þriðjudagur, desember 21, 2004

þá er stóra stundin aldeilis að nálgast... útskriftin er á morgun, hvorki meira né minna! athöfnin byrjar klukkan fjögur en ég fer í myndatöku um tvö og veislan er svo um átta annað kvöld... stuð og fjör! ;) það er aldeilis búið að vera nóg að gera hjá mér í dag! vaknaði hálf sjö og fór stífluna og svo í sund... kom svo heim og fór að baka og var að því þangað til ég fór í brúnkumeðferð klukkan tólf.... kom svo heim frá því og hélt áfram að baka og að laga til á milljón og svo um sex skutlaði ottó mér á æfinguna niðrí skóla, og ég sit semsagt í fremstu röð á morgun...! en það er alveg ágætt bara :D fór svo beint í neglur eftir það, er orðin mega gella bara ;) og var svo bara að koma heim núna um ellefuleytið og þarf að fara að klára jólakortaskrifin! legg varla í að hugsa til þess ef ég hefði ekki verið í fríi í dag og á morgun... það hefði gjörsamlega verið martröð!
Hey, já svo fann ég útskriftarskóna mína í gær og eru þeir magnifique! :) ekkert smá ánægð með þá, og reyndar bara með allt, þannig að ég er alveg orðin tilbúin núna fyrir morgundaginn held ég svei mér þá !! ;)

fimmtudagur, desember 16, 2004

Vá hvað ég er þreytt eitthvað núna, maður lifandi! Alveg hellingur að gera í dag sem og alla aðra daga, endilega samt kíkið á mig, er til 18 annað kvöld og svo alla helgina auðvitað ;) reyndar til níu á laugardaginn en já það er alltaf gaman að sjá viðkunnuleg andlit eftir að hafa afgreitt súra viðskiptavini þó að það séu nú kannski minnihlutinn :)
Herra Ísland er sem kunnugt annað kvöld og er planið að kíkja þangað enda ætlar Láki elskan að gefa mér miða! Spennandi að sjá hvernig sú keppni fer og að sjá hvaða kroppur verður valinn... ekki amalegt úrval þar allavega ;)
Spurning hvort maður kaupi ekki bara miða á áramótasálarballið á morgun enda er víst byrjað að selja miða á það... Kannski best að tryggja sér einn strax, svo að það endi ekki með því að það verði uppselt og ég komist ekki! það viljum við sko ekki!!! :D hehhe... hugsa ég verði samt rólegri núna á ballinu en í fyrra þar sem ég sló víst eftirminnilega í gegn, ætla að leyfa öðrum að spreyta sig núna ;) eitt er allavega víst að farið verður og skemmtun verður í hámarki! kannski að Dóra taki við mínu hlutverki eða að Gugga finni sjómanninn sinn ( í hot mama afahlýrabolnum sínum ) aftur :P heheh... mér er allavega strax farið að hlakka til !
Í gær var hringt í fólkið sem féll í einhverju í skólanum og ég slapp við hringingu og er þar með búin með Menntaskólann við Hamrahlíð takk fyrir! :)
Fór í morgun í viðtalið á einum leikskólanum og þegar ég kom á staðinn kom í ljós að ég þekkti aðstoðarleikskólastjórann en hún hefur þekkt mig frá því að ég var 6 ára... frænka Brynhildar og vann með múttu í 4 ár á sínum tíma... lítið land :D en ég fæ svo að vita hvað verður úr því starfi eftir helgi!
jæja held ég sé bara farin í háttinn... ciao :*

mánudagur, desember 13, 2004

Strákurinn sem átti að taka vaktirnar á móti mér átti að mæta klukkan tvö í dag en svo um hálf þrjú hringdum við niður eftir og fengum þá að vita að snáðinn væri hættur! hann byrjaði nota bene í síðustu viku ... alveg spes kauði :D en já nóg að gera í dag, fólk ekkert smá pirrað enda allir á síðustu stundu með þessar sendingar sínar erlendis en það er bara svona, við íslendingar erum nú þekkt fyrir það ... ;)
Fór í Kringluna í gær og keypti bolinn sem ég ætla að vera innan undir dragtina og sá kostaði hvorki meira né minna en 8 þúsund kell! sem er náttúrlega brjálæði miðað við einn hlýrabol... kannski samt jafn mikið brjálæði að kaupa hann en maður útskrifast nú bara einu sinni og hann var svo ótrúlega flottur! ;) svo er dragtin bara eftir og skórnir... í fyrramálið er það svo klipping og strípur þannig að þessi útskriftarpakki verður allt annað en ódýr! Er á kvöldvakt á morgun og fimmtudag og er það ekki í neinu svakalegu uppáhaldi hjá mér, það er eitthvað svo þægilegt að vera bara til 5 í mesta lagi en svona er nú lífið ;)
Er svo að fara í viðtal á leikskóla á fimmtudaginn uppá vinnu fyrir næsta ár og hljómar þetta starf mjög vel, góður staður, góður tími og svona. Svo var haft samband við mig frá tveimur öðrum leikskólum í dag þannig að nú er bara að velja ... :)

laugardagur, desember 11, 2004

Þá er maður farin að vinna eins og brjálæðingur og er það bara fínt finnst mér! Það eru alltaf sendir starfsmenn frá póstinum í Nóatúnsbúðirnar og var ég svo "heppin" að lenda einmitt í því. Þannig að fram að jólum er hægt að finna mig í Nóatúni í Grafarvogi ;) Framundan er bara vinna og meiri vinna... tja eða svona fyrir utan smá frí sem ég fæ í kringum útskrift sem er 21. des.... er búin að redda mér fríi 20 og 21 sem er AFAR ljúft! verð að vinna á aðfangadag en mér finnst ekkert að því enda búin um 12 leytið. Talandi um útskrift þá er ég búin að máta nánast hverja einustu flík í Smáralind og fengið perfect aðstoð og þjónustu en ekkert keypt! Vandamálið er nefnilega það að það eru svo ótrúlega falleg föt sem koma til greina að ég get ómögulega valið og öll Kringlan er eftir! Pælið í því !! :D
Lítið hefur verið um djamm uppá síðkastið en verður nú bætt upp fyrir það undir lok mánaðarins... ;) meira um það seinna... blikk blikk!
Ég er næstum búin að tala Skafta til með að fara að æfa dans með mér og munum við þá byrja spræk á næsta ári ... ég er að segja ykkur það að það verður klikkað fjör!
Jæja... helgin hálfnuð og ég hugsa að kvöldið í kvöld verði bara rólegt og huggulegt með kallinum, kúseligt eins eins og svíar eða einhverjir segja :D heheh

sunnudagur, desember 05, 2004

Jájájájájá... einstaklega gaman að þessu lífi... allt að ganga upp hjá mér á ný og til að krydda þetta aðeins með smá væmni, þá er ég einfaldlega ótrúlega hamingjusöm núna! Búin að fá vinnu í póstinum, verð í afgreiðslu þannig að endilega koma til mín þegar þið sendið jólakortin og svona, þannig að maður fái eitthvað að sjá ykkur. Það er reyndar ekki alveg komið á hreint hvar ég verð en það kemur allt á hreint í næstu viku... Villi bró kemur heim 18. og verður gaman að sjá hann aftur enda long time no see. Útskriftin verður svo 21. des klukkan 16.00 og verð ég hugsanlega með smá veislu um kvöldið fyrir fólkið enda merkur áfangi hjá manni ;) Var einmitt á Selfossi í dag og amma bað mig vinsamlega um að velja gjöfina núna þannig að ég fengi eitthvað sem ég vildi og væri ánægð með, og eftir laaaaangan tíma hjá gullsmiðnum ( sem átti ALLT of mikið af fallegum hlutum!) gat ég loksins ákveðið mig og er ég ekkert smá sátt við það! amma vildi endilega láta pakka því inn og hafði ég nú bara gaman að því. Þannig að ég var bara að vesenast á Selfossi og Hveragerði í dag og var það alveg ágætis tilbreyting, enda langt síðan maður hefur kíkt austur fyrri fjall.
Svo er maður bara eitthvað búin að vera að dunda sér þessa dagana enda engin próf hjá mér, hí á ykkur :P Náði lokaáfanganum í bókfærslunni með ótrúlegri ÁTTU takk fyrir og held ég að það sé svei mér þá eitthvað sem ég er mest stoltust af í mínu námi í MH! ;)
Ætlaði að segja eitthvað meira en er að pæla í að koma mér núna og kem þá bara með meira seinna.... Njótið lífsins krúttin mín!

fimmtudagur, desember 02, 2004


afhverju man ég ekki eftir þegar þessi mynd var tekin á föstudaginn ?!?
:)

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

jæja... bara komið að dimmisiondjammi á ný... eða það verður semsagt á föstudaginn á kaffi kúltur.... við erum svo menningarleg hérna í MH :D heheh.... en já það verður tekið vel á því nk. föstudag, enda kominn tími til... er búin að vera svo róleg síðustu tvær helgar... síðasta helgi fór að mestu leiti bara í rólegheit og lærdóm... við Ottó kíktum reyndar á vínsýningu á laugardaginn sem var á Nordica hótel og þar var hellingur að fólki sem var bara komið til að detta í það sko... það var ekkert verið að súpa og spýta eins the professional gera , heldur voru margir sem kusu að sleppa því að spýta !! :D en þetta var fínt... fengum vínglös, upptakara og boli gefins þannig að við græddum eitthvað á því að fara, svona fyrir utan veitingar og menningarlega sjónarhornið ;) hehhe...
Á morgun er svo komið að því að maður geti sagt að þetta sé síðasti miðvikudagurinn ever í menntaskóla og er það mjööööög ánægjulegt....
úbbs tíminn búinn.... meira seinna...

