar við fórum í hagkaup í gærkvöldi og það hlakkaði sko í manni ... hheheh... tékkaði líka á fleiri vörum og það var alltaf svona mikill munur eða þá meiri! :)
Nú styttist óðum í að ég verði árinu eldri en ég hugsa að ég haldi ekki upp á það í ár... margar ástæður eru fyrir því, en þetta má alveg kalla tímamót því þetta er í fyrsta skipti alla mína lífstíð sem ég held ekki upp á það á einhvern hátt, en allir eru samt auðvitað velkomnir að kíkja til mín þennan merka dag enda tek ég öllum opnum örmum ;)
jæja... ætla að klára að hreinskrifa heimadæmin og fara svo að lesa eitthvað svaka lærdómsríkt!
hafið það ofboðslega gott um helgina, djammið hresslega og takið aukadjamm fyrir mig, og endilega verið í bandi ef ég verð ekki fyrri til ;)
Sjáumst....
-Auður
þriðjudagur, október 18, 2005
mánudagur, október 17, 2005
Mánudagur og rigning er ekki að gera góða hluti... eins og mánudagar eru nú alls ekki mínir uppáhaldsdagar þá verða þeir ennþá leiðinlegri þegar það er ausandi rigning....
Allavega... helgin endaði ekki alveg nógu skynsamlega :( ég sem ætlaði sko aldeilis að læra helling, opnaði varla bók! núna þarf ég virkilega að taka á honum stóra mínum og fara að hella mér í lestur!
Laugardagskvöldið fór í afmælispartí hjá Ella kallinum og var það mjög fínt bara, hitti einmitt Kötlu sem ég hef ekki séð í þónokkurn tíma, en þá kynntust þau úti á spáni í sumar og hafa haldið sambandi síðan... talandi um lítinn heim! en já þetta var semsagt nokkuð gott kvöld, fórum reyndar heim í fyrra lagi eða um 1 en það var alveg passlegt enda var nú alveg tekið hressilega á því kvöldið áður ;)
Annars er það bara lærdómur og meiri lærdómur framundan... og jú kannksi vísindaferð á föstudaginn en við sjáum aðeins til með það ;) heheh...
Allavega... þangað til næst... ciao :*
Allavega... helgin endaði ekki alveg nógu skynsamlega :( ég sem ætlaði sko aldeilis að læra helling, opnaði varla bók! núna þarf ég virkilega að taka á honum stóra mínum og fara að hella mér í lestur!
Laugardagskvöldið fór í afmælispartí hjá Ella kallinum og var það mjög fínt bara, hitti einmitt Kötlu sem ég hef ekki séð í þónokkurn tíma, en þá kynntust þau úti á spáni í sumar og hafa haldið sambandi síðan... talandi um lítinn heim! en já þetta var semsagt nokkuð gott kvöld, fórum reyndar heim í fyrra lagi eða um 1 en það var alveg passlegt enda var nú alveg tekið hressilega á því kvöldið áður ;)
Annars er það bara lærdómur og meiri lærdómur framundan... og jú kannksi vísindaferð á föstudaginn en við sjáum aðeins til með það ;) heheh...
Allavega... þangað til næst... ciao :*
sunnudagur, október 16, 2005
laugardagur, október 15, 2005
Það var alveg sjúklegt stuð í gærkvöldi! :) bara eitt af bestu djömmum sem ég hef farið á, það er alveg bókað mál! myndir komnar inn hér... varð samt batteríslaus þannig að myndirnar eru færri en ég hefði viljað... en allavega... Annika tók líka alveg BÖNS, þannig að kíkið bara á hennar líka ;)
föstudagur, október 14, 2005
Útkoman á Almennu prófinu var ekki alveg sú skemmtilegasta sem ég hefði viljað sjá... meðaleinkunn var 4.6 og er það þriðja hæsta meðaleinkunni í þessu prófi frá 1988, pælið í því, þannig að þetta var talið bara nokkuð gott!! ég var alveg frekar svekkt yfir minni einkunn en maður tekur sig bara á núna og fer að læra almennilega... þýðir ekkert annað ef maður ætlar að massa þetta! ;)
Annars fáum við vonandi bráðum að vita úr ritgerðinni og prófinu sem við tókum í skýringar á hegðun... það verður athyglisvert, svona allavega miðað við fyrsta prófið :D
Það stefnir allt í massa djamm í kvöld... suðræn stemning á Pravda og við Annika og Karó látum ekki eitthvað svoleiðis fara framhjá okkur enda fríar veigar í boði... :P hehehhe... svo verður væntanlega skundað yfir á Hressó en eins og ein viss ung snót sagði, þá er endurkoma heiðars í kvöld... hmm... hver ætli hafi átt þessi fleygu orð :P heheh... en já, það stefnir allt í gott kvöld...
Ætla svo að reyna að læra alveg helling á morgun, vera mega dugleg svona einu sinni... svo er partý hjá Ella annað kvöld þannig að það er alveg nóg að gera um helgina... en það er bara gaman, þá er engin hætta á því að manni fari eitthvað leiðast :D
allavega... kannski best að fara að drífa síg í skólann... sjáumst hress og endilega verið í bandi, þið sem ætlið í bæinn um helgina... og jú auðvitað þið hin líka ;)
Annars fáum við vonandi bráðum að vita úr ritgerðinni og prófinu sem við tókum í skýringar á hegðun... það verður athyglisvert, svona allavega miðað við fyrsta prófið :D
Það stefnir allt í massa djamm í kvöld... suðræn stemning á Pravda og við Annika og Karó látum ekki eitthvað svoleiðis fara framhjá okkur enda fríar veigar í boði... :P hehehhe... svo verður væntanlega skundað yfir á Hressó en eins og ein viss ung snót sagði, þá er endurkoma heiðars í kvöld... hmm... hver ætli hafi átt þessi fleygu orð :P heheh... en já, það stefnir allt í gott kvöld...
Ætla svo að reyna að læra alveg helling á morgun, vera mega dugleg svona einu sinni... svo er partý hjá Ella annað kvöld þannig að það er alveg nóg að gera um helgina... en það er bara gaman, þá er engin hætta á því að manni fari eitthvað leiðast :D
allavega... kannski best að fara að drífa síg í skólann... sjáumst hress og endilega verið í bandi, þið sem ætlið í bæinn um helgina... og jú auðvitað þið hin líka ;)
mánudagur, október 10, 2005
Föstudagurinn var all svakalegur get ég sagt ykkur! fór þarna í einn tíma og hentist svo niður í Odda þar sem við mæting var fyrir í vísindaferðina... Fórum þaðan rúmlega fimm og brunuðum í Mastercard þar sem var tekið rosalega vel á móti okkur, rauðvín, hvítvín eða bara kaldur Carlsberg sem klikkar náttúrlega aldrei, svo fengum við svona pinnamat ;)
Eftir dágóðann tíma og þegar maður var orðin VEL hress var farið á Októberfest og það var alveg einstaklega gaman á þessari hátíð! ekki það að ég muni nærri því allt en það sem mig man eftir var heví stuð! kynntist alveg fullt af fólki enda var ég alveg að standa mig í hressleikanum þar sem alkóhólið var í fyrirrúmi :D
Meðfylgjandi mynd sem er víst bara ein af nokkrum sem lýsir hressleikanum, en mér finnst þetta klikkað töff mynd af Anniku, Palla og mér! ;) held að Karó hafi verið bakvið myndavélina í þetta skiptið :)
Hitti svo Ottó og við fórum bara heim í fyrra laginu enda alveg komið ágætt þetta kvöldið, röltum aðeins niður í bæ í rólegheitunum áður en við héldum heim á leið.
Laugardagurinn rann svo upp í þvílíkri þynku :S fórum svo að sækja bílinn minn og kíktum aðeins í kringluna og svo var bara farið að læra. Kíkti aðeins í smáralindina seinna um daginn og eitthvað, en keypti samt ekkert sérstakt, bara einhverja smáhluti :)
Um kvöldið gerði ég mest lítið enda átti ég eftir að lesa alveg böns fyrir prófið sem var í dag. Þannig að ég var bara að lesa, með GÓÐUM pásum reyndar en las þó :D ég er engan vegin að fýla það að þurfa að lesa á laugardagskvöldum þannig að ég ætla að reyna að skipuleggja mig betur framvegis svo ég sleppi við þá kvöl... heheh.... Sótti svo ottó sem var að spila póker með strákunum, og skutlaði strákunum í bæinn en við ottó fórum svo bara heim eftir eina slice á devitos :D
Svo var bara meiri lestur í gær, kíkti reyndar aðeins út í góða veðrið og skellti mér jú world class sem var heví gott :)
Prófið í dag gekk þannig að ég veit eiginlega ekkert hvernig mér gekk... en það kemur bara í ljós :) svo fáum við einkunnirnar úr almennu prófinu á morgun... ég bíð sko VEL spennt...
en nú eru engin próf eða skilaverkefni í smá tíma þannig að nú getur maður farið að anda aftur... allavega smá, annars ætla ég að reyna að vera dugleg að lesa jafnóðum og reyna að standa mig í þessum lestri :)
Skrifa aftur bráðlega... hafið það gott elskurnar :*
fimmtudagur, október 06, 2005
Maður náði að klára þessa blessuðu ritgerð fyrir deadline á þriðjudaginn, ótrúlegt en satt, kannksi annað mál með gæðin á henni... :D en maður verður bara að sýna stilli sína og bíða róleg eftir einkunn :)
Núna eru það heimadæmi sem standa þarf skil á á morgun en það er nú bara allt í gúddí enda er þvílíkur kraftur í manni þessa dagana þannig að maður er bara búin með þau :)
Hey, já það er vísindaferð hjá mér á morgun, Annika komst ekki á listann :( :( en er samt á biðlista þannig að við krossum fingur... eins gott að einhverjir detti út svo hún komist með!!!! :P heheh... já svo er Októberfest í HÍ annað kvöld.... förum beint úr vísindaferðinni á hana og verður eflaust stuð og fjör þar :)
Hugsa að ég muni ekki djamma mikið á laugardaginn, hann verður ábyggilega tekinn rólega enda er ég að fara í próf á mánudaginn og það er sko nóg að lesa... það er svosem alveg ágætt, þá djammar maður bara tvöfalt á morgun í staðinn ;)
En já... skrifa meira seinna þegar ég hef aðeins meiri tíma :)
Núna eru það heimadæmi sem standa þarf skil á á morgun en það er nú bara allt í gúddí enda er þvílíkur kraftur í manni þessa dagana þannig að maður er bara búin með þau :)
Hey, já það er vísindaferð hjá mér á morgun, Annika komst ekki á listann :( :( en er samt á biðlista þannig að við krossum fingur... eins gott að einhverjir detti út svo hún komist með!!!! :P heheh... já svo er Októberfest í HÍ annað kvöld.... förum beint úr vísindaferðinni á hana og verður eflaust stuð og fjör þar :)
Hugsa að ég muni ekki djamma mikið á laugardaginn, hann verður ábyggilega tekinn rólega enda er ég að fara í próf á mánudaginn og það er sko nóg að lesa... það er svosem alveg ágætt, þá djammar maður bara tvöfalt á morgun í staðinn ;)
En já... skrifa meira seinna þegar ég hef aðeins meiri tíma :)
sunnudagur, október 02, 2005
Þessi helgi hefur eiginlega alveg snúið um lærdóm hjá mér... það var náttúrlega prófið í gær og gékk það svona lala, á mjög erfitt með að reyna að átta mig á hvernig mér gekk... frekar tvísýnt, en það kemur bara í ljós bráðum, óþarfi að vera að stressa sig yfir einhverju svona ;) svo eftir prófið tóku ritgerðarskrif við og náði ég að skrifa eitthvað smá niður... tók mér svo smá pásu og við Ottó skelltum okkur á pizzu á trocadero sem mér fannst by the way alveg gargandi snilld! mæli með þeim :P en já svo horfðum við á Sin City sem er alveg snilldarmynd, mögnuð! Svo var bara farið í háttinn í fyrra lagi svona miðað við laugardagskvöld, ég átti reyndar mjög erfitt að segja nei við djamminu með stelpunum en ákvað að sýna smá metnað í þessa ritgerð sem ég er svo gott sem ekki byrjuð með :S en það verður sko tjúttað næsta föstudag stelpur mínar, ójá ;) en já, svo var bara vaknað í fyrri kantinum eldhress og til í slaginn, og er maður aftur byrjaður á ritgerðarskrifum :) stuð og fjör...! heheh :D
miðvikudagur, september 28, 2005
Það var hringt í mig í gærkvöldi úr einhverju skringilegu númeri og ég náttúrlega bara svaraði en þá kom alveg ótrúlega skrýtið hljóð í símann, svona eins og einhver væri að anda eða blása eða eitthvað... ég skellti bara á enda svaraði enginn mér og fór svo eitthvað að leita hvaðan þetta númer var að hringja og þá var það einhver sem býr í Georgíu! :D eins og ég þekki nú marga þar.... hehehe... ég veit allavega ekkert meira um þetta, örugglega bara skakkt númer... alla leið til Íslands! :D
Nú styttist rækilega í fyrsta prófið sem er núna á laugardaginn... kennarinn var eitthvað að tjá okkur það að meðaleinkuninn úr þessu prófi væri vanalega milli 4 og 5... jájájájá.... einmitt einmitt... mikil huggun í þessu :D en jújú maður stefnir allavega á að ná, þannig að það væri nú kanksi alveg sniðugt að fara að lesa í staðinn fyrir að vera að dúlla sér við eitthvað allt annað... pæling! :)
Nú styttist rækilega í fyrsta prófið sem er núna á laugardaginn... kennarinn var eitthvað að tjá okkur það að meðaleinkuninn úr þessu prófi væri vanalega milli 4 og 5... jájájájá.... einmitt einmitt... mikil huggun í þessu :D en jújú maður stefnir allavega á að ná, þannig að það væri nú kanksi alveg sniðugt að fara að lesa í staðinn fyrir að vera að dúlla sér við eitthvað allt annað... pæling! :)
mánudagur, september 26, 2005
Ég var víst klukkuð af Anniku og þó ég sé ekkert inní þessu klukkdóti skilst mér að ég eigi að skrifa 5 punkta um mig.
1) Ég er óð í skó, töskur, fylgihluti og snyrtidót og jú, reyndar föt líka...já semsagt bara almennt óð í allt flott sem hægt er að kaupa og nota :D passa mig samt alveg á því að eyða ekki af fingrum fram enda verður maður að passa uppá budduna þegar maður er á fullu í skóla.
2) Ég er alger fiskiæta. Love all fish. Tengist kannski því að pabbi er sjómaður og maður alinn upp við mikið fiskiát. Hef reyndar aldrei smakkað sushi og hef eiginlega bara enga löngun til þess.
3) Fyrir utan að hafa búið í Danmörku í fjögur ár hef ég komið til Svíþjóðar, Noregur, Hollands, Þýskalands, Tékklands og Austurríki sem er by the way æðislegt land :) ég hef aldrei komið til sólarlanda en það stendur nú til að bæta úr því núna í lok desember en þá er stefnan tekin á Kanarí :)
4) Ég er orðin rosalega háð símanum mínum og gæti ekki alveg hugsað mér hvernig dagurinn væri án hans. Hafði átt nokia síma í 6 ár þangað til í fyrra þegar ég ákvað að breyta aðeins til og skellti mér á Sony Ericsson sem hefur ekki staðið sig eins vel og hinir. Ég er með frelsisreikning því ég taldi mér trú um þá væri auðveldara að stjórna hvað maður talar fyrir mikið á mánuði, en það hefur í rauninni engu breytt fyrir mig. Er nefnilega ansi dugleg að bæta á inneign enda orðið svo einfalt og þægilegt með tilkomu heimabanka ;) heheh... en ég er samt búin að ákveða að minnka þetta aðeins enda getur ekki verið hollt að vera svona háður einum síma :)
5) Ég dýrka Ottó, alla helstu vini mína og familíuna mína ótrúlega mikið. Þið eruð öll algerir demantar sem ég ætti að knúsa og dásama miklu oftar en ég geri :* en þið vitið samt alveg hvað mér þykir vænt um ykkur og það er nú fyrir mestu ;)
Núna ætla ég að klukka Völu, Karó, Láka, Völu Rún og Hildi Sif ... þið elskið mig eflaust útaf lífinu núna fyrir að klukka ykkur... :D híhíhí
Ætla að prófa að hafa svona commenta kerfi og sjá hvort einhver þorir að skrifa... annars tek ég þetta bara aftur út... en endilega commentið ;)
1) Ég er óð í skó, töskur, fylgihluti og snyrtidót og jú, reyndar föt líka...já semsagt bara almennt óð í allt flott sem hægt er að kaupa og nota :D passa mig samt alveg á því að eyða ekki af fingrum fram enda verður maður að passa uppá budduna þegar maður er á fullu í skóla.
2) Ég er alger fiskiæta. Love all fish. Tengist kannski því að pabbi er sjómaður og maður alinn upp við mikið fiskiát. Hef reyndar aldrei smakkað sushi og hef eiginlega bara enga löngun til þess.
3) Fyrir utan að hafa búið í Danmörku í fjögur ár hef ég komið til Svíþjóðar, Noregur, Hollands, Þýskalands, Tékklands og Austurríki sem er by the way æðislegt land :) ég hef aldrei komið til sólarlanda en það stendur nú til að bæta úr því núna í lok desember en þá er stefnan tekin á Kanarí :)
4) Ég er orðin rosalega háð símanum mínum og gæti ekki alveg hugsað mér hvernig dagurinn væri án hans. Hafði átt nokia síma í 6 ár þangað til í fyrra þegar ég ákvað að breyta aðeins til og skellti mér á Sony Ericsson sem hefur ekki staðið sig eins vel og hinir. Ég er með frelsisreikning því ég taldi mér trú um þá væri auðveldara að stjórna hvað maður talar fyrir mikið á mánuði, en það hefur í rauninni engu breytt fyrir mig. Er nefnilega ansi dugleg að bæta á inneign enda orðið svo einfalt og þægilegt með tilkomu heimabanka ;) heheh... en ég er samt búin að ákveða að minnka þetta aðeins enda getur ekki verið hollt að vera svona háður einum síma :)
5) Ég dýrka Ottó, alla helstu vini mína og familíuna mína ótrúlega mikið. Þið eruð öll algerir demantar sem ég ætti að knúsa og dásama miklu oftar en ég geri :* en þið vitið samt alveg hvað mér þykir vænt um ykkur og það er nú fyrir mestu ;)
Núna ætla ég að klukka Völu, Karó, Láka, Völu Rún og Hildi Sif ... þið elskið mig eflaust útaf lífinu núna fyrir að klukka ykkur... :D híhíhí
Ætla að prófa að hafa svona commenta kerfi og sjá hvort einhver þorir að skrifa... annars tek ég þetta bara aftur út... en endilega commentið ;)
föstudagur, september 23, 2005
DÍSÚS!!!!! fyrsti LOST þátturinn var sýndur í USA í fyrradag og við Ottó horfðum á hann í gær og maður er bara algerlega lost! Eftir þennan þátt vakna þvílíkar spurningar og maður veit bara ekkert í sinn haus lengur... Magnaður þáttur, ekkert smá spennandi og ég á erfitt með að þurfa að bíða í viku eftir næsta :D vil bara fá að sjá þá alla í einu þess vegna... heheh... en já, þannig að þið lost fans hafið eitthvað mikið til að hlakka til ... segi ekki meir :P
Fór til tannsa í morgun og er með alveg einstaklega fínar og glansandi tennur núna :D þetta var bara almenn skoðun, eitthvað púss og svo var hún að hreinsa tannsteinana og tók reyndar eina mynd en þetta mun ég hafa borgað tæplega 8000 kr fyrir takk fyrir! jebbs... held að ég hafi verið undir korteri þarna inni... fáranlegt hvað allt svona er dýrt í dag, en það er lítið sem maður getur gert í því þannig að maður verður bara að borga og brosa ef maður er að þiggja þessa þjónustu á annað borð... :)
Fór til tannsa í morgun og er með alveg einstaklega fínar og glansandi tennur núna :D þetta var bara almenn skoðun, eitthvað púss og svo var hún að hreinsa tannsteinana og tók reyndar eina mynd en þetta mun ég hafa borgað tæplega 8000 kr fyrir takk fyrir! jebbs... held að ég hafi verið undir korteri þarna inni... fáranlegt hvað allt svona er dýrt í dag, en það er lítið sem maður getur gert í því þannig að maður verður bara að borga og brosa ef maður er að þiggja þessa þjónustu á annað borð... :)
fimmtudagur, september 22, 2005
Við Annika og Karó fórum á Michael Bolton í gærkvöldi og ég sver það, við héldum varla vatni! :D Ekki nóg með að hann sé með óviðjafnalega fallega rödd þá er hann bara æði þessi maður! Við fórum þangað og áttum svo sannarlega ekki von á þetta yrði svona æðislegt, ég er að segja ykkur það, strax í fyrsta laginu fengum við gæsahúð og framhaldið var sko alls ekki síðra :) Hann tók flest hittin sín sem maður kannaðist alveg við og gátum við raulað með flestum lögunum og það gerði stemninguna ennþá betri. Mér finnst svo fyndið að þessi maður sem margir segja algeran vælukjóa, hafi verið í rokkhljómsveit í den :D en það er alveg þvílíkur kraftur í röddinni hans þannig að hann getur ábyggilega sungið hvað sem er og það yrði mega flott :D allavega... mjög góðir tónleikar ;)
Fyrsta prófið mitt verður á laugardaginn eftir viku og það er í almennu sálfræðinni... Mér finnst tíminn hafa flogið síðan við byrjuðum í skólanum og það er ekkert voðalega gott. Ég verð að aðeins að hraða á lestrinum í almennunni ef ég á að ná þessu prófi þannig að ég býst við rólegum dögum framað þessu prófi. Svo koma reyndar tvö próf í vikunni eftir þetta en ég er betur stödd í þeim fögum lestrarlega séð þannig að ég er eiginlega alveg róleg fyrir þau, allavega ennþá :D híhí..
Svo er vísindaferð 7. okt. og tókum við Annika sko enga sénsa núna í þetta skiptið og skráðum okkur um leið og skráning hófst... heheh algerir nöllar ;) en já, þessi vísindaferð er í mastercard og verður ábyggilega mega stuð... enda fínn dagur, fyrstu hlutaprófin nýbúin og svona :)
Skrifa meira seinna.... bæ í bili kjútís ;*
Fyrsta prófið mitt verður á laugardaginn eftir viku og það er í almennu sálfræðinni... Mér finnst tíminn hafa flogið síðan við byrjuðum í skólanum og það er ekkert voðalega gott. Ég verð að aðeins að hraða á lestrinum í almennunni ef ég á að ná þessu prófi þannig að ég býst við rólegum dögum framað þessu prófi. Svo koma reyndar tvö próf í vikunni eftir þetta en ég er betur stödd í þeim fögum lestrarlega séð þannig að ég er eiginlega alveg róleg fyrir þau, allavega ennþá :D híhí..
Svo er vísindaferð 7. okt. og tókum við Annika sko enga sénsa núna í þetta skiptið og skráðum okkur um leið og skráning hófst... heheh algerir nöllar ;) en já, þessi vísindaferð er í mastercard og verður ábyggilega mega stuð... enda fínn dagur, fyrstu hlutaprófin nýbúin og svona :)
Skrifa meira seinna.... bæ í bili kjútís ;*
sunnudagur, september 18, 2005
Jæja þá er helgin búin og var hún alveg frekar fljót að líða... en eins og sagt er, time flies when you're having fun! og það passar yfirleitt voða vel :) Ég á yndislegasta kærasta sem hægt er að hugsa sér! Varð bara að koma því að ;) Við ætluðum að fara út að borða og eitthvað svoleiðis í gær, svona í tilefni dagsins en það breyttist aðeins og Ottó þessi elska ákvað að koma mér bara verulega á óvart í staðinn... Tókum svo bara spólu og höfðum það kósí þó að þessi mynd hafi ekki alveg verið að gera góða hluti :D en já, æðislegt kvöld! :)
Planið var hjá okkur Anniku á föstudaginn að fara í okkar fyrstu vísindaferð en þar sem það var takmarkaður fjöldi sem komst með, þá þurfum við að bíða eftir næstu... Pælið samt í rugli, í svona stórri deild eins og sálfræðin er, þá voru bara 20 manns sem komust með, ekki alveg að gera sig! en við förum með í þá næstu ;)
Ég er alveg yfir mig ástfangin af nýju fartölvunni minni... það var sko bara love at first sight get ég sagt ykkur :D hún er bara æði... alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem hægt er að gera í henni og svo er netið komið í lag niðrí skóla þannig að þetta er allt gera sig ;)
Hey já svo er komin ný myndasíða... tvö albúm eru komin... geri fleiri við tækifæri :)
Farin aftur í lærdóm... sjáumst :*
Planið var hjá okkur Anniku á föstudaginn að fara í okkar fyrstu vísindaferð en þar sem það var takmarkaður fjöldi sem komst með, þá þurfum við að bíða eftir næstu... Pælið samt í rugli, í svona stórri deild eins og sálfræðin er, þá voru bara 20 manns sem komust með, ekki alveg að gera sig! en við förum með í þá næstu ;)
Ég er alveg yfir mig ástfangin af nýju fartölvunni minni... það var sko bara love at first sight get ég sagt ykkur :D hún er bara æði... alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem hægt er að gera í henni og svo er netið komið í lag niðrí skóla þannig að þetta er allt gera sig ;)
Hey já svo er komin ný myndasíða... tvö albúm eru komin... geri fleiri við tækifæri :)
Farin aftur í lærdóm... sjáumst :*
fimmtudagur, september 15, 2005
Á nokkrum dögum er ég búin að fara tvisvar í bíó takk fyrir... og það er alveg frekar mikið þar sem ég fer nú ekki það oft í bíó! allavega á sunnudaginn fórum við að sjá strákana okkar sem var nú alveg þokkaleg bara, mörg atriði sem hægt var að hlæja yfir og svo önnur atriði sem voru ekki alveg að gera eins góða hluti.... þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég er að tala um :D heheh
Já og svo í gær vann vinur Ottó nokkra miða á the 40 year old virgin, einhver sérstök FM sýning, og vá erum við að tala um fyndna mynd eða hvað?!?! :D það liggur við að maður sé með harðsperrur í maganum því maður hló svo mikið, mæli pottþétt með henni enda frábær gamanmynd þar á ferð!