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Díses... bara strax farið að líða að helgi á ný.... ekki það að ég sé að kvarta samt :D heheh ! alltaf gaman um helgar hjá manni... svona eins og til dæmis síðustu helgi þar sem ég og Vala skelltum okkur í reunionið og var það bara nokkuð gaman sko þó svo að maður mundi ekki eftir alveg öllum, sem er frekar skrýtið þar sem ég er frekar mannglögg... en það getur nú líka verið boozeinu að kenna... ! :) maður var orðinn vel skrautlegur þegar líða tók á kvöldið enda byrjuðum við Vala snemma í því og var ég orðin býsna hress í partýinu hjá Gulla seinna um kvöldið en það var einmitt mjög mikið stuð í því partí... mikið var um að fleiri væru að skemmta sér í Breiðholti og svo voru það auðvitað sumar sem héldu sig við bæjarlífið.... hmmm... hverjar ætli það hafi verið ? ;) held að það sé kominn tíma á smá pásu frá drykkju enda VEL tekið á því síðustu helgi... :)
svo er víst þannig mál með vexti ef ég ætla mér að ná að útskrifast, verð ég að vera hörkudugleg núna síðustu vikurnar og planið er að vera það, þannig það er bara harkan sex núna sko ! fór einmitt í húfumælingu á þriðjudaginn og þá fór maður að hugsa um að þetta fer alveg að skella á... maður þarf að fara að finna sér föt, panta myndatöku, undirbúa veislu og þess háttar... ekki seinna vænna enda verður þetta fljótt að líða ! :)

laugardagur, nóvember 06, 2004

"you had me, you lost me... " með ólíkindum hvað þetta sönglar alveg endalaust í kollinum á mér þar sem það hefur akúrat enga þýðingu lengur fyrir mér... allavega... á það mjög mikið til að fá lög á heilann og vera að söngla þau endalaust :S en það er heldur betur farið að lengjast á milli færslna hjá mér, það er nú ýmsu hægt að kenna um það en já þessi vika er búin að vera frekar annasöm og ekki verður sú næsta neitt vægari ! en þar sem maður lítur nú alltaf á björtu hliðarnar í lífinu þá verð ég búin með menntaskólann eftir mánuð og komin í smá pásu frá lærdómi. Erum á fullu að undirbúa lokaverkefni í öllum fögum og er mikið að því á mjög listrænan hátt :D um að gera að hafa smá gaman að þessu líka ! svo fer ég bara í eitt lokapróf en tek það núna 17. nóv þannig að ég slepp við öll próf á prófdögum og verð komin í frí fyrsta desember. NIIIICE !
í gær var það bara rólegur föstudagur hjá mér, var meiri að segja að læra helling í gærkvöldi þar til Ottó kom... NÖRD ég veit ! ;) svo í dag verður það meiri lærdómur og svo verðskuldað djamm í kvöld... það er nefnilega reunion hjá árgangnum mínum úr Árbæjarskóla og ætlum við Vala hiklaust að skella okkur, enda gaman að hitta fólkið aftur ! svo er partý í gangi og kíkir maður nú kannski í það ef allt deyr út á Klúbbnum ! :D heheh !
jæja núverandi bókaormur kveður að sinni, adios amigos ! ;)

mánudagur, nóvember 01, 2004

Jæja þá... þá er maður víst kominn á þrítugsaldurinn og er það bara mjög fínt ! ég átti semsagt afmæli í gær og knús og kossa sendi ég öllum þeim sem mundu eftir mér ;) Það var allsherjar afmælispartí hjá mér, Karó og Ásrúnu á Sólon á laugardagskvöldið og var það djamm eitt það mesta og skemmtilegsta í laaaaangann tíma !! Nóg af öllu, fólki, bjór, hressleika og bara name it ! Ekkert smá gaman að hitta allt liðið og því sem ég kemst næst skemmtu allir sér konunglega! ;) Laugardagsdagurinn var líka frábær. Ég bauð semsagt öllum mínum nánustu í kaffi og kökur og var flest allt á boðstólnum made by auður ! það þótti víst eitthvað ótrúlegt að ég hafði gerst svo myndarleg að baka allt það sem var í boði en maður á þetta til þegar maður tekur sig til ! ;) heheh ! ég var ekkert smá fljót samt að koma mér í djamm gírinn eftir kaffiboðið, síðustu gestirnir fóru um hálf átta og þá var eftir að krulla mér hárið.... en náði samt að vera kominn niðrá sólon um hálf níu ! öflug í þessu ha !?!?! ;) Svo fékk ég alveg heilan helling af frábærum gjöfum eins og pening, gjafabréf, náttföt, ilmvötn, krem, skartgripi, sænguver, föt og helling af blómum ! enn og aftur takk fyrir mig :*
Annars er ég bara í skólanum að bíða eftir að útskriftaráfanginn byrjar en er samt svo þreytt eitthvað, enda lítið búin að sofa undanfarið, og er það mjög freistandi að koma sér bara úr skólanum... sé til hvað ég geri...

föstudagur, október 29, 2004

Glæpagangan með íslenskuáfangunum hefði nú alveg getað verið verri en hún var. Vorum bara eitthvað að labba á milli staða niðrí bæ í kuldanum og var það nokkuð fyndið þegar forvitnar sálir löbbuðu framhjá og fóru að hlusta með. Þetta var ekkert ýkja spennandi neitt en maður lifði nú alveg af :)
Fór enn og aftur til tannsa í morgun. Hún virðist ekki finna hvað er að angra tönnina mína og eftir að hafa farið 4 sinnum til hennar útaf einni tönn er ég alveg búin að fá minn skammt af tannlækningum.Vona bara að núna haldist tönnin góð.
Planið fyrir daginn í dag er að kíkja kannksi smá í skólann og svo tekur bara bakstur og tiltekt við. Þar sem ég verð nú með tvær veislur á morgun verður maður nú að leggja sig alla fram við heimilisstörfin ! ;) heheh...
En já kaffiboðið verður semsagt á morgun hérna heima og svo er bara skundað úr þeirri veislu niðrí bæ þar sem veisla #2 og ALLSHERJAR DJAMM tekur við ! :P
Á sunnudaginn get ég semsagt slappað aðeins af og legið í leti, sem er alveg kósy á sjálfan afmælisdaginn :)

fimmtudagur, október 28, 2004

Ég bara VARÐ að setja þessar myndir inn ! er að þróa mína GÍFURLEGA tæknikunnáttu og náði mér í eitthvað svona sniðugt myndaforrit og varð auðvitað að testa það :D heheh... þýðir ekkert að kunna lítið sem ekkert á tölvur, bara gjöra svo vel að læra almennilega á nútímatæknina ! ;) þetta kemur allt með kalda vatninu ekki satt ?
Svo áðan var ég að versla í rólegheitunum og það er svona eldri kona að kynna nýjar vörur og ég náttúrlega varð að prufa þær þannig að ég bara labba uppað borðinu og þá fer hún eitthvað að bjóða góðan daginn og var að segja hvað hún væri að kynna og svo í miðri setningu kemur frá henni :" mikið afskaplega ertu með falleg augu! ég á ekki til aukatekið orð !" ég vissi ekkert hvað ég átti að segja enda átti ég síst von á þessu og sagði bara uuu takk og þá allt í einu hrökk hún einhvern veginn við og baðst innilegarar afsökunar en að þetta bara kom óvart ! ég bara jahá og sagði bara takk fyrir mig og fór, þó ég hafi aldrei fengið að vita almennilega hvað þetta var sem ég var að smakka... gaman að þessu lífi ! :D
Núna í kvöld er það svo GLÆPAGANGA takk fyrir... á vegum skólans þannig að við þurfum að mæta enda sleppum við við tvöfaldann kennslutíma í staðinn, sem er alveg ljúft sko ;)

þriðjudagur, október 26, 2004


hahha ! við munum sko slá í gegn í framtíðinni með leikhæfileikum okkar :D
:)

svaka leiktilþrif sem við Dóra sýndum í dönsku í byrjun annarinnar :)

mánudagur, október 25, 2004

Enn ein skólavikan að hefjast og ekki eru nema 5 vikur eftir af skólanum...alveg ótrúlega fljótt að líða... svo er það bara útskrift ! :) ég er strax byrjuð að leita mér að vinnu eftir áramót enda ekki seinna vænna þar sem ég er picky á störf... en maður verður auðvitað bara að taka það sem manni býðst og reynir maður þá bara að gera það besta úr því ;)
allavega í dag er ég að fara að taka strong próf sem er svona áhugasviðspróf og útkoman úr því á að segja mér hvaða starfsgreinar henta mér í framtíðinni... en það kemur sér vel þar sem ég er eiginlega hætt við að fara í íþróttakennarann þó það heilli mig mest :( en við sjáum bara til... það eru líka góðir íþróttaskólar erlendis, og svo á víst að fara að reisa nýjann hér á landi... þannig að það er bara að bíða og sjá :)

sunnudagur, október 24, 2004

Þessarar helgar verður lengi minnst sem helgin sem var með eindæmum róleg... í gær var það bara kaffihús og bíó... við ottó fórum og hittum bigga og írisi á ara í ögra og vorum við bara þar í rólegheitunum þangað til klukkan sló tíu og skunduðum við þá í háskólabíó og sáum við eina lengstu heimildarmynd sem hefur ábyggilega verið framleidd... enda vorum við öll hálfpartinn að sofna yfir henni... svo var bara farið heim og sofa takk fyrir... rólegt og rómantískt... ble ble... heheh segi svona :D
það er vika, uppá dag, í að ég verði tvítug og miðað við hve allir tóku því rólega þessa helgi, á ég von á að allir verði kolcrazy in da partey en það er í BESTA lagi ! :P

föstudagur, október 22, 2004

Það virðist stefna í það að verða reglulegir viðburðir að fara á Sólon á fimmtudagskvöldum... allavega... við Annika og Karó skelltum okkur down town í gær og var þar alveg pakkað... enda airwaves i gangi og allir í tilheyrandi stuði ! fyrir utan að kíkja á Sólon kíktum við á Vegamót en ekki var nú mikið að gerast þar þannig að eftir það var það bara rúntur og svo heim. Dagurinn í gær var samt alveg rosalega tilviljunarkenndur og það á sko líka við um gærkvöldið . En það er nú bara gaman að því :D
Pabbi kom í land í morgun en hann fer samt alveg aftur á morgun, allavega þá á kallinn afmæli á morgun þannig að famílian var að koma af Fridays en þangað vildi hann endilega fara út að borða og það var nú alveg sæmilegt. Nú er helgin bara framundan og hvað verður gert þessa helgi er ALGJÖRLEGA óákveðið ennþá... sérstaklega þar sem planið um að skella sér á Keane er farið útum þúfur. En þá er bara spurning um að finna sér eitthvað annað sniðugt ;)

mánudagur, október 18, 2004

þá er maður byrjaður að telja niður !!! :D
13 dagar í stórafmælið mitt og einungis 12 dagar í stórafmælispartýið hjá okkur skvísunum !! ;) mikið rosalega ætla ég að djamm my ass off á þessum FEIKILEGA mikla viðburði, enda tilefni til !! blikk blikk ;) það er allavega planið !
annars er haustfríið búið og ég sem ætlaði að vera massa dugleg að læra hef komið svo gott sem engu í verk... :S eða jú reyndar er ég búin að vera ágætlega dugleg í dag en hefði nú getað nýtt hina dagana betur... en það er allavega búið og gert og ekki hægt að breyta því núna, bara um að gera að vera duglegur næstu daga, fram að þarnæstu helgi.... :P

sunnudagur, október 17, 2004

þetta er nokkuð magnað :

"To the world you may only be one person, but to one person you may be the world."

laugardagur, október 16, 2004

Ég er svo klár að það hálfa væri nóg sko ! keypti mér nýja skó um daginn, svaka flottir gelluskór, en hef ekkert notað þá að viti... datt mér svo í hug í gær að kíkja á Laugarveginn í búðir þegar ég vaknaði á morgun ( semsagt í dag) og ég fór... á nýju skónum... sem var nú ekki beint viturlegt, enda er ég með ólýsanlegt hælsæri núna og læti ! beauty is pain er víst sagt !! :D hehhe...
annars var farið í pool í gær og þarf ekki að spyrja að því að ég gjörsamlega rústaði auðvitað Ottó í þessu ! neeee kannski ekki alveg... það hefði nú verið einum of gott til að vera satt...en hann vann víst (ég leyfði honum samt að vinna sko... blikk blikk ) heheh ! :P
hey já, svo fór ég á jólamarkað í gær... var ekki alveg að fíla það samt að það var verið að spila jólalög og læti ! samt hélt ég að ég yrði ekki eldri í gær þegar ég sá að það var byrjað að skreyta í Hagkaup með jóladóti... aaaaaaaðeins of snemmt elskurnar mínar !!!

föstudagur, október 15, 2004

Þá er maður bara komin í haustfrí ! en ég vaknaði nú samt fyrir níu í morgun þrátt fyrir að hafa kíkt á Sólon tjútt í gærkveldi með the gells ! ;) við fimm skelltum okkur semsagt í bæinn í góðum fíling og var klikkað mikið fólk á djamminu, svona miðað við að það var fimmtudagur... það var alveg troðið á efri hæðinni á Sólon þannig að við vorum bara niðri með alveg svakalegum einhæfum DJ... no offense... það var bara það sama aftur og aftur og svo ennþá meira af því :D við sátum bara þarna alveg í rólegheitunum og kom þá ekki bara einhver (ungur !) gaur og plampaði sér bara hliðina á mér og spurði nokkrum sinnum hvort hann mætti kyssa mig ! ég hélt nú ekki og átti hann eitthvað erfitt með að skilja hvað ég væri að meina en fór svo sem betur fer ! talandi um klikkað fólk sko !! :D
þarf að stússast til lækna í dag... ekki bara eins heldur tveggja takk fyrir... þarf svo að sækja múttu í Hfj. um fimm og er planið að kíkja aðeins í búðir... smáralind or some... þannig að dagurinn minn er alveg planaður sko ... en kvöldið aftur á móti... ? ;)

miðvikudagur, október 13, 2004

Haustfríið er á næsta leiti eða nánar til tekið núna á föstudaginn... jei fyrir því !! ;) heheh... annars er planið að vera duglegur að læra og jú auðvitað verður nú eitthvað kíkt á bæjarlífið... hef enga trú á öðru ! :D
svo styttist óðum í afmælið okkar þremenningana og er fólk farið að fá invitations og hvetjum við alla að koma og láta sjá sig þetta merka kvöld, enda verða fríar veitingar í boði og ekki veit ég hver segir nei við svoleiðis fríðindum ! :P
Færsla eydd!

föstudagur, október 08, 2004

Lenti í fáranlegu atviki áðan meðan ég sat í rólegheitunum í tölvunni heima... það er alltí einu bankað á þakgluggann hjá mér ! ég náttúrlega hrökk við, enda átti ég nú ekki von á að það væri einhver uppi á þaki hjá mér... svo leit ég upp og var þá ekki bara einhver gaur að vinka mér í góðum fíling gegnum gluggann.... það er semsagt verið að laga þakplöturnar og ég var ekkert látin vita af þessu sko... :D mér fannst þetta samt heví fyndið !
svo er bara ball á nasa annað kvöld... í svörtum fötum er að spila og er planið hjá okkur skvísunum að skella okkur á það og tjútta all night long ;)

þriðjudagur, október 05, 2004

sit hérna í dönsku að reyna að vinna í þessu bloggi okkar sem við eigum að vera með gangandi yfir önnina... ég er svo dugleg í þessu að það hálfa væri nóg... já eða ekki !! :D annars var það bara tannlæknaferð í morgun og þarf ég sem betur fer ekki að fara þangað aftur í nánustu framtíð...
annars styttist óðum í THE AFMÆLISPARTYYYY hjá okkur gellunum og mun fólk bráðum fá invitation frá okkur ;) allavega er ég mjöööög spennt... er að velta fyrir mér hvenar er sniðugt að fá fjölskylduna í kaffi, því ég á jú afmæli á sunnudeginum og það er mjög hentugur dagur en þar sem partýið er á laugardagskvöldinu veit ekki hvort ég leggi í að hafa fjölskylduboðið á sunnudeginum... mygluð, þreytt og þunn.... ? gæti haft það á laugardeginum en mamma vill endilega hafa það á sunnudeginum... :S en já það verður bara að koma í ljós með tímanum....

mánudagur, október 04, 2004

MH-liðið hittist á föstudaginn á Ruby eins og planlagt var... þó að ekki allir hafi komist var mjög gaman að hitta þá sem komust og ætlum við að reyna að gera þetta oftar ! svo var bara farið heim að tjilla... kúrað og svo lúrað !! ;) heheh ein alveg að meika það hérna ! svo á laugardeginum var farið austur fyrir fjall .... um kvöldið fórum við Ottó svo í partý hjá vini hans og þar var aldeilis fjölmennt ! alveg BÖNCH af fólki í massa stuði !! ágætis partí en við stungum samt af frekar snemma... og viti menn, EKKERT SÓLON þessa helgina !! hvað er gerast með mig?!?! :D hehe ... en það hefur ekki gerst í laaaangann tíma....
í dag var svo bara skellt sér í Smáralindina og þar hitti maður fullt af fólki eins og t.d. Krissa sem maður hefur nú ekki í þónokkurn tíma :) kíktum svo á markaðinn í Perlunni og kom þaðan út nokkrum þúsundköllum fátækari, keypti nokkra geisladiska og svona :) róleg helgi semsagt...En já... ég heyri bara í ykkur mon amis ! ;)

föstudagur, október 01, 2004

Það er ekkert smá sem maður er hress í dag ! :D gaman að því...
kannski kominn smá helgarfiðríngur í mann... tja maður spyr sig ;) en já ég er semsagt ekkert smá ánægð með lífið og tilveruna enda þýðir nú lítið annað ! samt finnst mér ekkert smá leiðilegt hvað sumir hafa fyrir því að vera með eintómann hroka og leiðindi við mann þegar maður er að reyna sitt besta til að gera það besta úr hlutunum... en ekki nenni ég að velta mér meir uppúr þessu og má fólk vera í fýlu mín vegna ef það hefur virkilega ekkert annað betra með tímann að gera... ég hef allavega meira og betra að gera með lífið en að eyða því í endalausa fýlu ;) allavega... ruby tuesday kallar.... over and out babes :*

þriðjudagur, september 28, 2004

Eftir næstum fjögurra ára bið kom loksins að því að það var skipt um þakgluggana á þessu húsi og þar af leiðandi skipt um glugga í mínu herbergi :) húrra fyrir því !! ég heyrði fullt af fótatökum uppá þaki í morgun og pabbi sem var ekki heima sagði mér að spyrja strákana um eitthvað og þegar ég opnaði gluggann brá einum stráknum svo mikið að ég var dauðhrædd um að hann myndi rúlla fram af... sem gerðist nú sem betur fer ekki !! :D hitti þá svo þegar þeir voru að fara og þeir koma aftur á morgun enda umgjörðin á glugganum hálfasnaleg eitthvað....
hey svo fékk mín símann sinn aftur áðan... as good as new ;) enda búinn að vera ansi lengi í viðgerð...
en já... sjáumst krúttin mín !