Svo er saumaklúbbur í kvöld og í þetta skiptið verður hann í boði Ásrúnar og verður það væntanlega rosalega gaman, á nú ekki von á öðru, vona bara að flestar sjái sér fært um að koma :)
Ég er að búa til nýja myndasíðu með nýju/nýlegum myndum þannig að bíðið spennt ;) ég er samt búin að vera ritskoða myndirnar mínar sem ég ætla að setja inn á, enda ekki annað hægt í sumum tilfellum! :D heheh... en ég er enn að vinna í þessu, er mikið að velta fyrir mér hverjar ég á nú að setja inná... en það kemur nú í ljós innan tíðar :)
Jæja heimadæmin kalla.... see ya :*
Já og svo í gær vann vinur Ottó nokkra miða á the 40 year old virgin, einhver sérstök FM sýning, og vá erum við að tala um fyndna mynd eða hvað?!?! :D það liggur við að maður sé með harðsperrur í maganum því maður hló svo mikið, mæli pottþétt með henni enda frábær gamanmynd þar á ferð!
Svo er saumaklúbbur í kvöld og í þetta skiptið verður hann í boði Ásrúnar og verður það væntanlega rosalega gaman, á nú ekki von á öðru, vona bara að flestar sjái sér fært um að koma :)
Ég er að búa til nýja myndasíðu með nýju/nýlegum myndum þannig að bíðið spennt ;) ég er samt búin að vera ritskoða myndirnar mínar sem ég ætla að setja inn á, enda ekki annað hægt í sumum tilfellum! :D heheh... en ég er enn að vinna í þessu, er mikið að velta fyrir mér hverjar ég á nú að setja inná... en það kemur nú í ljós innan tíðar :)
Jæja heimadæmin kalla.... see ya :*
mánudagur, september 12, 2005
Ég er að skrifa úr nýju sætu tölvunni minni! jei ;) ég er semsagt búin að kaupa mér eitt stykki laptop... HP varð fyrir valinu, fékk tösku og eitthvað voðalegt forrit frítt með :D Dró Ottó greyið með mér í þynnkunni á laugardaginn að versla og endaði með að kaupa tölvu... og líst mér svona líka alveg ljómandi vel á hana. Er svo búin að vera að dunda mér við að flytja allt dótið mitt úr hinni tölvunni, búin að flytja myndirnar og alla tónlistina yfir í þessa nýju, samt er alveg nóg eftir. En ég klára það bara í rólegheitunum :)
Skólinn er náttúrlega búinn að vera alveg á fullu hjá manni síðan hann byrjaði og er alveg nóg að gera þar skal ég segja ykkur. Svo var ég voða dugleg og fór að vinna þrisvar í síðustu viku en aftur á móti sé ég ekki fram á að komast í vinnuna í þessari viku þannig að ég er fegin að ég komst allavega þrjú kvöld í síðustu viku.
Helgin hjá mér var rosalega fín. Ottó beibí átti afmæli á föstudaginn og var boðið í mat þar um kvöldið og það var rosalega huggulegt. Svo fór Ottó að hitta strákana og ég fór og hitti Anniku á Pravda þar sem nýnemadjamm sálfræðinema var og við skutlurnar ákváðu að skella þessu öllu uppí kæruleysi og hrynja bara allhressilega í það :D við tókum semsagt VEL á því þarna um kvöldið og skemmtum okkur alveg konunglega og enduðum of course á Hressó, hvar annars?! Ætlaði að hitta Völu þarna um kvöldið en skvísan sú slasaði sig á Glaumbar rétt áður en hún ætlaði að koma yfir á Hressó, þannig að ég hitti hana ekki heldur þetta kvöld :( en við förum að bæta úr því :)
Laugardagskvöldið var svo bara tekið í leti enda fólk enn að jafna sig á kvöldinu áður! :D hehehe
Geitunga kvikindi tók upp á því að stinga mig allsvakalega í gær og held ég að ég hafi aldrei upplifað annan eins sársauka! Ég lýg því ekki að þetta var svo sárt að ég grét! og ég sem taldi mig þola allt en greinilega ekki... Svo fórum við Ottó eitthvað að reyna að ná broddinum út en það gekk ekki enda enginn sjáanlegur broddur og svo lásum við að það mætti alls ekki gera því þá myndi eitrið bara fara lengra inn!! Núna er ég svo með blátt mar á hendinni... smart! :D
Jæja, best að fara að gera eitthvað að viti ;)
Skólinn er náttúrlega búinn að vera alveg á fullu hjá manni síðan hann byrjaði og er alveg nóg að gera þar skal ég segja ykkur. Svo var ég voða dugleg og fór að vinna þrisvar í síðustu viku en aftur á móti sé ég ekki fram á að komast í vinnuna í þessari viku þannig að ég er fegin að ég komst allavega þrjú kvöld í síðustu viku.
Helgin hjá mér var rosalega fín. Ottó beibí átti afmæli á föstudaginn og var boðið í mat þar um kvöldið og það var rosalega huggulegt. Svo fór Ottó að hitta strákana og ég fór og hitti Anniku á Pravda þar sem nýnemadjamm sálfræðinema var og við skutlurnar ákváðu að skella þessu öllu uppí kæruleysi og hrynja bara allhressilega í það :D við tókum semsagt VEL á því þarna um kvöldið og skemmtum okkur alveg konunglega og enduðum of course á Hressó, hvar annars?! Ætlaði að hitta Völu þarna um kvöldið en skvísan sú slasaði sig á Glaumbar rétt áður en hún ætlaði að koma yfir á Hressó, þannig að ég hitti hana ekki heldur þetta kvöld :( en við förum að bæta úr því :)
Laugardagskvöldið var svo bara tekið í leti enda fólk enn að jafna sig á kvöldinu áður! :D hehehe
Geitunga kvikindi tók upp á því að stinga mig allsvakalega í gær og held ég að ég hafi aldrei upplifað annan eins sársauka! Ég lýg því ekki að þetta var svo sárt að ég grét! og ég sem taldi mig þola allt en greinilega ekki... Svo fórum við Ottó eitthvað að reyna að ná broddinum út en það gekk ekki enda enginn sjáanlegur broddur og svo lásum við að það mætti alls ekki gera því þá myndi eitrið bara fara lengra inn!! Núna er ég svo með blátt mar á hendinni... smart! :D
Jæja, best að fara að gera eitthvað að viti ;)
sunnudagur, september 04, 2005
Enn og aftur er búið að breyta stundaskránni minni, núna verðum við líka í einum tíma í Árnagarði en ekki í öllu í Háskólabíó eins og til stóð. Og núna er um við líka alla daga til 17:15 nema fimmtudaga en þá er engin skóli. Þó við séum svona lengi í skólanum þá er okkur það víst engin vorkun þar sem flestir dagarnir byrja seint eða oftast um 14:40. Þannig að þetta gæti nú alveg verið verra bíst ég við :) Annars er maður búin að mæta í tvo tíma og leggst þetta bara afskaplega vel í mig, geri náttúrlega ráð fyrir ótrúlega miklum lestri en það fylgir auðvitað bara flestu háskólanámi og er það bara gott fyrir mig held ég.
Svo er ég mikið að pæla í að skella mér á fartölvu, er búin að skoða held ég flestallar á markaðnum og verð bara heillaðri og heillaðri með hverri tölvunni. Þannig að það er líklega næst á dagskrá hjá mér að fá mér eitt stykki svoleiðis. Stóra spurningin er bara hvernig og hvaða merki maður á að kaupa sér, það er náttúrlega svo rosalega mikið úrval af fartölvum og það er ekki alveg til að auðvelda manni valið :D
Magnað hvað er erfitt að byrja aftur að lesa eftir svona langa pásu. Einbeitingin er svo góð sem engin enda er ég ekkert búin að lesa skólabækur síðan nóvember á síðasta ári og er ég ekki alveg frá því að maður sé dottin úr lestrargírnum. Þetta verður vonandi fljótt að koma hjá mér, verð bara að vera hörð við sjálfa mig og bara gjör og svo vel að lesa, flóknara er það ekki :D
Svo er ég mikið að pæla í að skella mér á fartölvu, er búin að skoða held ég flestallar á markaðnum og verð bara heillaðri og heillaðri með hverri tölvunni. Þannig að það er líklega næst á dagskrá hjá mér að fá mér eitt stykki svoleiðis. Stóra spurningin er bara hvernig og hvaða merki maður á að kaupa sér, það er náttúrlega svo rosalega mikið úrval af fartölvum og það er ekki alveg til að auðvelda manni valið :D
Magnað hvað er erfitt að byrja aftur að lesa eftir svona langa pásu. Einbeitingin er svo góð sem engin enda er ég ekkert búin að lesa skólabækur síðan nóvember á síðasta ári og er ég ekki alveg frá því að maður sé dottin úr lestrargírnum. Þetta verður vonandi fljótt að koma hjá mér, verð bara að vera hörð við sjálfa mig og bara gjör og svo vel að lesa, flóknara er það ekki :D
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
Þá er ég hætt að vinna á leikskólanum og var alveg afskaplega erfitt að hætta en maður er nú eftir að kíkja í heimsókn svona annars slagið :) annað bara ekki hægt! en já ég hætti á föstudaginn og er bara búin að vera í fríi í dag og í gær eins og Ottó. Á morgun er ég eiginlega líka í fríi en það er samt nýnema kynning í háskólanum um þrjú og ætli maður kíki ekki þangað :) svo byrjar skólinn bara á fimmtudag og er það mjög spennandi sko.
Það var kíkt í bæinn á um helgina eins og vanalega bara og var það bara heví gaman. Hitti einmitt gamlan vin sem verður bara yndislegri með hverju árinu. Ég er að segja ykkur að hann er sko eftir að vinna Herra Ísland einn daginn, einn með allann pakkann sko!!! Talandi fulkominn strák ;)
Annars er maður örugglega eftir að fækka bæjarferðunum smá núna þegar skólinn byrjar, þýðir ekkert annað en að stunda námið sitt samviskusamlega :D og svo er maður líka að fara út um jólin þannig að maður þarf líka að spara.
En já, ég er semsagt að fara út um jólin, eða reyndar ekki um jólin, við Ottó förum 27. des og komum svo aftur 10. jan. Það verður frábært að komast smá út og ennþá meiri plús að það sé til Kanarí! strax komin spenna í mannskapinn en maður verður víst bara að bíða rólega :D
jæja... er að hugsa um að drífa mig í að klára tiltektina hérna...
sjáumst honeybuns! ;)
Það var kíkt í bæinn á um helgina eins og vanalega bara og var það bara heví gaman. Hitti einmitt gamlan vin sem verður bara yndislegri með hverju árinu. Ég er að segja ykkur að hann er sko eftir að vinna Herra Ísland einn daginn, einn með allann pakkann sko!!! Talandi fulkominn strák ;)
Annars er maður örugglega eftir að fækka bæjarferðunum smá núna þegar skólinn byrjar, þýðir ekkert annað en að stunda námið sitt samviskusamlega :D og svo er maður líka að fara út um jólin þannig að maður þarf líka að spara.
En já, ég er semsagt að fara út um jólin, eða reyndar ekki um jólin, við Ottó förum 27. des og komum svo aftur 10. jan. Það verður frábært að komast smá út og ennþá meiri plús að það sé til Kanarí! strax komin spenna í mannskapinn en maður verður víst bara að bíða rólega :D
jæja... er að hugsa um að drífa mig í að klára tiltektina hérna...
sjáumst honeybuns! ;)
laugardagur, ágúst 13, 2005
Ég var búin að skrifa frekar ítarlegt blogg um verslunarmannahelgina um daginn en það eyddist út þannig að ég nenni ekki fara neitt útí details aftur... maður gæti alveg skrifað heila ritgerð um þá stuðferð!!! ;) en það var allavega ROSALEGA gaman eins og yfirleitt alltaf...
Svo er maður byrjaður að vinna aftur á leikskólanum aftur, bara tvær vikur eftir :( þetta er svo hrottalega fljótt að líða að dagarnir fljúga alveg frá manni án þess að maður taki eftir því sko... en já ég er semsagt að fara að hætta þar hvað á hverju eins og margir aðrir þarna og tek þarna 3 daga í frí, svona rétt fyrir skólann, 5 ef helgin er tekin með... mér finnst frekar þægilegt að fá allavega smá break þó það verði ekki meira en þessir nokkrir dagar.
Heyrðu já, á þriðjudaginn kíktum við Karó á tónleikana með Bobby Mcferrin, klikkað stuð sko, þetta var alveg rosalega gaman miðað við það að við vissum eiginlega ekki við hverju við áttum að búast... Auðvitað lenti ég nú í kallinum, það er alveg með ólíkindum hvað ég lendi alltaf í einhverju svona, allavega þá fór gaurinn eitthvað að flakka á milli fólks í salnum og tók einn og einn fyrir og þeir áttu semsagt að herma eftir honum í míkrafónin, raula einhverja melodíu eins og hann... það voru heilar fjórar!! manneskjur af öllu fólkinu í stóra salnum í Háskólabíó sem lentu í þessu og að sjálfsögðu var ég ein af þeim! alltaf er maður jafn heppin ha?! :D hahah! alveg típiskt samt fyrir mig að lenda í einhverju svona... ég var alveg í sviðsljósinu í smá tíma, við erum að tala um að ég var svona 5 cm frá þessum merka manni, ég er nánast bara celebrity ;) svo var ljósunum bara beint á mann og allir að snúa sér við og njóta þessarar undurfögru söngkunnáttu mína :D hehehe! þetta var samt súper gaman og maðurinn er bara snillingur, heví hress náungi!
Gærkvöldið var svo bara tekið rólega, Ottó átti eitthvað gjafarbréf á golf æfingarsvæðið í grafarholti og við fórum og Ottó lét mig mig fá helminginn af kúlunum sem hann fékk þannig að ég náði alveg að æfa mig á fullu... ég er alveg farin að fíla golf í tætlur get ég sagt ykkur, þetta er alveg massa gaman eftir því sem maður fer oftar og oftar að æfa sig og náttúrlega ekki verra að hafa reynslubolta sem kann þetta uppá 10 að kenna manni... þá gerir maður þetta allavega pottþétt rétt :D
Í kvöld er svo stefnan sett á eitthvað djamm enda langt síðan maður hefur kíkt eitthvað í bæinn... Þar sem Valan mín er nú að fara að yfirgefa mig *snökt snökt* þá verður maður nú að taka eitt almennilegt lokadjamm með henni áður en hún fer... svo flýgur hún á föstudaginn á vit ævintýrana eða nánar tiltekið til Svíþjóðar og verður þetta ábyggilega klikkuð lífsreynsla fyrir hana og þó að ég mér finnist hræðilegt að vera að missa hana út þá er ég náttúrlega rosalega ánægð fyrir hennar hönd að hún komst inní skólann :)
Ég er að pæla í að horfa á einn þátt í viðbót af o.c. áður en ég fer að finna mig til á djammið... ég er alveg orðin húkkt á þetta, fékk sko lánaðan disk með annari seríu af o.c., sem á að byrja að sýna hérna í haust, og ég get nánast ekki stoppað eftir einn þátt... er búin að taka þetta núna í hálfgerðu maraþoni :D heheh!
En já, ég er semsagt þotin... ;)
Svo er maður byrjaður að vinna aftur á leikskólanum aftur, bara tvær vikur eftir :( þetta er svo hrottalega fljótt að líða að dagarnir fljúga alveg frá manni án þess að maður taki eftir því sko... en já ég er semsagt að fara að hætta þar hvað á hverju eins og margir aðrir þarna og tek þarna 3 daga í frí, svona rétt fyrir skólann, 5 ef helgin er tekin með... mér finnst frekar þægilegt að fá allavega smá break þó það verði ekki meira en þessir nokkrir dagar.
Heyrðu já, á þriðjudaginn kíktum við Karó á tónleikana með Bobby Mcferrin, klikkað stuð sko, þetta var alveg rosalega gaman miðað við það að við vissum eiginlega ekki við hverju við áttum að búast... Auðvitað lenti ég nú í kallinum, það er alveg með ólíkindum hvað ég lendi alltaf í einhverju svona, allavega þá fór gaurinn eitthvað að flakka á milli fólks í salnum og tók einn og einn fyrir og þeir áttu semsagt að herma eftir honum í míkrafónin, raula einhverja melodíu eins og hann... það voru heilar fjórar!! manneskjur af öllu fólkinu í stóra salnum í Háskólabíó sem lentu í þessu og að sjálfsögðu var ég ein af þeim! alltaf er maður jafn heppin ha?! :D hahah! alveg típiskt samt fyrir mig að lenda í einhverju svona... ég var alveg í sviðsljósinu í smá tíma, við erum að tala um að ég var svona 5 cm frá þessum merka manni, ég er nánast bara celebrity ;) svo var ljósunum bara beint á mann og allir að snúa sér við og njóta þessarar undurfögru söngkunnáttu mína :D hehehe! þetta var samt súper gaman og maðurinn er bara snillingur, heví hress náungi!
Gærkvöldið var svo bara tekið rólega, Ottó átti eitthvað gjafarbréf á golf æfingarsvæðið í grafarholti og við fórum og Ottó lét mig mig fá helminginn af kúlunum sem hann fékk þannig að ég náði alveg að æfa mig á fullu... ég er alveg farin að fíla golf í tætlur get ég sagt ykkur, þetta er alveg massa gaman eftir því sem maður fer oftar og oftar að æfa sig og náttúrlega ekki verra að hafa reynslubolta sem kann þetta uppá 10 að kenna manni... þá gerir maður þetta allavega pottþétt rétt :D
Í kvöld er svo stefnan sett á eitthvað djamm enda langt síðan maður hefur kíkt eitthvað í bæinn... Þar sem Valan mín er nú að fara að yfirgefa mig *snökt snökt* þá verður maður nú að taka eitt almennilegt lokadjamm með henni áður en hún fer... svo flýgur hún á föstudaginn á vit ævintýrana eða nánar tiltekið til Svíþjóðar og verður þetta ábyggilega klikkuð lífsreynsla fyrir hana og þó að ég mér finnist hræðilegt að vera að missa hana út þá er ég náttúrlega rosalega ánægð fyrir hennar hönd að hún komst inní skólann :)
Ég er að pæla í að horfa á einn þátt í viðbót af o.c. áður en ég fer að finna mig til á djammið... ég er alveg orðin húkkt á þetta, fékk sko lánaðan disk með annari seríu af o.c., sem á að byrja að sýna hérna í haust, og ég get nánast ekki stoppað eftir einn þátt... er búin að taka þetta núna í hálfgerðu maraþoni :D heheh!
En já, ég er semsagt þotin... ;)
miðvikudagur, júlí 27, 2005
Jæja þá er kominn miðvikudagur og margt að gerast hjá manni þó maður sé í sumarfríi. Er bara búin að njóta þess að vera úti í sólinni, enda annað ekki hægt þegar við fáum svona frábært veður.
- Við Annika vorum að standa okkur massa vel í útiverunni í gær, ekki spurning! :D Byrjuðum á að fara í Nauthólsvíkina en stoppuðum stutt þar og kíktum frekar á laugarveginn þar sem við fengum okkur eitthvað í gogginn og svo vorum við bara að skoða hitt og þetta, voða lítið keypt enda báðar að bíða eftir mánaðarmótunum ;) fórum svo í menninguna á austurvöll og höfðum það bara rosalega fínt í sólinni :)
- Við Ottó kíktum svo aðeins í golf í gærkvöldi, hann var nú mestmegnis að kenna mér almennilega á þetta aftur, svo langt síðan við fórum síðast en þetta var rosalega huggulegt :)
- Villi bróðir kemur frá Danmörku í kvöld og stoppar hér á landi til 8 ágúst ef ég man rétt. Það verður stuð að hafa hann hérna enda alltaf gaman þegar hann er í heimsókn.
- Eyjar á morgun! Herjólfur fer frá Þorlákshöfn um hálf átta annað kvöld og þá verður ekki aftur snúið! Það verður bókað stuð hjá okkur stuðboltunum alla helgina ;) hefði samt verið ennþá skemmtilegra að hafa kallinn með sér en það er alveg skiljanlegt að hann komist ekki með þannig að það verður bara að bíða betri tíma. Vonandi að hann nái að skemmta sér eitthvað hérna í bænum milli þess að hann sé að lesa :)
- Leikskólinn opnar aftur á þriðjudaginn og hlakkar mig bara til að hitta krakkana aftur enda eru þau öll svo æðisleg :) leiðinlegt að maður sé að fara að hætta þarna eftir minna en mánuð :( en maður veðrur bara að vera duglegur að kíkja í heimsókn og heilsa uppá krílin svo þau gleymi manni nú ekki alveg strax :D
- Skólinn byrjar svo eftir tæplega mánuð og er ég alveg orðin þokkalega spennt! Við Annika ætlum sko að massa þessa sálfræði og taka hana með trompi! Þokkalega baby! ;)
allavega... heyri vonandi í sem flestum um helgina! þið bara hafið það gott, hvert sem þið eruð að fara ;)
*ciao*
- Við Annika vorum að standa okkur massa vel í útiverunni í gær, ekki spurning! :D Byrjuðum á að fara í Nauthólsvíkina en stoppuðum stutt þar og kíktum frekar á laugarveginn þar sem við fengum okkur eitthvað í gogginn og svo vorum við bara að skoða hitt og þetta, voða lítið keypt enda báðar að bíða eftir mánaðarmótunum ;) fórum svo í menninguna á austurvöll og höfðum það bara rosalega fínt í sólinni :)
- Við Ottó kíktum svo aðeins í golf í gærkvöldi, hann var nú mestmegnis að kenna mér almennilega á þetta aftur, svo langt síðan við fórum síðast en þetta var rosalega huggulegt :)
- Villi bróðir kemur frá Danmörku í kvöld og stoppar hér á landi til 8 ágúst ef ég man rétt. Það verður stuð að hafa hann hérna enda alltaf gaman þegar hann er í heimsókn.
- Eyjar á morgun! Herjólfur fer frá Þorlákshöfn um hálf átta annað kvöld og þá verður ekki aftur snúið! Það verður bókað stuð hjá okkur stuðboltunum alla helgina ;) hefði samt verið ennþá skemmtilegra að hafa kallinn með sér en það er alveg skiljanlegt að hann komist ekki með þannig að það verður bara að bíða betri tíma. Vonandi að hann nái að skemmta sér eitthvað hérna í bænum milli þess að hann sé að lesa :)
- Leikskólinn opnar aftur á þriðjudaginn og hlakkar mig bara til að hitta krakkana aftur enda eru þau öll svo æðisleg :) leiðinlegt að maður sé að fara að hætta þarna eftir minna en mánuð :( en maður veðrur bara að vera duglegur að kíkja í heimsókn og heilsa uppá krílin svo þau gleymi manni nú ekki alveg strax :D
- Skólinn byrjar svo eftir tæplega mánuð og er ég alveg orðin þokkalega spennt! Við Annika ætlum sko að massa þessa sálfræði og taka hana með trompi! Þokkalega baby! ;)
allavega... heyri vonandi í sem flestum um helgina! þið bara hafið það gott, hvert sem þið eruð að fara ;)
*ciao*
sunnudagur, júlí 24, 2005
föstudagur, júlí 15, 2005
Suuuumarfrí!!!! og það er sko kærkomið! næstu tvær vikurnar verða ábyggilega bara mega slugs hjá manni, hugsa ég kíki samt eitthvað í hina vinnuna, ég hugsa ég sé eitthvað klikk ég verð alltaf að vera að vinna eitthvað smá allavega! en annars hef ég vanrækt svolítið hina vinnuna þannig að það er fint að taka smá törn þar núna, en það er nú bara einstaka kvöld þannig að maður nær samt sem áður góðu tjilli þessar tvær vikur! :)
Ég er enn að naga mig í handarbakið útaf sumum vitlausum ákvörðunum sem ég hef gert og væri ég núna til í að gera allt til að breyta stöðunni þannig að hún yrði eins og bara fyrir tveimur mánuðum til dæmis... samt þorir maður ekkert að gera sjálfur þar sem ég myndi ekki meika að fá höfnun frá þessari manneskju sem væri líka alveg skiljanlegt... maður verður bara að bíða og sjá, vona það besta en búa sig undir hið versta... er það ekki alltaf best? :)
Anyways... yfir í eitthvað léttara og skemmtilegra :) ÞjÓðHáTíÐ í EyJuM 2005!!! 13 dagar people! og þjóðhátíðarlagið er komið í spilun... þið sem hafið ekki heyrt það enn getið heyrt það á dalurinn.is! mér finnst það alveg ágætt bara, mjög Hreimslegt lag :D híhíh en það er bara plús er það ekki bara?! hann hefur líka yfirleitt verið með mjög góð þjóðhátíðarlög! en þetta verður bókað stuð! enda aðalskvísurnar á svæðinu... HALLÓ!! ;) heheheh
Mæli með the best of crowded house... góður diskur þar á ferð :)
Ætla að láta þetta duga í bili.... :) sjáumst bjútís!
Ég er enn að naga mig í handarbakið útaf sumum vitlausum ákvörðunum sem ég hef gert og væri ég núna til í að gera allt til að breyta stöðunni þannig að hún yrði eins og bara fyrir tveimur mánuðum til dæmis... samt þorir maður ekkert að gera sjálfur þar sem ég myndi ekki meika að fá höfnun frá þessari manneskju sem væri líka alveg skiljanlegt... maður verður bara að bíða og sjá, vona það besta en búa sig undir hið versta... er það ekki alltaf best? :)
Anyways... yfir í eitthvað léttara og skemmtilegra :) ÞjÓðHáTíÐ í EyJuM 2005!!! 13 dagar people! og þjóðhátíðarlagið er komið í spilun... þið sem hafið ekki heyrt það enn getið heyrt það á dalurinn.is! mér finnst það alveg ágætt bara, mjög Hreimslegt lag :D híhíh en það er bara plús er það ekki bara?! hann hefur líka yfirleitt verið með mjög góð þjóðhátíðarlög! en þetta verður bókað stuð! enda aðalskvísurnar á svæðinu... HALLÓ!! ;) heheheh
Mæli með the best of crowded house... góður diskur þar á ferð :)
Ætla að láta þetta duga í bili.... :) sjáumst bjútís!
miðvikudagur, júlí 13, 2005
-Mamma og Pabbi komu heim frá Danmörku áðan og komu með heil ósköp með sér eftir bara fimm daga... þau voru víst ekkert að spara enda eru þau nú ekki beint þekkt fyrir það þegar þau skella sér eitthvað út! :D Allavega fékk ég boli, rosa fína Nike skó, eyrnalokka, keramík sléttujárn, nammi og klikkuð nærföt :) ein ekkert SMÁ ánægð! en vá það liggur við að ég sé búin að fá fleiri hluti núna síðusta mánuðinn úr utanlandsferðum heldur en maður fær á afmælisdaginn eða um jólin! mamma gaf mér slatta þegar hún kom frá Glasgow, Edda gaf mér líka böns þegar hún kom frá Bandaríkjunum og svo þetta núna frá mömmu og pabba! og svo er bróðir minn að koma í þokkabót núna í lok júlí! :D híhíh... en þetta er bara stuð, allavega meðan þau hafa gaman af þessu... dytti samt ekki í hug að vera að biðja fólk um að kaupa hina og þessa hluti fyrir mig þegar það fer í ferðalög! veit hvað tíminn er dýrmætur þegar maður er að ferðast eitthvað og þá sérstaklega til útlanda :)
-Lost... í síðustu viku þegar þátturinn endaði með að ólétta stelpan kom aftur, var ég alveg viss um að ég hafði ekki séð neina bumbu, og það voru fleiri að tala um þetta, en það var greinilega bara eitthvað rugl í mér þar sem hún var alveg kasólétt í þættinum í gær! Annars finnst mér þetta allt orðið rosalega drungalegt eitthvað... Einhver ísbjörn á eyjunni í þarsíðasta þætti og svo Claire alveg orðin minnislaus þegar hún kom aftur í gær, alveg er ég líka viss um að kínverski kallinn skilji og tali jafnvel ensku eins og kona hans gerir...