mánudagur, september 27, 2004

það er næstum vika síðan ég skrifaði hérna, össössöss... ein ekki alveg að standa sig í þessu...
annars er ég bara að drepa tímann hérna, er að bíða eftir að útskriftaráfanginn byrji og ljúki ;)
Helgin var einstaklega skemmtileg, byrjaði með stæl á föstudaginn eftir góða bíoferð en þar sem ég var með boðsmiða á haustpartíið á Sólon dró ég Dóru og Völu með mér... mjög gaman þar enda hellingur af fríum veitingum ;) enda held ég að það fari ekki framhjá nokkrum manni sem sá myndirnar á solon.is þar sem ég held alltaf á glasi eða flösku... *roðn *
Svo kom laugardagurinn í öllu sínu veldi og var byrjað í partí í kópavogi þar sem fólk var alveg í góðum gír en svo var stefnan nú tekin niðrí bæ þar sem Hressó, Sólon,Felix,Celtic og Viktor tóku móti okkur með misjafnri stemmningu....
Sunnudagurinn fór mest í svefn eða þar til Láki dró mig með sér út og kíktum við aðeins á rúntinn... enduðum reyndar í keilu með fullt af fullu fólki og þá datt Láka það snjallræði í hug að á næsta laugardag ætlum við að fara full í keilu :D og svo þaðan bara niðrí bæ ;) þannig að það er alveg planið...

þriðjudagur, september 21, 2004

Gleymdi að nefna það síðast að ég og Dóra erum komnar með sameiginlegt blogg og slóðin er www.folk.is/thisisit en við ætlum líka að halda okkar eigin síðum gangandi .... allavega reyna það :)

sunnudagur, september 19, 2004

Mín skellti sér í verslunarleiðangur í gær og eyddi ég aaaaðeins meiri pening en ég ætlaði mér en það er alveg í góðu lagi... :D ákvað að vera góða frænkan í gær og bauð litlu frænku í kringluferð þar sem ég veit hvað henni finnst gaman að því... ætlaði líka að taka Ástu með en litla krúttið mitt var veik... svo gaf ég Eyrúnu ís og það var svona eins og ég hefði verið að gefa henni gimsteina hún var svo ánægð... alltaf gaman að gleðja fólk :)
Svo fór ég í partýið hjá Ásrúnu í gærkvöldið og kíkti aðeins niðrí bæ, aldrei hef ég verið svona stutt á Sólon, held ég hafi verið í 20 mín hámark !! hitti svo suma sem ég vildi ég hefði sleppt að hitta þar sem ég varð fyrir gífurlegum vonbrigðum... en nóg um....já svo áður en við fórum niðrí bæ þurfti ég aðeins að fara heim og þegar við Dóra vorum að labba upp tröppurnar heima kemur gaur fram á gang og segir "hey there beautiful" sem mér fannst alveg ofboðslega fyndið , en það var þá partí hjá Helga og bauð hann okkur í það... en við fórum nú ekki, hefðum kannski átt að gera það, því þá hefði ég kannksi fengið sumar af mínum eigum tilbaka, sem ég sé samt ekkert fram á að ég fái, en hann um það....
Hey já... svo er búið að borga fyrir staðinn sem afmælið verður haldið og það verður 30. okt.... Mikið rosalega verður gaman og er ég alveg ótrúlega spennt eitthvað... segi ykkur nánar hvaða staður þetta er þegar nær dregur... samt ekki erfitt að geta uppá því... ;) heheh
en ég er farin að læra... sé ykkur englabossarnir mínir !!! ;)

þriðjudagur, september 14, 2004

Þá er síminn minn alveg að gefa upp öndina og mun senn líða að lokum hjá þessari elsku.... nei segi nú bara svona, vona nú að það sé hægt að gera við hann... annars er það bara nýtt eintak sem mun verða keypt :P ég er ein af þeim sem get engan veginn verið án síma þannig að ég rændi mömmu síma sem er eldgamall en virkar þó ...
Busadagurinn er á morgun og busaballið seinna um kvöldið en vegna elli ætlar maður ekki að fara... heheh nei nei reyndar ekki bara útaf því :D Þessi vika verður frekar ljúf, þarf bara að mæta einu sinni klukkan átta sem er heví nice ! heví nice gæi eins og sumir segja ;)
en þið bara hafið það gott elskurnar mínar !
ciao...

sunnudagur, september 12, 2004

Það er naumast hvað þetta kvef ætlar að dvelja lengi í manni.... enda var það ekki til að bæta það að fara á djammið í gær... en ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir veikindi... við stelpurnar skelltum okkur á sólon og vorum bara þar í næstum fimm tíma... ákváðum að halda okkur bara þarna enda veðrið ekki upp á marga fiska...það var alveg tension in the air og mjög stutt í slagsmál milli tveggja stráka útaf mér og var mér alveg farið hætta að lítast á blikuna en þetta reddaðist nú með smá samningsviðræðum...! :) annars hittum við alveg þónokkra og var þetta bara fínt þó maður hafi verið veikur og edrú :D
Föstudagskvöldið var bara notalegt og fór í videogláp og svoleiðis rólegheit og svo er það bara bíó í kvöld... á forsýningu í þokkabót ;)
Svo er það víst á morgun sem við Dóra, Annika og ein önnur stelpa eigum að talsetja monty python þátt og verður það nokkuð athyglisvert hvað kemur útúr því :D

þriðjudagur, september 07, 2004

Þá er þriðja skólavikan svei mér þá hálfnuð... ég er búin að tilkynna útskrift þannig að núna fyrst er þetta orðið svo raunverulegt eitthvað... ég útskrifast semsagt 21. desember og hlakka mikið til :)
Annars var það bara djammið um helgina, fór á Hressó aldrei þessu vant en það var nú ansi crowded þar þannig að það er spurning hvort maður haldi sig ekki bara á "okkar" stöðum :D Annars fengum við Karó og Ásrún svar frá einum stað þar sem við ætlum að halda upp á afmælið okkar... nánar um það seinna þegar það er komið betur á hreint ;)
Spurning hvort ég hafi ekki verið aðeins of mikið úti um helgina þar sem ég er núna orðin veik... var heima frá skóla í gær en nennti engan veginn að vera annan dag heima þannig að ég fór í skólann í dag...
Allavega... þið bara hafið það sem best ! luv ya :*

föstudagur, september 03, 2004

hmm... það var eitthvað svakalegt sem ég ætlaði að skrifa hérna en það er algjörlega dottið úr mér núna...
allavega... helgin komin og margt sem planlagt er að gera af sér... veitti samt ekki að því að vera dugleg að læra þannig að ég hugsi að ég reyni að finna smá tíma fyrir það á morgun annars verður það bara að bíða til sunnudags eða mánudagsmorguns enda þarf ég ekki að mæta snemma þá ;)
öskubuskudæmið gekk alveg ágætlega og er ég komin með myndirnar inná tölvuna en hvort þær verði birtar almenningi er annað mál... kannski maður láti smá sýnishorn frá sér en það kemur betur í ljós seinna... :D
Jæja... ætla að fara að gera eitthvað sniðugt af mér... ;P

miðvikudagur, september 01, 2004

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað tíminn flýgur frá manni... ég er búin að vera í skólanum í bráðum tvær vikur en finnst eins og ég hafi rétt svo byrjað í gær... það er alveg búið að vera hellingur að gera, maður gæti nú alveg staðið sig betur í lærdómnum en þetta fer svona rólega af stað... á að leika öskubusku í skólanum á morgun og þarf að bögglast með græna "prinsessu"kjólinn með mér í skólann... sem er alveg fyrirferðamikill... en það er nú bara gaman að því... fæ að vera með kórónu og læti ;)
ætlaði svo að tilkynna útskrift í dag en nei, þá er einhver vírus í tölvunum þannig að við áttum að koma aftur seinna... hmm...
Svo er eitt sem ég var að pæla í... afhverju er fólk að lofa öllu fögru ef það getur svo ekki staðið við orðin sín... eða allavega gert heiðarlega tilraun til að REYNA að standa við þau ? kannski er maður sjálfur jafnvitlaus að trúa þessum orðum, vitandi það að viðkomandi muni svíkja mann aftur... en já... ég er hætt að gefa svona marga sénsa... fólk verður bara að fara að nýta sín tækifæri betur... og hananú !! :D þurfti aðeins að koma þessari svakalegu pælingu frá mér ;)
svo er maður bara á leiðinni í bíó í kvöld... um hálf ellefu byrjar myndin og einhver sagði mér að þessi mynd væri frekar löng þannig að maður verður mjög hress í öskubuskuhlutverkinu klukkan 8 í fyrramálið... eða ekki... ;)

mánudagur, ágúst 30, 2004

Kíkti í bæinn með Völu skvís í gær og skemmtum við okkur alveg dúndur vel... Hittum helling af fólki og ekki hægt að segja annað en að hressleikinn var alveg í fyrirrúmi í gær... kíktum aðeins á Felix, Celtic og Vegamót en enduðum nú alltaf á Sólon eftir hvert stopp og vorum semsagt mestmegnis þar... var komin heim um hálf 7 leytið í morgun og glaðvaknaði um níu og skellti mér í Baðhúsið um tíu með þynkuna í eftirdragi... held að mamma hafi haldið ég væri eitthvað geðveik en ég fékk nú alveg að kenna á því seinna í dag því um tvöleytið var ég alveg að drepast úr þreytu... er svo búin að vera meira og minna hjá Dóru minni í dag og þetta var svona mín helgi í grófum dráttum...Brynhildur og Jón voru svo að reyna að plata mig á smá rúnt en ég held mér veiti ekki af smá svefni... er eitthvað búin að vera hálfslöpp í dag... góða nótt babes !