-3 vinnudagar í sumarfrí og 17 dagar í endalausa gleði og hamingju... eða svona um það bil ;)
-Lost... í síðustu viku þegar þátturinn endaði með að ólétta stelpan kom aftur, var ég alveg viss um að ég hafði ekki séð neina bumbu, og það voru fleiri að tala um þetta, en það var greinilega bara eitthvað rugl í mér þar sem hún var alveg kasólétt í þættinum í gær! Annars finnst mér þetta allt orðið rosalega drungalegt eitthvað... Einhver ísbjörn á eyjunni í þarsíðasta þætti og svo Claire alveg orðin minnislaus þegar hún kom aftur í gær, alveg er ég líka viss um að kínverski kallinn skilji og tali jafnvel ensku eins og kona hans gerir...
-3 vinnudagar í sumarfrí og 17 dagar í endalausa gleði og hamingju... eða svona um það bil ;)
laugardagur, júlí 09, 2005
Ég skellti mér í World Class í Laugum í morgun, ákvað að prufa eitthvað nýtt... er eiginlega komin með nóg af Baðhúsinu í bili þó að ég hafi ekkert nema gott um þá stöð að segja... allavega ég fór og keypti mér vikupassa svona til að byrja með, og svo þarf maður að skanna inn augað sitt til að komast inn, engin kennitala eða svoleiðis, en nei haldiði ekki bara að tölvan hafi neitað mínu auga aðgang! Þetta gekk alveg um leið hjá Stellu sko... Strákurinn reyndi aftur og aftur að koma mínu auga inn í kerfið og ég var farin að halda að linsurnar mínar væru eitthvað að trufla en það átti víst ekki að vera. Hann opnaði bara fyrir mér og ég kom svo aftur til hans eftir púlið og þá gekk þetta loksins eftir dágóðann tíma! alltaf eitthvað vesen á mér en strákurinn var svo almennilegur að ég held að ég hafi nú ekki valdið neinum usla! :D En já mér leist alveg ljómandi vel á þetta og hugsa að ég kaupi mér bara árskort þarna eins og staðan er núna... ætla reyndar aðeins að kíkja í Hreyfingu í viku eftir þetta en hugsa að ég endi samt í World Class :)
Fór svo að kaupa bensín og ákvað að leyfa Stellu að dæla þar sem henni bað um það og ég geri það nú ekki aftur! híhíh nei nei, en allavega þá fór hún að dæla og ég bara beið inní bíl og svo kom hún inn og sagðist vera búin og ég bara keyrði af stað... Svo var ég komin í vinnuna hennar Stellu, var að skutla henni þangað, þá leit í hliðarspegilinn og sé að flippinn á bensíntanknum stendur út, er semsagt opinn... ég spurði stellu hvort hún hafi ekki lokað og hún stökk út úr bílnum og leit á það og sagði svo ekkert smá rólega " Auður, það vantar líka LOKIÐ!" ég hugsaði bara að þetta væri svo ekta Stella að það væri varla fyndið! en við semsagt keyrðum aftur á bensínstöðina og fundum lokið surprisingly, átti nú eiginlega ekkert von á því... en allt er nú gott sem endar vel :)
Nú er ég bara ein heima, gamla settið í Danmörku til þriðjudags, þannig að það er búið að vera afskaplega rólegt hjá mér... bara tjill í gær en svo verður sko tjúttað í kvöld... maður er ekki einn heima fyrir ekkert! ;) stefnum svo í bæinn... og eitthvað hef ég nú á tilfinningunni að það verði kíkt á Hressó.. ha hmmm! :D
Ömurlegt með hryðjuverkin í London, alveg finnst mér hræðilegt hvað það eru til geðbilaðir einstaklingar þar sem líf þeirra gengur ekki útá neitt annað en að hefna sín og drepa eins og þeir geta! Þrátt fyrir að vera svona crazy eru þetta einstaklega klárir menn sem standa bakvið þetta, það er ekki vafamál enda var þetta alveg þrælskipulagt hjá þeim... spurning hver verður næst, þeir eru nú búin að hóta að það verði Róm eða Kaupmannahöfn en ég veit það nú samt ekki... það er ábyggilega eitthvað plott hjá þeim... er samt hrædd um að þessar borgir sleppi ekki en hugsa að einhver önnur verði fyrir valinu, einhver sem maður bíst kannksi ekki alveg við. Mér er samt alveg einstaklega illa við að þeir séu að hóta þessu með Köben enda mikið af mínu fólki sem býr þarna og bróðir minn þarna í næsta nágrenni og ég sem var að hugsa um að flytja til Köben á næsta ári... Læt náttúrlega ekki eitthvað svona koma í veg fyrir það en það er samt sem áður óhuggulegt að eiga von á hryðjuverkum þar sem maður er staddur!
En já... sjáumst í bænum í kvöld babes!
ciao :*
Fór svo að kaupa bensín og ákvað að leyfa Stellu að dæla þar sem henni bað um það og ég geri það nú ekki aftur! híhíh nei nei, en allavega þá fór hún að dæla og ég bara beið inní bíl og svo kom hún inn og sagðist vera búin og ég bara keyrði af stað... Svo var ég komin í vinnuna hennar Stellu, var að skutla henni þangað, þá leit í hliðarspegilinn og sé að flippinn á bensíntanknum stendur út, er semsagt opinn... ég spurði stellu hvort hún hafi ekki lokað og hún stökk út úr bílnum og leit á það og sagði svo ekkert smá rólega " Auður, það vantar líka LOKIÐ!" ég hugsaði bara að þetta væri svo ekta Stella að það væri varla fyndið! en við semsagt keyrðum aftur á bensínstöðina og fundum lokið surprisingly, átti nú eiginlega ekkert von á því... en allt er nú gott sem endar vel :)
Nú er ég bara ein heima, gamla settið í Danmörku til þriðjudags, þannig að það er búið að vera afskaplega rólegt hjá mér... bara tjill í gær en svo verður sko tjúttað í kvöld... maður er ekki einn heima fyrir ekkert! ;) stefnum svo í bæinn... og eitthvað hef ég nú á tilfinningunni að það verði kíkt á Hressó.. ha hmmm! :D
Ömurlegt með hryðjuverkin í London, alveg finnst mér hræðilegt hvað það eru til geðbilaðir einstaklingar þar sem líf þeirra gengur ekki útá neitt annað en að hefna sín og drepa eins og þeir geta! Þrátt fyrir að vera svona crazy eru þetta einstaklega klárir menn sem standa bakvið þetta, það er ekki vafamál enda var þetta alveg þrælskipulagt hjá þeim... spurning hver verður næst, þeir eru nú búin að hóta að það verði Róm eða Kaupmannahöfn en ég veit það nú samt ekki... það er ábyggilega eitthvað plott hjá þeim... er samt hrædd um að þessar borgir sleppi ekki en hugsa að einhver önnur verði fyrir valinu, einhver sem maður bíst kannksi ekki alveg við. Mér er samt alveg einstaklega illa við að þeir séu að hóta þessu með Köben enda mikið af mínu fólki sem býr þarna og bróðir minn þarna í næsta nágrenni og ég sem var að hugsa um að flytja til Köben á næsta ári... Læt náttúrlega ekki eitthvað svona koma í veg fyrir það en það er samt sem áður óhuggulegt að eiga von á hryðjuverkum þar sem maður er staddur!
En já... sjáumst í bænum í kvöld babes!
ciao :*
miðvikudagur, júlí 06, 2005
Ég á svo yndislegustu systir sem hægt er að hugsa sér að það hálfa væri nóg! :D fyrir utan einfaldlega að vera svona frábær eins og hún er ávalt, þá var hún að koma heim frá Bandaríkjunum núna í fyrradag og ég get svarið fyrir það að hún hefur ábyggilega keypt meira fyrir mig heldur en sjálfa sig... ok kannski ekki alveg, en allavega nálægt því! Ég fékk helling af bolum, hver öðrum flottari, nærföt frá Victorias secret og ilmvatn þaðan líka, svart töff buxnapils einhvern veginn með svaka blúndustreng yfir mjaðmirnar og eitthvað meira dútl! allt alveg ótrúlega flott :)
Núna eru bara 7 vinnudagar í sumarfrí og er mikil tilhlökkun í gangi... veit samt eiginlega ekki hvað ég get gert af mér í þessar tvær vikur fyrir utan þjóðhátíð náttúrlega, það er enginn annar í sumarfríi á sama tíma og ég þannig að þetta verður eitthvað skondið... kíki örugglega eitthvað austur og jafnvel bara norður til láka ef því er að skipta :) maður hlýtur nú allavega að finna sér eitthvað til að dunda sér við!
Svo styttist nú óðum í verslunarmannahelgina og vorum við svo heppnar að panta tímanlega með herjólfi þannig að við fengum sætin sem við vildum :) núna er orðið uppselt tilbaka á mánudeginum þannig að við sluppum naumlega!
Hvet ég alla að kíkja til Eyja enda verður þetta pottþétt stuð og fjör eins og alltaf ;)
23 dagar....
Núna eru bara 7 vinnudagar í sumarfrí og er mikil tilhlökkun í gangi... veit samt eiginlega ekki hvað ég get gert af mér í þessar tvær vikur fyrir utan þjóðhátíð náttúrlega, það er enginn annar í sumarfríi á sama tíma og ég þannig að þetta verður eitthvað skondið... kíki örugglega eitthvað austur og jafnvel bara norður til láka ef því er að skipta :) maður hlýtur nú allavega að finna sér eitthvað til að dunda sér við!
Svo styttist nú óðum í verslunarmannahelgina og vorum við svo heppnar að panta tímanlega með herjólfi þannig að við fengum sætin sem við vildum :) núna er orðið uppselt tilbaka á mánudeginum þannig að við sluppum naumlega!
Hvet ég alla að kíkja til Eyja enda verður þetta pottþétt stuð og fjör eins og alltaf ;)
23 dagar....
þriðjudagur, júní 28, 2005
Ég var víst ekki búin að koma inn á það að ég komst inní HÍ þannig að maður er aftur að fara að setjast á skólabekk. Mér hlakkar nú bara til verð ég að viðurkenna :) svo náttúrlega verða vísindaferðirnar teknar með trompi, enda verðum við Annika öflugar í þeim ef ég þekki okkur rétt :D
En já ég er semsagt mjög spennt að byrja aftur í skóla, ekkert betra að vera alltaf að bíða með þetta og svo enda á því að læra aldrei neitt meira... Mér er búið að langa í sálfræði í þónokkurn tíma þannig að afherju ekki að prófa það?! Aftur á móti geri ég mér alveg grein fyrir því að þetta verður ekkert endilega alveg eins og ég hafði vonað og kannski er þetta bara alls ekkert fyrir mig eftir allt saman en maður kemst varla að því nema að prófa, er það nokkuð? þannig að ef allt fer á versta veg fer maður bara í eitthvað annað... það er nú ekkert flóknara! :)
Hugsa að maður verði eitthvað að vinna með skólanum, verð þá bara í símavinnunni 2-3 daga í viku, bara 4 tíma í senn... mjög þægileg vinna með skóla, annars sé ég bara til þegar nær dregur :)
En já ég er semsagt mjög spennt að byrja aftur í skóla, ekkert betra að vera alltaf að bíða með þetta og svo enda á því að læra aldrei neitt meira... Mér er búið að langa í sálfræði í þónokkurn tíma þannig að afherju ekki að prófa það?! Aftur á móti geri ég mér alveg grein fyrir því að þetta verður ekkert endilega alveg eins og ég hafði vonað og kannski er þetta bara alls ekkert fyrir mig eftir allt saman en maður kemst varla að því nema að prófa, er það nokkuð? þannig að ef allt fer á versta veg fer maður bara í eitthvað annað... það er nú ekkert flóknara! :)
Hugsa að maður verði eitthvað að vinna með skólanum, verð þá bara í símavinnunni 2-3 daga í viku, bara 4 tíma í senn... mjög þægileg vinna með skóla, annars sé ég bara til þegar nær dregur :)
sunnudagur, júní 26, 2005
Maður er nú eitthvað bilaður sko... er búin að vera kvefuð as hell hérna undir lok vikunnar en samt fór ég að djamma bæði föstudag og laugardag... held í alvöru að ég sé að tapa mér, verð að fara að slaka á... það hefði náttúrlega verið miklu vitlegra að ná þessu almennilega úr sér en maður skemmti sér konunglega þrátt fyrir smá slappleika, það þarf nú ekki að spyrja að því :)
Kíktum í bæinn bæði kvöldin og var allt morandi í útlendingum, sérstaklega á Hressó. Svo fengum við alveg frekar ömurlegt veður bæði kvöldin en það er nú ekkert sem getur skemmt stuðið og stemninguna hjá okkur sko! Always fresh! :)
Eins og ég sagði er ég ekki búin að vera með fullu ráði undanfarna daga og hef alveg verið að missa mig í hinu og þessu, og svo er ég búin að versla svo mikið síðustu daga að maður þorir ekki að tékka stöðuna á reikningum lengur... best bara að bíða fram á næstu útborgun enda styttist nú óðum í hana... thank god segi ég nú bara! :D er samt hevííí ánægð með allt sem ég er búin að kaupa þannig að ég er alveg í góðum málum :)
Ég er búin að vera á fullu að laga til í herberginu eftir að ég málaði það en alltaf virðist ég finna meira og meira dót sem má pakka niður. Alveg ótrúlegt sem maður á af stuffi! en tiltektin gengur semsagt alveg hjá mér þó að hægt gangi... óþolandi þegar maður setur eitthvað niður í kassa og svo fer maður að hugsa að það geti nú alveg vel verið að maður þyrfti að nota þetta á næstunni þannig að endanum er ekkert sem fer niður í kassann... þannig hefur það oft verið hjá mér, í þetta skiptið hinsvegar er ég búin að vera alveg rosalega ákveðin og er búin að pakka niður í heila 2 kassa og ekki enn búin ;) klikkað dugleg!
Planið er svo bara að skella sér í bíó í kvöld... aðeins að tjúna sig niður eftir helgina :)
Sjáumst elskurnar!
Kíktum í bæinn bæði kvöldin og var allt morandi í útlendingum, sérstaklega á Hressó. Svo fengum við alveg frekar ömurlegt veður bæði kvöldin en það er nú ekkert sem getur skemmt stuðið og stemninguna hjá okkur sko! Always fresh! :)
Eins og ég sagði er ég ekki búin að vera með fullu ráði undanfarna daga og hef alveg verið að missa mig í hinu og þessu, og svo er ég búin að versla svo mikið síðustu daga að maður þorir ekki að tékka stöðuna á reikningum lengur... best bara að bíða fram á næstu útborgun enda styttist nú óðum í hana... thank god segi ég nú bara! :D er samt hevííí ánægð með allt sem ég er búin að kaupa þannig að ég er alveg í góðum málum :)
Ég er búin að vera á fullu að laga til í herberginu eftir að ég málaði það en alltaf virðist ég finna meira og meira dót sem má pakka niður. Alveg ótrúlegt sem maður á af stuffi! en tiltektin gengur semsagt alveg hjá mér þó að hægt gangi... óþolandi þegar maður setur eitthvað niður í kassa og svo fer maður að hugsa að það geti nú alveg vel verið að maður þyrfti að nota þetta á næstunni þannig að endanum er ekkert sem fer niður í kassann... þannig hefur það oft verið hjá mér, í þetta skiptið hinsvegar er ég búin að vera alveg rosalega ákveðin og er búin að pakka niður í heila 2 kassa og ekki enn búin ;) klikkað dugleg!
Planið er svo bara að skella sér í bíó í kvöld... aðeins að tjúna sig niður eftir helgina :)
Sjáumst elskurnar!
miðvikudagur, júní 22, 2005
-Þá er ég búin að láta í mig strípur og klippa hárið á mér, enda löööngu kominn tími til get ég með sanni sagt! en ákvað að fá mér smá dökkar líka þannig að það yrði ekki alveg eins platínuljóst og síðast... svo klippti hún heilan helling, eða svona um 15 cm og gerði styttur. Ég er allavega rosalega sátt við þetta þó hún hafi klippt svona mikið af, enda engir slitnir endar eða neinn svoleiðis óþarfi lengur :)
-Síðasta helgi var löng, og var það náttúrlega út af 17. júní sem lenti eins og menn vita á föstudegi. Mjög góð helgi, mikið um djamm og bæjarferðir en það er nú bara gaman að því :)
Á miðvikudeginum var saumaklúbburinn hjá Dóru, hún breytti dagsetningunni þannig að hann var semsagt ekki á laugardaginn, en það var mjög fínt. Á fimmtudeginum var svo haldið surprise partý fyrir Guggu sem átti einmitt afmæli þá og heppnaðist það rosalega vel, blá bolla í boði sem ég var aaaalveg að fíla :D hehehe... svo var kíkt í bæinn og það var líka gert 17. júní og á laugardeginum... þannig að maður var búinn að djamma yfir sig þessa helgi... very nice weekend semsagt :)
-Núna er ég að fyllast af kvefi og líst mér alls ekki vel á það! var orðin svo nefmælt í seinni vinnunni í gær að ég hugsa að fólk hafi skemmt sér konunglega að mér meðan ég tók könnun á þau :D en ég man ekki eftir að hafa fengið svona rosalegt kvef í mjög langan tíma enda verð ég afar sjaldan lasin, bara eins gott að ég þurfi ekki að vera heima frá vinnu því það einfaldlega doesn't do it for me! Mér finnst það nefnilega einstaklega leiðinlegt að vera lasin heima, þannig að maður drífur bara í sig sólhatt og læti næstu daga og sleppur við það ;)
-Nú fer heldur betur að styttast í þjóðhátíð en það er rúmur mánuður í brottför núna. Við ætlum að fara fimmtudagskvöldið með Herjólfi og komum svo heim aftur með fyrstu ferð á mánudeginum. Þetta verður madness! Við þurfum svo að fara að gera hitt og þetta fyrir ferðina en við ætlum að gera það sem ég hef alltaf gert á þjóðhátíð, og það er að kaupa bara ódýrt tjald og skilja það eftir... annað borgar sig varla.
Annars er fólkið sem ég veit um annaðhvort á leið til Eyja eða ekki búið að ákveða sig... Allavega eru Annika og Karó ekki á leiðinni til Eyja og líklega Dóra ekki heldur... :( það mun vanta mikið að hafa þær ekki, enda eru þær nú aðal djammpæjurnar en það verður þá bara í mínum verkahring að halda uppi fjörinu í Eyjum fyrir hina ... hehehe ;)
-Síðasta helgi var löng, og var það náttúrlega út af 17. júní sem lenti eins og menn vita á föstudegi. Mjög góð helgi, mikið um djamm og bæjarferðir en það er nú bara gaman að því :)
Á miðvikudeginum var saumaklúbburinn hjá Dóru, hún breytti dagsetningunni þannig að hann var semsagt ekki á laugardaginn, en það var mjög fínt. Á fimmtudeginum var svo haldið surprise partý fyrir Guggu sem átti einmitt afmæli þá og heppnaðist það rosalega vel, blá bolla í boði sem ég var aaaalveg að fíla :D hehehe... svo var kíkt í bæinn og það var líka gert 17. júní og á laugardeginum... þannig að maður var búinn að djamma yfir sig þessa helgi... very nice weekend semsagt :)
-Núna er ég að fyllast af kvefi og líst mér alls ekki vel á það! var orðin svo nefmælt í seinni vinnunni í gær að ég hugsa að fólk hafi skemmt sér konunglega að mér meðan ég tók könnun á þau :D en ég man ekki eftir að hafa fengið svona rosalegt kvef í mjög langan tíma enda verð ég afar sjaldan lasin, bara eins gott að ég þurfi ekki að vera heima frá vinnu því það einfaldlega doesn't do it for me! Mér finnst það nefnilega einstaklega leiðinlegt að vera lasin heima, þannig að maður drífur bara í sig sólhatt og læti næstu daga og sleppur við það ;)
-Nú fer heldur betur að styttast í þjóðhátíð en það er rúmur mánuður í brottför núna. Við ætlum að fara fimmtudagskvöldið með Herjólfi og komum svo heim aftur með fyrstu ferð á mánudeginum. Þetta verður madness! Við þurfum svo að fara að gera hitt og þetta fyrir ferðina en við ætlum að gera það sem ég hef alltaf gert á þjóðhátíð, og það er að kaupa bara ódýrt tjald og skilja það eftir... annað borgar sig varla.
Annars er fólkið sem ég veit um annaðhvort á leið til Eyja eða ekki búið að ákveða sig... Allavega eru Annika og Karó ekki á leiðinni til Eyja og líklega Dóra ekki heldur... :( það mun vanta mikið að hafa þær ekki, enda eru þær nú aðal djammpæjurnar en það verður þá bara í mínum verkahring að halda uppi fjörinu í Eyjum fyrir hina ... hehehe ;)
þriðjudagur, júní 14, 2005
- Ég sé það alltaf meira og meira að ég gerði rosaleg mistök um daginn, og í aðstæðum eins og þessum væri dásamlegt að geta farið aðeins aftur í tímann og lagað hlutina... en þar sem það er víst ekki hægt verð ég víst að reyna að sætta mig við staðreyndirnar, þó að ég hafi misst frá mér einn sá besta sem hefur komið fyrir mig :( Maður á ekki að gera eitthvað sem maður er ekki 110% viss um og ekki gefa bara hlutina upp á bátinn, það er ekki allt gefið í þessu lífi og maður verður að vinna úr sínum málum til að hlutirnir geti gengið upp, ekki bara gefast upp á einhverju!
- Ég er að fara að mála herbergið mitt, endelig! Ætla loksins að fara að drífa mig í þessu og nýta tímann sem Edda er úti í New York, því þá get ég sett húsgögnin mín inn til hennar á meðan ;) en já, ég er semsagt búin að verða mér úti um málningu, þannig að nú verð ég bara að fara að pakka dóti niður sem ég nota svo gott sem aldrei...
- En já, Edda er semsagt að fara út núna á fimmtudaginn, alger grís! :) þetta verður vonandi rosalega skemmtilegt hjá henni, enda á ég nú ekki von á öðru.
Svo eru mamma og pabbi að fara til Danmerkur að heimsækja Villa einhvern tímann í byrjun júlí og þá verður Auður líklega bara ein í kotinu... ;)
- Ég er að fara að mála herbergið mitt, endelig! Ætla loksins að fara að drífa mig í þessu og nýta tímann sem Edda er úti í New York, því þá get ég sett húsgögnin mín inn til hennar á meðan ;) en já, ég er semsagt búin að verða mér úti um málningu, þannig að nú verð ég bara að fara að pakka dóti niður sem ég nota svo gott sem aldrei...
- En já, Edda er semsagt að fara út núna á fimmtudaginn, alger grís! :) þetta verður vonandi rosalega skemmtilegt hjá henni, enda á ég nú ekki von á öðru.
Svo eru mamma og pabbi að fara til Danmerkur að heimsækja Villa einhvern tímann í byrjun júlí og þá verður Auður líklega bara ein í kotinu... ;)
mánudagur, júní 13, 2005
Jæja, kominn mánudagur og það þýðir náttúrlega að LOST er í kvöld... spurning hvort maður þori að horfa á það eftir síðasta þátt... og alein í þokkabót (það gengur ekkert voðalega vel hjá mér að venjast því aftur)! en þetta er að verða verulega spúkí finnst mér... svo er náttúrlega fullt af fólki sem er búið að sjá alla fyrstu þáttarröðina, össöss... hvar er nú spennan í því að horfa á alla þættina í einu?! ég bara spyr ;) verð samt að viðurkenna að ef ég væri með alla þættina í höndunum, þá gæti ég ábyggilega ekki staðist freistinguna... nei ég myndi pottþétt horfa! pælið í því hvað þessir þættir ná algjörlega tökum á manni...! :D
sunnudagur, júní 12, 2005
- Þessi helgi fór mestöll í eitthvað stúss með famíliunni... það var ættarmót í Vík og ég ákvað að sýna smá lit og kíkja með... þetta var alveg ágætt ferðalag svosem, mikið skoðað og kannað og svoleiðis, kannaðist nú varla við helminginn af ættinni en svona er það nú bara :) ég var ekkert smá ánægð þegar heim var komið... þetta var sko alveg komið gott, enda langt síðan maður hefur eytt svona miklum tíma í einu með familiunni... maður þarf að venjast þessu aftur í svona smá skorpum :D Láki kallinn mætti samt og var það mikill plús enda vorum við búin að lofa hvoru öðru að mæta... Hildur mætti líka þannig að við vorum alveg nokkur á svipuðum aldri þarna.