föstudagur, ágúst 27, 2004

Hvað er málið með að fara útúr bænum þessa helgi ?? Annika og Karó skelltu sér á Hólmavík og Dóra fór á Laugarvatn til kallsins ... ég er samt alveg á leiðinni á djammið og við Vala ætlum að mála bæinn rauðann á morgun... svo var Láki líka eitthvað að spá með morgundaginn... og svo voru sumir aðrir að spurja mig um kvöldið í kvöld... hvernig helgin endar hjá mér, er greinilega ekki fyrirsjáanlegt ... ;)
Þvílik og önnur eins vitleysa sem mann dreymir stundum !!! :D í nótt gifti ég mig takk fyrir... brúðgumann þekkti ég þó og það er einhver sem ég átti alveg minn tíma með... allavega snúum okkur aftur að draumnum, hringarnir voru keyptir í japan og sér ferð farin til að kaupa þá... í brúðkaupið sjálft neitaði mamma svo að koma og pabbi tók að sér aukavakt á sjónum til að sleppa... pabbi brúðgumans mætti ekki þar sem hann var búinn að segja mér að ég væri að gera vitleysu og einu gestirnir sem komu var mamma brúðgumans sem er þó plús þar sem hún er ekkert smá indæl og litlu tvíburafrændsystkinin hans sem ég hef samt aldrei hitt in real life og svo kom Dóra líka :)... allir aðrir vinir mínir komu heldur ekki... svo allt í einu meðan presturinn var að gefa okkur saman kom mamma askvaðandi inn með brauð í poka og vildi fá að vita hvar væri ruslafata... engin slík var þarna inni þannig að hún snéri við og strunsaði út aftur... svo var ég allt í einu komin inní einhverja skóbúð og vá... þvílík steypa ! enda svaf ég svo fast að ég vaknaði með hausverk... ekki sniðugt...

mánudagur, ágúst 23, 2004

Þá er fyrsti skóladagurinn á síðustu önninni minni búinn og var hann afar lengi að líða... málið var líka það, að á mánudögum á ég ekki að byrja fyrr en 11 en þar sem ég þurfti að fá nýja töflu átti ég að mæta 8:10 í dag og skólasetningin var búin um 9 og þá var ég bara í gati til 11... svo hringdi inn í þann tíma og við Annika og Gróa röltum af stað en viti menn... var ekki bara kennarinn veikur ! fyrsta skóladaginn... :D þannig að fyrsti tíminn minn byrjaði tuttugu mínútur í eitt... svo erum við stelpurnar allar í gati eftir þann tíma, eða þar til útskriftaráfanginn byrjar þannig að við bara skelltum okkur í búðarráp á laugarveginn !! ;) gaman að því... skellti mér svo í baðhúsið eftir skólann sem var búinn seint og síðar meir og komst að því að kortið mitt rennur út eftir 4 daga takk fyrir... þannig að maður þarf að endurnýja það sem fyrst !
Til að víkja aðeins aftur að skólamálum þá er komið á hreint að útskriftin verður 21. des klukkan fjögur.... það er þriðjudagur by the way... en það verður bara að hafa það, fólk verður bara að taka sér frí, það er að segja þeir sem ekki verða komnir þá þegar í jólafrí, enda skyldumæting til mín þennan dag !! ;) heheh !

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Þessi helgi ,sem var að líða, var miklu skrautlegri en ég átti von á en er það bara í besta lagi... enda um að gera að taka vel á því áður en skólinn fer á fullt... Fórum í partý í grafarvogi á föstudaginn og þar ætlaði ég ekkert að drekka en nei, endaði auðvitað frekar hress á því... ekki hægt að neita að það var fjör þarna enda margir vel í glasi... :) úff svo þegar allir voru að fara ákvað ég að bíða eftir Rúnari bara við bensínstöðina sem er nú kannksi ekki beint viturlegt á föstudagsnótt enda komu fullt af bílum þarna flautandi framhjá og ég var orðin nokkuð smeyk sko... enda var ég nú ekki í besta ástandinu sem hægt var að vera í... en þurfti nú ekki að bíða lengi eftir honum þannig ég var alveg safe... Fórum svo á Menningarnótt og gær og var tekið vel á því, betur en á föstudeginum ótrúlegt en satt ! byrjuðum reyndar kvöldið hjá Anniku sem var með smá teiti og svo lá leiðin niðrí bæ þar sem flugeldar tóku vel á móti okkur ! Ekki er hægt að neita því að bærinn var stútfullur þegar við komum en svo fór heldur betur að grisjast þegar á leið á nóttina.... En þetta var stemmari !!
svo er bara skóli á morgun... langt síðan maður hefur sagt þetta... :D

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

jæja... nú er hægt að skrifa comment við hverja mynd á myndasíðunni... ;)

mánudagur, ágúst 16, 2004

Já góðann daginn segi ég nú bara ! maður hefur verið heldur duglegur að djamma í sumar og er allt gott um það segja en núna fer það ábyggilega minnkandi þar sem skólinn fer senn að byrja... en það er spurning hvort ekki sé bara hægt að sameina þetta einhvern veginn, vera bara mega duglegur í skólanum þannig að maður getur kíkt með góðri samvisku á djammið svona einstaka sinnum allavega... maður spyr sig, eins og Rúnar orðar svo skemmtilega ;) Menningarnótt er allavega um helgina og þá verður tekið almennilega á því, svona rétt áður en skólinn byrjar, það er alveg klárt !! Búin að setja nokkrar myndir inná myndasíðuna sem teknar hafa verið á sólon...
Svo kláraði ég sálfræðina og fékk 7 í lokaprófinu, alveg eins og ég var búin að spá og var frekar sátt við það... þessar einingar létta ótrúlega mikið fyrir mér í haust og núna er ég eiginlega pottþétt að útskrifast um jólin... :)
Skólinn byrjar víst á mánudaginn en ég ætla að reyna að sækja stundatöfluna mína á fimmtudaginn og er ég frekar spennt að fá hana í hendurnar... þetta verður ágætis önn held ég, er í einu lokaprófi og það er próf sem ég get tekið hvenar sem er á önninni, þess vegna strax í september ef ég verð dugleg...

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Örfáar myndir eru komnar á linkinn hérna hliðiná.... hvað er samt málið með stóru stafina á hinum linkunum ?!?

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Brúðkaupið hjá Fjólu og Davíð sem var í gær var svo ótrúlega fallegt að ég er ekki frá því að örfá tár hafi sests að í augnkrókunum hjá manni... Margt sem flaug gegnum höfuðið á manni á meðan athöfninni stóð, en þau voru ekkert smá sæt saman og allur dagurinn bara frábær ! Svo tók við glæsileg veisla sem var einstaklega vel heppnuð í alla staði... Myndir koma bráðum...
Svo gerðist maður það duglegur að fara heim að lesa eftir veisluna og las maður í smá tíma til að geta farið með góðri samvisku aðeins út...
OG je minn eini haldiði ekki að Auður hér verið stoppuð af daz polizei á leiðinni í Mosó en gaurinn var bara hress þannig að enginn skaði skeði þar...Eftir smá viðkomu í Mosó skellti ég mér niðrí bæþar sem ég hitti stelpurnar á Sólon en við vorum ekki lengi þar og fórum bara eitthvað á röltið...
ég er ekki alveg að höndla að fara í þetta sálfræðipróf á morgun en maður verður að draga sig í það og sjá hvernig fer... Annars er ég búin með söguáfangann og kláraði hann með glæsibrag, eða svona nánast ;) og ég er ekkert smá ánægð að hafa náð honum svona vel...

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Ég er ekki frá því að maður hafi nælt sér í smá kvef útí eyjum, allavega hnerra ég hérna hægri vinstri... ! það var ólýsanlegt að komast í mitt eigið rúm aftur því þó að vindsængin hafi alveg verið að gera góða hluti þá jafnast hún ekki alveg við rúmið mitt... kannksi er það frekar það að sofa bara aftur í hlýju og þar sem dropar ekki á mann... :D hehhe ! en þetta var alveg þess virði og er maður nánast farin að telja niður aftur ;)
Svo er það brúðkaupið hjá Fjólu og Davíð um helgina og svo lokaprófið í sálfræðinni á mánudaginn.... þannig að það er alveg nóg framundan auk þess sem maður þarf að finna tíma til að hitta the buddies ... :)
hey Annika... by the way... hvaða skot eru þetta hérna á tagboardinu á mig ? :O hehehe ;)

mánudagur, ágúst 02, 2004

Jæja fólk... þá þjóðhátiðin alveg búin og ráðlegast væri að taka sér drykkjupásu þangað til farið verður á næstu þjóðhátíð.... ráðlegast kannski en svo engan veginn rauninn... :$ Þetta var alveg hin skemmtilegasta helgi þrátt fyrir sumt svona síður skemmtilegt, greinilegt að maður þekkir ekki fólk eins og maður hélt eða þá að áfengið hafi gjörsamlega verið að stjórna því fólki... en meina maður reynir að gera gott úr öllu þannig að við skemmtum okkur ansi vel :) skandalar já... hugsa að ég fari ekkert nánar útí þá.... við vorum aaaaltof mikið á skallanum á tímabilum, sváfum ekkert alltof vel en Skafti á samt vinninginn í því máli en félaginn svaf í 3 tíma yfir alla helgina takk fyrir, en það var samt stemning í lagi...svo var veðrið ekki eins slæmt eins og gert var ráð fyrir og ekki eyðilagði þessi litla sól fyrir... :) allavega mér fannst mjög gaman núna þetta árið og er alveg á leiðinni aftur eftir ár, þó að Annika sé ekki á sama máli... svo tók ég alveg helling af myndum, sumar með tilheyrandi pósum, og munu þær koma hér bráðum, það er að segja þegar ég er búin að grandskoða þær og flokka þær grófustu úr ... :D