Guð, ég verð aðeins að minnast á bústaðinn sem við tókum útaf ættarmótinu... við semsagt komum á staðinn og fengum lykilinn afhentann... þetta var frekar lítill bústaður, allt greinilega gert í flýti einhvern veginn, allt handsmíðað þarna inni, nýlegur en það mætti sko alveg halda hið mótstæða... það voru 2 hellur, smá ísskápur, ofn sem var minni en örbylgjuofn og það var gamalt brauð í potti á hellunni! :D svo fórum við aðeins í burtu, og þegar við komum aftur var búið að skúra og setja upp heilt grindverk! þeir eru greinilega fljótir að vinna þarna fyrir austan! :D
Svo fengum við að vita að þessi bústaður hafi oft verið notaður af erlendu tökuliði... nú síðast tökulið frá batman myndinni! þannig að erlent fólk gerir greinilega ekki eins miklar kröfur til samastaðs og við! :D
- Vala kemur heim á miðvikudaginn og verður það mega stuð! Ég er einmitt að fara að panta miðana fyrir okkur þrjár í Herjólf á morgun... það verður sko fjör á Þjóhátíð þetta árið! aðalskutlurnar á svæðinu og læti bara ;) við ætlum að fara á fimmtudegi núna, ég hef aldrei farið svona snemma áður... núna ætti maður allavega að ná húkkaraballi! svo ætlum við að koma heim snemma á mánudegi... mér finnst það líka langþægilegast að fara með fyrri ferðinni heim, þá einhvern veginn nýtist dagurinn betur :)
- Núna er 17. júní bara á næsta leiti og spurning hvað maður geri af sér þá... 16. á Gugga náttúrlega afmæli, spurning hvort hún haldi eitthvað uppá það, ha hmm Gugga...? ;)
17. verður maður auðvitað að kíkja eitthvað smá í bæinn allavega og svo á laugardeginum er saumaklúbburinn hjá Dóru og það er spurning hvort það verði ekki kíkt eitthvað í bæinn eftir það... ég tel það MJÖG líklegt samt... komst nú ekkert þessa helgi þannig að sú næsta verður bara tekin með trompi! :D
- Svo eru náttúrlega bara 4 vinnudagar í vikunni útaf 17. júní... HEVÍ næs! :)
Guð, ég verð aðeins að minnast á bústaðinn sem við tókum útaf ættarmótinu... við semsagt komum á staðinn og fengum lykilinn afhentann... þetta var frekar lítill bústaður, allt greinilega gert í flýti einhvern veginn, allt handsmíðað þarna inni, nýlegur en það mætti sko alveg halda hið mótstæða... það voru 2 hellur, smá ísskápur, ofn sem var minni en örbylgjuofn og það var gamalt brauð í potti á hellunni! :D svo fórum við aðeins í burtu, og þegar við komum aftur var búið að skúra og setja upp heilt grindverk! þeir eru greinilega fljótir að vinna þarna fyrir austan! :D
Svo fengum við að vita að þessi bústaður hafi oft verið notaður af erlendu tökuliði... nú síðast tökulið frá batman myndinni! þannig að erlent fólk gerir greinilega ekki eins miklar kröfur til samastaðs og við! :D
- Vala kemur heim á miðvikudaginn og verður það mega stuð! Ég er einmitt að fara að panta miðana fyrir okkur þrjár í Herjólf á morgun... það verður sko fjör á Þjóhátíð þetta árið! aðalskutlurnar á svæðinu og læti bara ;) við ætlum að fara á fimmtudegi núna, ég hef aldrei farið svona snemma áður... núna ætti maður allavega að ná húkkaraballi! svo ætlum við að koma heim snemma á mánudegi... mér finnst það líka langþægilegast að fara með fyrri ferðinni heim, þá einhvern veginn nýtist dagurinn betur :)
- Núna er 17. júní bara á næsta leiti og spurning hvað maður geri af sér þá... 16. á Gugga náttúrlega afmæli, spurning hvort hún haldi eitthvað uppá það, ha hmm Gugga...? ;)
17. verður maður auðvitað að kíkja eitthvað smá í bæinn allavega og svo á laugardeginum er saumaklúbburinn hjá Dóru og það er spurning hvort það verði ekki kíkt eitthvað í bæinn eftir það... ég tel það MJÖG líklegt samt... komst nú ekkert þessa helgi þannig að sú næsta verður bara tekin með trompi! :D
- Svo eru náttúrlega bara 4 vinnudagar í vikunni útaf 17. júní... HEVÍ næs! :)
sunnudagur, júní 05, 2005
Jæja... það hefur nú ýmislegt misskemmtilegt gerst síðustu tvær vikurnar hjá mér, en þannig er lífið nú bara... en maður verður bara að líta fram á við og reynir að njóta lífsins :) allavega...
- Nú er Valan mín bara að spóka sig í sólinni útí á Mallorca, vonandi klikkað stuð hjá henni, en þetta var semsagt útskriftarferðin hennar með Verzló... Hún kemur samt sem betur fer heim aftur fyrir 17.júní þannig að það verður sko tekið vel á því þá helgi, enda lendir 17. núna á föstudegi... við erum að tala um tjúúúútthelgi dauðans... gugga með afmælið sitt 16. júní, svo náttúrlega 17. júní og svo saumaklúbburinn hjá dóru 18. júní... þannig að maður mun líklega bara halda sér niðrí bæ þessa daga, tekur því varla að vera að fara heim á milli :D
- Annars skellti maður sér bara í bæinn í gærkvöldi eftir innflutningaspartýið hjá rúnu völu og gústa og var þar til um 6 enda klikkað stuð... eitt skemmtilegasta bæjarkvöld í langan tíma verð ég bara að segja...byrjuðum að sjálfsögðu á hressó og enduðum þar :) en við karó, annika og dóra ákváðum að tékka á Oliver, nýja staðnum og vá... biðum í svona hálftíma í röðinni og þvílíkur troðningur, allir alveg æstir í að komast þarna inn enda ekki minni menn en eiður smári og hermann hreiðarsson þarna inni... æjh ég veit samt ekki alveg hvernig ég fílaði þennan stað, svosem ágætis staður en þetta mun pottþétt verða vinsælasti "snobb"skemmtistaðurinn í miðbænum, ég persónulega held ég muni ekkert svíkja lit, held ég haldi mig bara við hressó og svona :)
Talandi um hressó... þegar við fórum þarna í seinna skiptið, vorum við eitthvað að dansa bara í góðum fíling, svo allt í einu vorum við umkringdar strákum og þá er ég að tala um að hellingur að strákum voru komnir og farnir að dansa með okkur... ég lenti í þremur strákum þarna í seinna skiptið sem voru eitthvað að reyna að heilla mig uppúr skónum, með misgóðum árangri samt! og pikk öpp línurnar hjá þeim voru æði! :D sérstaklega hjá fyrsta og öðrum... þessi síðasti var meira svona down to earth, mjög myndarlegur og bara heví næs gæji, þurfti sko engar línur til heilla mig! ;)
Allavega, toppkvöld... 9,5 af 10 mögulegum!
-Mamma var að koma frá Glasgow áðan og var alsæl með ferðina, útskriftarferð hjá henni líka, reyndar bara svona helgar ferð, en það er samt ferð ;) það er svo æðislegt þegar mamma fer eitthvað til útlanda, hún kaupir alltaf eitthvað sem hittir beint í mark hjá mér! það klikkar ekki sko, alltaf eitthvað sem ég fýla í tætlur... enda smekkmanneskja eins og dóttirin ;) hehhehe!
-Vinna í kvöld, verð að passa mig að mæta klukkan 18 en ekki 16 eins og ég gerði síðasta sunnudag... það var allt lokað og læst þegar ég mætti þá og ég bara ályktaði það þannig að það væri engin vinna, samt skrýtið að það var ekkert búið að láta mig vita, en komst svo að því á þriðjudeginum að það er aftur búið að breyta vinnutímanum á sunnudögum, semsagt frá 18-22 núna...
jæja ætla að laga smá til fyrir vinnu, þannig að ég læt þetta duga núna,
sjáumst sykurpúðarnir mínir!
- Nú er Valan mín bara að spóka sig í sólinni útí á Mallorca, vonandi klikkað stuð hjá henni, en þetta var semsagt útskriftarferðin hennar með Verzló... Hún kemur samt sem betur fer heim aftur fyrir 17.júní þannig að það verður sko tekið vel á því þá helgi, enda lendir 17. núna á föstudegi... við erum að tala um tjúúúútthelgi dauðans... gugga með afmælið sitt 16. júní, svo náttúrlega 17. júní og svo saumaklúbburinn hjá dóru 18. júní... þannig að maður mun líklega bara halda sér niðrí bæ þessa daga, tekur því varla að vera að fara heim á milli :D
- Annars skellti maður sér bara í bæinn í gærkvöldi eftir innflutningaspartýið hjá rúnu völu og gústa og var þar til um 6 enda klikkað stuð... eitt skemmtilegasta bæjarkvöld í langan tíma verð ég bara að segja...byrjuðum að sjálfsögðu á hressó og enduðum þar :) en við karó, annika og dóra ákváðum að tékka á Oliver, nýja staðnum og vá... biðum í svona hálftíma í röðinni og þvílíkur troðningur, allir alveg æstir í að komast þarna inn enda ekki minni menn en eiður smári og hermann hreiðarsson þarna inni... æjh ég veit samt ekki alveg hvernig ég fílaði þennan stað, svosem ágætis staður en þetta mun pottþétt verða vinsælasti "snobb"skemmtistaðurinn í miðbænum, ég persónulega held ég muni ekkert svíkja lit, held ég haldi mig bara við hressó og svona :)
Talandi um hressó... þegar við fórum þarna í seinna skiptið, vorum við eitthvað að dansa bara í góðum fíling, svo allt í einu vorum við umkringdar strákum og þá er ég að tala um að hellingur að strákum voru komnir og farnir að dansa með okkur... ég lenti í þremur strákum þarna í seinna skiptið sem voru eitthvað að reyna að heilla mig uppúr skónum, með misgóðum árangri samt! og pikk öpp línurnar hjá þeim voru æði! :D sérstaklega hjá fyrsta og öðrum... þessi síðasti var meira svona down to earth, mjög myndarlegur og bara heví næs gæji, þurfti sko engar línur til heilla mig! ;)
Allavega, toppkvöld... 9,5 af 10 mögulegum!
-Mamma var að koma frá Glasgow áðan og var alsæl með ferðina, útskriftarferð hjá henni líka, reyndar bara svona helgar ferð, en það er samt ferð ;) það er svo æðislegt þegar mamma fer eitthvað til útlanda, hún kaupir alltaf eitthvað sem hittir beint í mark hjá mér! það klikkar ekki sko, alltaf eitthvað sem ég fýla í tætlur... enda smekkmanneskja eins og dóttirin ;) hehhehe!
-Vinna í kvöld, verð að passa mig að mæta klukkan 18 en ekki 16 eins og ég gerði síðasta sunnudag... það var allt lokað og læst þegar ég mætti þá og ég bara ályktaði það þannig að það væri engin vinna, samt skrýtið að það var ekkert búið að láta mig vita, en komst svo að því á þriðjudeginum að það er aftur búið að breyta vinnutímanum á sunnudögum, semsagt frá 18-22 núna...
jæja ætla að laga smá til fyrir vinnu, þannig að ég læt þetta duga núna,
sjáumst sykurpúðarnir mínir!
mánudagur, maí 23, 2005
Þá er þessi helgi búin og var hún nú bara rosalega fín, vinna, eurovision, djamm og saumaklúbbur...!
-Horfði náttúrlega á forkeppnina á fimmtudeginum og fór sem fór, þó að við hefðum alveg átt að geta komist áfram... reyndar fannst mér vanta einhvern kraft og svo náttúrlega búningarnir umtöluðu... förum nú ekkert nánar útí það... :D hehehe...
Keppnin sjálf á laugardeginum var alveg furðu skemmtileg... hef sjaldan nennt að sitja yfir þessari keppni þar sem mér finnst lögin oftast bara lala, en þessi kom mér nokkuð á óvart... enda fannst mér alveg þónokkur lögin þarna vera góð! var að mestu leiti sátt við topp tíu, hefði kannski raðað þeim öðruvísi... haft Danmörk og Noreg ofar allavega :)
Mér fannst alveg rosalega áberandi hvað það var fallegt fólk í keppninni núna í ár... mikið um annað hvort rosalega sætar stelpur eða guðdómlega fallega gæja... enda hefur það ábyggilega mikið að segja um úrslitin hvernig keppendurnir líta út, þó þetta hljómi kannksi eitthvað hégómlega þá er þetta bara oft svona í svona keppnum....
Ég og Vala vorum orðnar VEL hressar þetta kvöld enda búnar að búa til okkar eigin kokteil sem við nú ekkert að spara... vorum líka mjög menningarlegar og keyptum okkur rósavín og læti... og svo að sjálfsögðu nokka ölllara ;P enduðum semsagt vel í því áður en bærinn tók á móti okkur... en það var alveg pakkað af fólki í bænum og ekkert nema gott um það að segja :) ÞRUSUkvöld semsagt!