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Erum við að tala um að fara til Eyja á morgun eða hvað ?!?!?!?!? ;P nú líst mér á það... veðurguðirnir ekki alveg að meika það en meina, smá rigning drepur mann nú ekki !! verður bara frekar blaut helgi....
fór að versla áðan og alveg slatti keyptur, mest samt kex og svoleiðis rusl og svo HELLINGUR af blandi... þetta er ekkert smá plássfrekt og verð ég ábyggilega að hafa sér tösku fyrir þetta allt... hmm... nei nei reyni nú bara að troða þessu eins og ég get !!! ;)

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Helgin var gífurlega fjörug hjá mér að vanda og byrjaði hún með stæl á föstudeginum en Rakel var að halda uppá afmælið sitt og lét maður sig nú ekki vanta þar...  úr því var svo haldið í innflutningspartí niðrí bæ þar sem voru nánast bara strákar en það var nú bara gaman af því :D Kíktum svo eitthvað smá niðrí bæ með Skafta og Láka þar sem ég gerði víst eina stelpu brjálaða en ekki var það mér að kenna, hún var bara eitthvað að misskilja hlutina... ;)
Á laugardaginn var ég svo bara að vinna og svo meira djamm um kvöldið, aldrei nóg af því, enda eru farnar að birtast myndir af manni hér og þar á netinu... ehemm... maður þarf að fara að passa sig... nei nei segi nú bara svona ! gaman af þessu lífi !! :P
Síðasti vinnudagurinn minn er í dag og finnst mér alveg hreint ótrúlegt hvað þetta hefur verið fljótt að líða... tíminn hefur bókstalega flogið áfram !
3 dagar baby, 3 dagar ;)

fimmtudagur, júlí 22, 2004

Ég vaknaði eldspræk klukkan átta í morgun við þessa gífurlegu sól líka... þannig að ég nennti nú ekki að sofa lengur og skellti mér í baðhúsið og púlaði þar að venju... svo var veðrið svo ótrúlega gott þegar ég var búin þar, að ég plataði Stellu og Sigrúnu með mér í sund og vá ... margir greinilega í leit að brúnku því að laugin var pökkuð ! svo lenti ég í smá óhappi því á bikininu mínu eru svona perlur á hliðinni sem halda buxunum saman og viti menn... þurfa perlurnar ekki að losna takk fyrir... en ég náði nú að binda bara böndin saman og toldi það ótrúlega vel saman :) maður verður nú að redda sér !
svo er ég bara að fara að skella mér í vinnu og ætla svo að kíkja í Kringluna í kvöld eftir vinnu og gá hvort ég geti ekki eytt einhverjum pening :P heheh segi bara svona !
8 dagar....

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Djöfull getur fólk nú verið klikkað ! Veskið mitt var tekið uppúr töskunni minni í vinnunni í dag og var ekkert smá mikið að drasli í því sem mér þótti rosalega vænt um... ekki nóg með að í því var ökuskirteini, öll skilríkin og kortin (þar á meðal ljósakort og slíkt), 10000 kall sem ég var nýbúin að taka út ( er eiginlega aldrei með pening í lausu ), heldur voru líka HELLINGUR af myndum og persónulegum miðum og drasli og það er eiginlega það sem mér þykir verst að missa... Við fórum niðrá lögreglustöð og löggan þar sagði okkur að koma aftur í fyrramálið til að gefa skýrslu sem við gerðum svo eldsnemma í morgun...Gaurinn sem tók skýrsluna var "detective inspector" ! enginn smá titill það ;) Fór svo og fékk bráðabirgðaökuskirteini og sótti um nýtt kort í bankanum... þannig að þetta púslast hægt og rólega saman, þó að ég fái náttúrlega allt annað aldrei aftur :(   BÖMMER !!
9 dagar...

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Ég á semsagt eitt verkefni eftir í sálfræðinni í sumarskólanum sem er lokaverkefnið fyrir prófið á ágúst, og á ég að skila því 30 júlí sem er föstudaginn eftir viku...  ;P en já allt í góðu með það, en þetta er tilraunaverkefni þar sem ég á að tala við 2-3 krakka 4,5 eða 6 ára og ég var að fatta að ég veit ekki um neinn sem á börn eða systkin á þessum aldri ... hvað gera bændur þá ? endilega ef þið vitið um tvo gríslinga á þessum aldri endilega talið við mig... þið yrðuð alveg lifesavers !! :)

mánudagur, júlí 19, 2004

Helgin var afskaplega mátuleg fannst mér og ég skemmti mér mjög vel ...  Var að vinna á laugardaginn eins og vanalega og svo skellti ég mér til Dóru um kvöldið og kíktum við svo á djammið þegar Karó og Annika bættust í hópinn.... þetta er orðin svona nokkurs konar rútína hjá okkur á laugardögum því svona hafa allir laugardagar sumarsins litið út...En núna á ég bara eftir að vinna einn laugardag sem er núna næstu helgi en minn síðasti dagur í vinnunni er á þriðjudaginn eftir viku... allavega eins og planið lítur út núna !
Núna er mánudagur eins og glöggir menn hafa tekið eftir og núna getur maður farið að segja að maður sé að fara á þjóðhátíð í NÆSTU viku !! ;) ekki amalegt það...
11 dagar...

laugardagur, júlí 17, 2004

Fjölskyldan mín er ótrúleg... Þegar fólkið kom að vestan á fimmtudagskvöldið var Edda að tala um hvað hana langaði að fara eitthvert út og ljúka sumarfríinu með stæl og var vinan ekki fyrr komin inn úr dyrunum þegar hún var sest fyrir framan tölvuskjáinn og að panta sér miða til Svíþjóðar ! Þannig að hún er að fara þangað í dag með vinkonu sinni og verða þær í rúmlega viku ! Ekki nóg með það, heldur fengu foreldrar mínir sömu hugmynd og ákváðu að skella sér bara til Danmerkur á miðvikudaginn og vera í viku... koma semsagt heim þegar ég er í fullum undirbúning fyrir þjóðhátíð ;) en já ég verð semsagt ein heima í eina viku... aftur... magnað fólk í þessari fjölskyldu , það er sko ekkert verið að hika við hlutina á þessum bæ !! :D
13 dagar !! ;P

föstudagur, júlí 16, 2004

Jújú... haldiði ekki bara að auði hérna hafi dottið í hug að setja á sig brúnkukrem fyrir svefninn í gærkvöldi og afleiðingin af þeirri hugdettu varð sú að annar fóturinn minn var hreint og beint röndóttur þegar ég vaknaði !! :D alveg hreint magnað þarsem öll önnur svæði heppnuðust frekar vel en bara annar fóturinn sem var ekki alveg að passa þarna inní ... jájá því ekki ?!?!? ;)
Tiltektin í herberginu hélt áfram í morgun áður en ég fór í vinnunna og miðar þetta allt saman hægt og rólega áfram... ákvað að taka þetta í smá lotum !! ;P sé samt eiginlega ekki fyrir endann á þesssu... endalaust hægt að flokka og þar sem ég á alltof mikið að dóti, veit ég ekkert hvert ég á að setja það.. en já þetta hlýtur að fara að taka enda, hef enga trú á öðru enda þýðir víst ekkert að vera að hangsa með hlutina !! :)
15 dagar ...

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Pabbi ákvað að skella sér í veiðiferð með einhverjum gömlum vin og koma þeir ekkert fyrr en á föstudaginn þannig að ég er bara ein heima núna næstu daga... veit reyndar ekki hvenar mútta og edda koma heim en það gæti jafnvel verið annað kvöld en ég veit ei...
Var ekkert smá dugleg og ryksugaði og sópaði alla búðina eftir lokin og vá það var alveg kominn tími til... allavega svona sum staðar... en nú glansar búðin frá gólfi upp í loft ! tja eða svona næstum því !! ;P Fékk bílinn í vinnuna ( enda enginn annar heima til að nota hann !! ) og var það ákafalega ljúft að þurfa ekki að bíða eftir strætó eftir svona "erfiðisvinnu" líka ! heheh :D

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Haldiði ekki bara að Láki kallinn hafi ákveðið að hætta við að hætta við að fara til eyja þannig að hann kemur með og eru það gleðifréttir ! :)
Ég er nú ekki alveg með fulde fem núna þessa dagana... ég svaf í 11 tíma í nótt takk fyrir ! það er náttúrlega bara útí hött, svona allavega miðað við það ég þarf yfirleitt bara um 6-7 tíma svefn til að vera sem hressust... sofnaði um hálf tólf og vaknaði rúmlega tíu ! ætla að reyna að halda mig frá svona miklum svefni þar sem það hefur ekkert svakalega góð áhrif á mig, var nefnilega frekar dösuð eitthvað í vinnnunni miðað við venjulega.. :D
17 dagar....

mánudagur, júlí 12, 2004

Magnað hvað allir voru eitthvað hressir í dag sem komu í búðina ! kom meðal annars maður sem var svo ánægður með afgreiðsluna og var eitthvað að tjá sig um hvað það væri gott að koma þangað :) svo var nú annar maður sem kom, strákur eiginlega sem var sko ameríkani og jújú í góðu lagi með það... hann spyr um póstkortin og ég bendi honum á þau. Svo kemur hann upp að borðinu og spyr bara alveg upp á þurru hvort ég væri íslensk og eitthvað svoleiðis... Svo spurði vinurinn hvort hann mætti taka mynd af mér ! ég bara " no why ?" þá fékk ég svarið " you are blonde and beautiful, the perfect icelandic beauty and i want to show my friends in america how they look like ! " ég átti svo bágt með að fara ekki að hlæja og hélt í alvörunni að hann væri að djóka og en hann hélt nú ekki og vildi fá þessa mynd af mér !! ótrúlegt hvað drengurinn var ekki að gefa sig en eftir dágóðann tíma gafst hann þó upp og labbaði út... með enga mynd af mér takk fyrir :D þetta fannst okkur í vinnuni ansi fyndið og höfðum við gaman af enda lífga svona tilfelli óneitanlega uppá vinnudaginn !