-Svo var saumaklúbburinn hjá mér á gær ( semsagt fyrrverandi MH skvísurnar) og var alveg ágætis mæting... vantaði reyndar nokkrar en við sem mættum höfðum það bara rosalega fínt... allavega fannst mér stuð að hitta þær aftur, allar svona saman meina ég þá, líka svo margar sem ég hitti svo sjaldan og svona... en þetta var semsagt heví næs bara! ;)
-Ég veit eiginlega ekki á hverju ég geng núna... svaf svo rosalega lítið þarsíðustu nótt og svo náði ég bara 4 tímum í svefn núna síðustu nótt... samt alveg eiturhress! en það er nú bara gaman að því ;)
-Svo er það sjónvarpskvöld í kvöld bara... Mánudagar eru eiginlega einu dagarnir sem ég nenni að horfa á sjónvarp... one tree hill og lost... og svo horfi ég reyndar líka á desperate housewifes en hver gerir það ekki ?! :D heheh... allavega er þetta eiginlega mitt sjónvarpsáhorf yfir vikuna, svona almennt séð allavega, kemur auðvitað fyrir að það komi eitthvað tilfallandi sem maður verður að horfa á en það er allavega ekki mjög oft... fyndið hvað þetta hefur breyst hjá mér á síðustu árum... ég horfði einu sinni alveg daglega á sjónvarpið, alla helstu þætti og bíómyndir en núna er það bara svona eitt og eitt sem ég nenni að horfa... magnað! :)
-Núna er það svo bara vinna og meiri vinna framundan... og auðvitað útskriftaveislan hjá Völu skvís á laugardaginn þar sem hún er að klára verzló núna og klárar hún örugglega með stæl ef ég þekki hana rétt! :)
Allavega... over and out í bili... ;)
-Auður
-Horfði náttúrlega á forkeppnina á fimmtudeginum og fór sem fór, þó að við hefðum alveg átt að geta komist áfram... reyndar fannst mér vanta einhvern kraft og svo náttúrlega búningarnir umtöluðu... förum nú ekkert nánar útí það... :D hehehe...
Keppnin sjálf á laugardeginum var alveg furðu skemmtileg... hef sjaldan nennt að sitja yfir þessari keppni þar sem mér finnst lögin oftast bara lala, en þessi kom mér nokkuð á óvart... enda fannst mér alveg þónokkur lögin þarna vera góð! var að mestu leiti sátt við topp tíu, hefði kannski raðað þeim öðruvísi... haft Danmörk og Noreg ofar allavega :)
Mér fannst alveg rosalega áberandi hvað það var fallegt fólk í keppninni núna í ár... mikið um annað hvort rosalega sætar stelpur eða guðdómlega fallega gæja... enda hefur það ábyggilega mikið að segja um úrslitin hvernig keppendurnir líta út, þó þetta hljómi kannksi eitthvað hégómlega þá er þetta bara oft svona í svona keppnum....
Ég og Vala vorum orðnar VEL hressar þetta kvöld enda búnar að búa til okkar eigin kokteil sem við nú ekkert að spara... vorum líka mjög menningarlegar og keyptum okkur rósavín og læti... og svo að sjálfsögðu nokka ölllara ;P enduðum semsagt vel í því áður en bærinn tók á móti okkur... en það var alveg pakkað af fólki í bænum og ekkert nema gott um það að segja :) ÞRUSUkvöld semsagt!
-Svo var saumaklúbburinn hjá mér á gær ( semsagt fyrrverandi MH skvísurnar) og var alveg ágætis mæting... vantaði reyndar nokkrar en við sem mættum höfðum það bara rosalega fínt... allavega fannst mér stuð að hitta þær aftur, allar svona saman meina ég þá, líka svo margar sem ég hitti svo sjaldan og svona... en þetta var semsagt heví næs bara! ;)
-Ég veit eiginlega ekki á hverju ég geng núna... svaf svo rosalega lítið þarsíðustu nótt og svo náði ég bara 4 tímum í svefn núna síðustu nótt... samt alveg eiturhress! en það er nú bara gaman að því ;)
-Svo er það sjónvarpskvöld í kvöld bara... Mánudagar eru eiginlega einu dagarnir sem ég nenni að horfa á sjónvarp... one tree hill og lost... og svo horfi ég reyndar líka á desperate housewifes en hver gerir það ekki ?! :D heheh... allavega er þetta eiginlega mitt sjónvarpsáhorf yfir vikuna, svona almennt séð allavega, kemur auðvitað fyrir að það komi eitthvað tilfallandi sem maður verður að horfa á en það er allavega ekki mjög oft... fyndið hvað þetta hefur breyst hjá mér á síðustu árum... ég horfði einu sinni alveg daglega á sjónvarpið, alla helstu þætti og bíómyndir en núna er það bara svona eitt og eitt sem ég nenni að horfa... magnað! :)
-Núna er það svo bara vinna og meiri vinna framundan... og auðvitað útskriftaveislan hjá Völu skvís á laugardaginn þar sem hún er að klára verzló núna og klárar hún örugglega með stæl ef ég þekki hana rétt! :)
Allavega... over and out í bili... ;)
-Auður
föstudagur, maí 13, 2005
- Opna húsið heppnaðist mjög vel bara og var alveg ótrúlega vel mætt á það, enda þvílíkt dúndur veður sem við fengum! Svo var svo mikið af nýju krökkunum sem koma í haust, sem litu við og líst mér alveg rosalega vel á þessa gríslinga :) þó ég nái nú ekki að vera mikið með þeim þar sem ég hætti nú í lok ágúst...
Svo var sveitaferðin síðasta miðvikudag og var líka ótrúlega vel mætt af foreldum í hana... rosalega gaman að fara með krökkunum og sýna þeim sveitina og öll dýrin þó þeim hafi nú líkað þau misvel :D svo kom þessi fína mynd aftan á mogganum daginn eftir úr ferðinni þar sem okkar börn voru svo sæt að vanda!
-Laugardagskvöldið var svo kíkt í bæinn og var það frekar fámennt enda svo rosalega margir í prófum en blaðið ætti nú að snúast við núna þar sem fólk fer að kíkja aftur í bæinn eftir langa próftörn... hugsið ykkur bara, eftir ár verð ég í þessum sporum... hmm....
-Já ég semsagt er búin að sækja um í HÍ fyrir haustið og ég valdi sálfræðina... ætla að sjá hvernig það mun ganga... annars er ég mjööög spennt að fara aftur í skóla, veit nú ekki alveg hvort það geti talist normalt ;D en já annika er líka á leiðinni í sálfræðina þannig að við stöllur verðum ansi góðar í vísindaferðunum... hmmm... ;) hehehhe!
-Haldið ekki bara að hún Auður hérna hafi dreymt draum í nótt... það telst eiginlega alltaf til tíiðinda þegar mig dreymir eitthvað því það gerist frekar sjaldan... allavega var þetta alveg STÓRfurðulegur draumur! hlýt að hafa sofið alveg fáranlega fast! alllavega, back to the dream.... ég var semsagt að taka þátt í djúpu lauginni og þetta var eitthvað svo asnalegt því ég sá hverjir strákarnir voru, engin tjöld eða neitt, og það sem var ennþá asnalegra var að þettu voru engir aðrir en Rúnar, Ómar og Helgi! erum við að tala um BLAST FROM THE PAST eða?!?!?! og allir þessir saman í þokkabót...! svo kom að spurningunum og var ég eitthvað að spurja þá um jafn fáranlega hluti og hvaða tannkrem þeir notuðu og so on... svo þegar ég átti að fara að velja var öskrað í salnum " veldu mig, ekki þá" og þá var það enginn annar en Ottó kallinn... einhvern veginn fann ég á mér hvernig hitt átti eftir að enda, þannig að ég valdi Ottó ... surprise surprise... en já svo allt í einu var ég stödd í einhverju Mall í bandaríkjunum, standandi við afgreiðsluborðið að kaupa mér brjálæðislega skó og var að eitthvað að skamma afgreiðslukonuna fyrir að eiga ekki tösku í stíl... svo vaknaði ég... talandi um wacko draum maður!
-Það er alveg fáranlega notalega tilhugsun að þetta er löng fríhelgi og ekki var það nú verra að ég gat byrjað hana um tvö en ekki fimm eins vanalega... þó ég hafi þurft að stússast fullt var þetta alger draumur... en talandi um helgina, þá var ég eitthvað að heyra að staðirnir lokuðu snemma á morgun útaf hvítasunnunni, er reyndar ekkert búin að tékka neitt frekar á þessu eða neitt en ef þetta er rétt þá verður allavega ekki dansað framá rauða nóttina... :D en það kemur nú allt í ljós...
ciao elskurnar mínar.... :)
p.s. er búin að bæta mh skvísu linknum hjá mér :)
Svo var sveitaferðin síðasta miðvikudag og var líka ótrúlega vel mætt af foreldum í hana... rosalega gaman að fara með krökkunum og sýna þeim sveitina og öll dýrin þó þeim hafi nú líkað þau misvel :D svo kom þessi fína mynd aftan á mogganum daginn eftir úr ferðinni þar sem okkar börn voru svo sæt að vanda!
-Laugardagskvöldið var svo kíkt í bæinn og var það frekar fámennt enda svo rosalega margir í prófum en blaðið ætti nú að snúast við núna þar sem fólk fer að kíkja aftur í bæinn eftir langa próftörn... hugsið ykkur bara, eftir ár verð ég í þessum sporum... hmm....
-Já ég semsagt er búin að sækja um í HÍ fyrir haustið og ég valdi sálfræðina... ætla að sjá hvernig það mun ganga... annars er ég mjööög spennt að fara aftur í skóla, veit nú ekki alveg hvort það geti talist normalt ;D en já annika er líka á leiðinni í sálfræðina þannig að við stöllur verðum ansi góðar í vísindaferðunum... hmmm... ;) hehehhe!
-Haldið ekki bara að hún Auður hérna hafi dreymt draum í nótt... það telst eiginlega alltaf til tíiðinda þegar mig dreymir eitthvað því það gerist frekar sjaldan... allavega var þetta alveg STÓRfurðulegur draumur! hlýt að hafa sofið alveg fáranlega fast! alllavega, back to the dream.... ég var semsagt að taka þátt í djúpu lauginni og þetta var eitthvað svo asnalegt því ég sá hverjir strákarnir voru, engin tjöld eða neitt, og það sem var ennþá asnalegra var að þettu voru engir aðrir en Rúnar, Ómar og Helgi! erum við að tala um BLAST FROM THE PAST eða?!?!?! og allir þessir saman í þokkabót...! svo kom að spurningunum og var ég eitthvað að spurja þá um jafn fáranlega hluti og hvaða tannkrem þeir notuðu og so on... svo þegar ég átti að fara að velja var öskrað í salnum " veldu mig, ekki þá" og þá var það enginn annar en Ottó kallinn... einhvern veginn fann ég á mér hvernig hitt átti eftir að enda, þannig að ég valdi Ottó ... surprise surprise... en já svo allt í einu var ég stödd í einhverju Mall í bandaríkjunum, standandi við afgreiðsluborðið að kaupa mér brjálæðislega skó og var að eitthvað að skamma afgreiðslukonuna fyrir að eiga ekki tösku í stíl... svo vaknaði ég... talandi um wacko draum maður!
-Það er alveg fáranlega notalega tilhugsun að þetta er löng fríhelgi og ekki var það nú verra að ég gat byrjað hana um tvö en ekki fimm eins vanalega... þó ég hafi þurft að stússast fullt var þetta alger draumur... en talandi um helgina, þá var ég eitthvað að heyra að staðirnir lokuðu snemma á morgun útaf hvítasunnunni, er reyndar ekkert búin að tékka neitt frekar á þessu eða neitt en ef þetta er rétt þá verður allavega ekki dansað framá rauða nóttina... :D en það kemur nú allt í ljós...
ciao elskurnar mínar.... :)
p.s. er búin að bæta mh skvísu linknum hjá mér :)
fimmtudagur, maí 05, 2005
-Það er opið hús í leikskólanum mínum á laugardaginn þannig að í gær vorum við eitthvað frameftir að hengja upp og gera fínt fyrir daginn, ekkert smá flott sum verkin sem krakkarnir hafa verið að gera, þó þau séu nú bara um tveggja ára aldurinn! :D ég get svo svarið fyrir það að mörg þessara verka eru miklu flottari en mörg verk eftir fræga kalla! endilega komið og kíkið, þetta verður á milli 11 og eitt... en ástæðan fyrir því að við urðum að hengja þetta upp í gær er sú að á föstudaginn eru að koma 30 svíar í heimsókn og þetta þurfti að vera tilbúið fyrir þá og eitthvað svoleiðis dútl.... en þetta var fínt, þá er þetta bara tilbúið og svo var bara pantaður matur, allir voða happy og allt voða næs :)
-Svo fer nú að styttast í eurovision og auðvitað öll partýin sem fylgja því á hverju ári... nú eru bara svo margir sem ætla að hafa það verður tricky að velja hvert maður fer... en það kemur nú allt í ljós þegar nær dregur....
-Edda systir átti afmæli í gær og óska ég henni til hamingju með það... til lukku mússímúss! :*
-Svo fer nú að styttast í eurovision og auðvitað öll partýin sem fylgja því á hverju ári... nú eru bara svo margir sem ætla að hafa það verður tricky að velja hvert maður fer... en það kemur nú allt í ljós þegar nær dregur....
-Edda systir átti afmæli í gær og óska ég henni til hamingju með það... til lukku mússímúss! :*
föstudagur, apríl 29, 2005
Haldiði ekki bara að hún Auður hérna hafi loksins fundið jakkann sem hún er búin að leita af forever nánast! eða svona næstum :D allavega var ég eitthvað að rölta í kringlunni í dag, ekki í neinum fataleiðangri eða neitt, og kíkti aðeins í retro og þar hékk hann og beið bara eftir mér! bara svona svartur léttur og sætur sumarjakki sem ég er búin að leita af svolítið lengi... við erum reyndar að tala um ansi mikið dýra flík en þetta kostar allt sitt :) svo var strákurinn svo klikkað almennilegur og hress og það getur haft svo rosalega mikið að segja hvort manni langi að kaupa flíkina í viðeigandi búð eða ekki fattiði... :) svo keypti ég mér eyrnalokka og læti þannig að ég var bara að spreða peningum í dag... ég sem er ekki einu sinni búin að fá útborgað :D