sunnudagur, júlí 11, 2004

Enn ein helgin búin og ný vika senn að byrja... Við Annika og Karó skelltum okkur aðeins út á lífið í gær og var það eins og búast mátti við mjög skemmtilegt ! Fattaði samt þegar við vorum staddar á Felix að ég hafði gleymt sjalinu mínu á Sólon þannig að við neyddumst til að standa í þónokkurri röð til að komast inn og sækja það... en meina... það er nú bara stuð enda mikið af fólki sem hægt var að fylgjast með !
Heimilislífið hérna næstu vikuna mun vera afar rólegt spái ég en mamma og edda tóku uppá því að skella sér með afa og ömmu og svo bróður mömmu og fjölskyldu hans vestur á land... og ætla þau sér að vera þar í nokkra daga... þannig að það er bara ég og pabbi sem sitjum eftir heima en þar sem ég er ekki það mikið heima hjá mér verður fjölskyldulífið frekar easy going...

laugardagur, júlí 10, 2004

Jújú... við mútta skelltum okkur á útsöluna í morgun og þar var nú aldeilis keypt nægu sína ... :$ keypti tvennar buxur (Auður keypti sér diesel gallabuxur takk fyrir !! :D ) , bikini, nærföt, nokkra boli, snyrtidót og eitthvað meira smádót... alveg hægt að gera MASSA innkaup á svona útsölum þó svo að eiginlega ekkert af þessum hlutum hafi actually verið á útsölu... :$
21 dagur áætlað í Þjóðhátíð en nokkrar breytingar hafa orðið á planinu en það verður bara að koma betur í ljós næstu daga... Ég og Annika erum allavega búnar að gera díl um að við förum, no matter what !!! :) hey já akkúrat 3 vikur í dag í þetta... þetta verður massíft fljótt að líða spái ég...

sunnudagur, júlí 04, 2004

Þá er gæsunin búin og það sem ég náði að vera með í var alveg frábært ! fór bara strax eftir vinnu í baðhúsið til að finna mig til og hitti svo stelpurnar á pottinum og pönnunni þar sem við fengum okkur gott í gogginn. Eftir að hafa farið svo í hópferð í hagamel að fá okkur ís lá leiðin heim til Guggu þar sem við horfðum á A night at the Roxbury sem er náttúrlega bara snilldarmynd ! Eftir hana var eitthvað sötrað og hitað upp fyrir kvöldið framundan... Svo löbbuðum við brjálæðingarnir niðrí bæ og skórnir að drepa hérna meirihlutann en við komusmst þó á Nasa þar sem í svörtum fötum var að spila, með stemninguna í lagi ! þetta var semsagt alveg heví skemmtilegt allt og Fjóla gæs rosalega ánægð með daginn skildist mér :)

laugardagur, júlí 03, 2004

Fór í morgun með Anniku að sækja miðann hennar í Herjólf fyrir þjóðhátíð og þá er hún á leiðinni með til eyja sem gleður mig mjög !! :) þá verðum við semsagt sex sem förum, 3 og 3 af hvoru kyni... þetta verður massíft ! styttist samt óðum í þetta og eftir mánuð , uppá dag, verðum við á heimleið frá dalnum...
Vinna á morgun og svo bara flottheit og tjútterí eftir hana og sé ég fram á enn eina skemmtilega helgi... ;) þarf reyndar að gera eitt skilaverkefni fyrir sumarskólann en hef nú minnstar áhyggjur af því ! :)

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Kellan var ekkert á því að taka niður þessi skilaboð á síðunni minni þannig að ég skipti bara um bakgrunn og svona mun þetta líta út þangað til ég finn eitthvað flottara... :)

laugardagur, júní 26, 2004

Veit ekkert hvað málið er með þetta dæmi á síðunni... var að breyta einhverju og vona að manneskjan sem hannaði þetta fari nú að taka þetta þar sem ég var nú að laga eitthvað...
Nóg að gera alltaf í vinnunni eða já nei við skulum nú kannksi ekkert vera að ýkja neitt rosalega þannig að við skulum bara segja að það koma annasamir tímar inná milli... mánuður eftir í vinnunni og svo taka eyjar við... talandi um eyjar þá er afkaplega gaman að hugsa til þess að það er heldur betur farið að styttast í brottför og magnast spennan með hverjum deginum sem líður ! :D
Sumarskólinn er í fullu gangi núna og alveg plenty to do... meðal annars að taka próf á netinu sem þarf að vera búið að senda fyrir miðnætti í kvöld... en það er alveg í fínu lagi enda nóttin ung og verður meðal annars kíkt til Guggu sem er að halda uppá afmælið sitt fyrir almúgann :D
Ég er nú ekki alveg heilbrigð sko... núna undarfarna daga er mér búið að líða hálfskringilega og er ég búin að vera með þvílíkan slátt í MAGANUM !! bara eins og það séu litlir kallar að spila á trommur inní mér... hversu óeðlilegt er það !?? :D veit að fólk getur fengið óreglulega hjartslátt í HJARTAÐ ef það drekkur of mikið kaffi or some en ekki drekk ég kaffi og slátturinn er ekki í hjartanu... weird ! mér finnst þetta allvega ansi óþægilegt, kannksi bara eitthvað að ganga en öll læknisráð þegin engu að síður ;)

föstudagur, júní 18, 2004

Það var enginn smá mánudagsfílingur í mér í morgun þegar ég mætti í vinnuna enda ruglar það öllu systeminu að hafa svona frídag í miðri viku... samt alls ekkert slæmt sko ;)
það var sko aldeilis tekinn púlsinn á bæjarlífinu 16. júní og var allt fljótandi í fríu áfengi, kíktum við aðeins á sólon, felix og að mig minnir nelly's... svo lentum við í einhverju partýi í hlíðunum og vá... þar var alveg vel athyglisvert fólk... ! :D
svo var aðeins kíkt með litlunum í bæinn á gær, í skrúðgöngu og svona og holy moly hvað var brjálæðislega kalt ! absolutly madness, samt fegin að það rigndi ekki ! svo komum við meiri að segja í fréttunum í sjónvarpinu, bara celebrity hérna !! ;Þ
ætlaði að skrifa eitthvað svakalega merkilegt en greinilega ekki merkilegra en það að ég man ekki hvað það var... :$ hehe ég er nú alveg....

þriðjudagur, júní 15, 2004

Ég fór niðrí landflutningar í morgun og keypti miðana í Herjólf fyrir verslunarmannahelgina þannig að ég er allavega pottþétt á leiðinni á þjóðhátíð !! :) það þarf eitthvað SVAKALEGT að gerast ef það á að breytast...
svo er bara 17. júní ekki á morgun heldur hinn og það getur bara þýtt eitt... djamm á morgun !!! ;P

laugardagur, júní 12, 2004

Fólkið sem kemur í búðina gæti sko ekki verið fjölbreyttara og ýmislegt sem maður lendir í !! :D það kom til dæmis strákur, líklega á mínum aldri og var búinn að tala heillengi við eigandann niðri og fór svo út... ég horfði á eftir honum og þá leit hann innum gluggann, sá mig og kom aftur inní búðina og stóð yfir mér í ábyggilega 20 mínutur, spurði mig hvort ég ætti rítalín og sagði mér alveg HELLING af hlutum sem ég hefði alveg getað lifað án þess að heyra... þessum gaur var semsagt hleypt úr fangelsi í gærmorgun en er eftir að afplána 15 mánuði og ef hann brýtur af sér núna þá bætast 3 ár við það... svo tók við 20 mínutna sögustund þar sem ég fékk meðal annars að heyra MJÖG nákvæmar lýsingar á ráni sem hann og vinur hans framkvæmdu ( sem ég man rosalega vel eftir ) ! það var nú ekkert voðalega auðvelt að skilja hvað hann var að tala um því hann hoppaði úr miðri sögu yfir í næstu og kláraði sjaldan það sem hann var byrjaður á.... brot úr samtalinu rétt áður en hann fór :
gaur: já vinur minn tók peninginn minn sem ég fékk í gær... hey má ég kannksi hringja aðeins í hann til að fá peninginn ?
ég: já ég skal leyfa þér að hringja stutt, en það er bara hægt að hringja í heimasíma
gaur: já það er fínt. Veistu hvað klukkan er ?
ég: já hún er að verða 6
gaur: í alvuru ? ég átti að mæta til læknis klukkan 2 !!
ég: þú ert orðinn altof seinn í það núna....
gaur: það er svo þægilegt að tala við þig...
ég : uu... takk
gaur: já ... hey eigum við að gera svolítið ?
ég : uuuu...
gaur: hahahaha !! ekki þú og ég þannig !! svipurinn á þér ! ég á sko kærustu... við hittumst í fangelsinu...
ég: já ég skil...
gaur: ég er nýkominn úr meðferð... en þarf að fara aftur...
ég: núnú ekki var það nú gott...
gaur :nei... fokk hvað kærastinn þinn er heppinn maður !
ég : uuuu ... takk.... held ég...
gaur: hey það er komin helgi...
ég: já... það er víst...
gaur: ooo ég þarf að fara...
ég : farðu vel með þig og reyndu að forðast fangelsið...
gaur: takk... ég skal reyna það fyrir þig...
mér finnst svo sorglegt þegar svona fer fyrir fólki... þetta var mjög myndarlegur strákur sem gæti hæglega komist langt í lífinu.. en já... svona er þetta víst..
jæja... er farin að finna mig til fyrir smá tjútt !! :D
Alveg hreint ótrúlegt hvað dagarnir fljúga beinlínis framhjá manni... strax kominn laugardagur aftur og læti... ég er glaðvöknuð og klukkan ekki orðin 9 og ég á ekki að byrja að vinna fyrr en 10... mér finnst nú alveg fyndið samt hvað ég er ferlega hress og vakandi miðað við lítinn sem engann svefn í nótt, nú er bara að vona að þreytan sæki svo ekki að manni um miðjan daginn... :D
Engin vinna á morgun þannig að ég ætla með góðri samvisku að skella mér aðeins á gaukinn í kvöld með stelpunum, að kíkja á í svörtum fötum... hefði ábyggilega skellt mér þó ég hefði átt að vinna en þetta er skemmtilegra svona ;)
Ég keyrði yfir kött í gær.. ! svartann í þokkabót ! hann kom stökkvandi á milljón útúr einhverjum runna sem ég var að keyra meðfram og lenti semsagt í mér ! ótrúlegt en satt þá slapp han ALVEG ómeiddur frá þessu og hljóp hinn rólegasti í burtu eftir þetta... ég var nú ekki alveg að fatta það og fatta það ekki enn hvernig hann gat sloppið svona ferlega vel... greinilega eitthvað til í því þegar sagt er að kettir hafa níu líf og þessi köttur er klárlega dæmi um það ! :D
þið bara kíkið til mín í búðina ef þið viljið komast yfir nýjasta slúðrið... eða bara ef þið viljið kíkja á mig ;P ciao !

fimmtudagur, júní 10, 2004

jæja þá fór ég og sótti símann minn í gær og mér til mikillar gremju eyddist allt sem var seifað í honum, símanúmer, sms og fleira... :( fékk hann semsagt alveg eins og hann var fyrst... held samt að þeir hafi gert eitthvað meira við hann því það er eitthvað dót í honum sem var ekki áður en hann er allavega kominn aftur í hendurnar mínar ... :)
það er vika í 17. júní og þar sem ég verð í fríi þá verður væntanlega eitthvað tjúttað 16.... svo er verið að reyna að fá mig á djammið á sjálfann 17. líka en ætla aðeins að sjá til með það...
ég get svo svarið fyrir það, að þrátt fyrir þetta góða veður er mér actually frekar kalt núna... kemur samt ekki til greina að leggjast í veikindi núna enda er það eitthvað það leiðinlegasta sem ég veit um... að vera veik semsagt... nei hugsa að mig vanti bara einhvern til að kúra hjá og hlýja mér... ;)

miðvikudagur, júní 09, 2004

Haldiði ekki bara að hún Auður hérna hafi unnið heilar 500 krónur í lóttóinu ? það er ansi fyndið miðað við það að ég vinn yfirleitt ekki neitt, en ég er ekkert að kvarta þó þetta sé nú ekki upphæð uppá marga fiska... en 500 kall er 500 kall og á maður að vera þakklátur fyrir það, sem ég auðvitað er :)
Ég náði ekki að sækja símann minn úr viðgerð í dag þannig að ég verð að reyna að koma mér í það á morgun eftir vinnu... var líka svona ferlega heppin að einn þurfti að fá að breyta vinnutímanum á morgun þannig að ég er bara frá 10-15 en ekki til sjö sem er býsna gott því þá ætti ég að ná að gera ýmislegt sem ég er eftir að ganga frá, sem er ansi mikið... en það reddast nú allt ! svo ætti ég meiri að segja að komast í bodyattack með henni Dóru minni þannig að fegin er ég að vinnutíminn breyttist á morgun...
Maður ætti kannksi að fara að koma sér í háttinn enda er maður eitthvað orðin þreyttur... ciao babes ;)

sunnudagur, júní 06, 2004

Við Annika og Láki ætluðum heldur betur að taka djammið með trompi og skella okkur á ball í Grindavík en þegar við vorum komin þangað um tvöleytið var uppselt takk fyrir ... enda kannksi ekki hús sem rúmaði marga :D en já þannig að við rúntuðum bara í Njarðvík og enduðum bara á djammi í Reykjavíkinni... kannski bara best að halda sér þar ;) hehe ! skelltum okkur aðeins á Nellys og svo var kíkt á Sólon í góðum fíling... Sumir orðnir ANSI skrautlegir og var ég nú á tímabili farin að verða ansi hrædd um að aðstæður væru að fara úr böndunum... en já það var ekkert eðlilegt hvað voru margir niðrí bæ, eða jú kannksi svona miðað við hversu gott veðrið var... það er nú varla hægt að sleppa því að tala um leikinn í gær... eða jú kannksi maður sleppi því svona núna miðað við hvernig hann fór !! ;)

föstudagur, júní 04, 2004

Á þriðjudaginn á líf mitt víst að verða fyrir þvílíkum breytingum... á þriðjudaginn er nefnilega 8. júní og þá á eitthvað mikið og stórt að gerast í mínu lífi samkvæmt einhverri spákonu... hef nú yfirleitt ekki mikla trú á einhverju svona en flest allt hefur passað hjá henni hingað til og hún var alltaf að ítreka þessa einu dagsetningu þannig að ég er alveg hálfspennt að sjá hvað það gæti verið...
Síminn minn tók uppá því að bila í dag og er það líklega það versta sem getur gerst fyrir mig !! brunaði eins og brjálæðingur niðrí kringlu til að ná fyrir lokun og sagði gaurinn mér það að síminn yrði að fara í viðgerð og ég fengi nýtt kort... kortið yrði tilbúið á MORGUN og síminn sjálfur kæmist í viðgerð á MÁNUDAGINN takk fyrir !! þarna rann upp fyrir mér hvað ég er ótrúlega háð símanum og ég sá nú ekki alveg hvernig ÉG átti að geta lifað án símans míns svona lengi.... Gaurinn sá það greinilega á mér og reyndi eins og hann gat til að fá það í geng í dag og eftir laaaanga bið tókst honum það ! ótrúlegt en satt ! frábær gaur !! :) þannig að núna get ég sem allavega notað kortið mitt í gamla símanum mínum.. ;) gleði gleði !! :P
Ég skellti mér í strípur og smá klippingu í dag og er ég bara nokkuð sátt við útkomuna, ákvað að prufa nýjann stað núna og það var strákur lítið eldri en ég sem sá um mig og var hann vel hress og gaf mér svaka nudd og læti !!
Djamm í kvöld ?? já það held ég svei mér þá !! ;)
Ég ákvað að kíkja aðeins í búðarleiðangur í gær og kom heim með fullt af einhverju dóti, þar á meðal skó, tvær peysur og fullt af einhverju smádóti...ansi stór eyðsludagur en það er nú alltaf gaman að fara að versla ;)
Byrjaði að vinna í dag og líst mér rosalega vel á þetta þannig að þegar þið ætlið að kaupa ykkur slúðurblað eða já kannksi bara eitthvað allt annað þá vitið þið hvert þið eigið að snúa ykkur !! ;)
Veit ekki alveg hvaða svaka símadagur var í dag en síminn stoppaði sko ekki ! fékk meiri að segja símtal frá London sem mér þótti nú afar vænt um ! en fyndið samt þegar svona dagar koma, því suma daga fær maður svona eitt og eitt símtal og sms og svo aðra daga gæti maður verið í fullri vinnu við að svara og tala í símann !! skemmtilegt þetta líf ! :)
Annika kom með ansi góða pælingu, hvort djammið yrði ekki tekið fyrir núna um helgina og er ég alls ekki frá því að þeirri hugmynd verði fylgt eftir ! enda kominn tími til finnst mér ... ;)

mánudagur, maí 31, 2004

Við Dóra kíktum smá í menninguna í gærkvöldi og þar var nú fjöldinn allur af fólki enda veðrið alveg að gera sig ! :) Var víst búin að lofa að vera í bandi við Láka en steingleymdi því náttúrlega :$ Auður Sauður !!! Svo ræddi ég málin við annan ungan mann í gær í fyrsta sinn í langan tíma... Sem tók mig heldur betur í gegn fyrir að hafa hálfpartinn að vera að dissa sig undanfarið en kallinn sá fyrirgaf mér það nú á endanum þegar ég var búin að lofa að bæta honum það upp enda var hann orðinn hálfsár, en núna er semsagt allt gott á ný enda þýðir ekkert að vera að velta sér uppúr liðnum hlutum !! ;)
Lenti í frekar asnalegum atburði í dag í Baðhúsinu þegar einhver kona var að þurrka sér með handklæðinu mínu eftir sturtuferð sína... Enda fékk greyið konan ekkert smá sjokk þegar ég kom þarna vappandi og spurði hana hvort þetta væri ekki mitt handklæði ! Helt að konan myndi fá hjartaáfall á staðnum hún var svo miður sín... En ég tók þessu nú afskaplega rólega og var ekkert að stressa mig á þessu, ekki deyr maður nú á því að sleppa að þurrka sér með handklæði einstaka sinnum :D

sunnudagur, maí 30, 2004

Jæja komin úr náttfötunum :D núna liggur leiðin útúr húsi held ég... enda nóg að gerast í kvöld down town !! ;)
Hugsa að þetta sé einn mesti letidagur ársins... allavega hjá mér, enda er allt lokað og margir í einhverjum boðum eða álíka... ég er barasta ennþá vappandi um á náttfötunum og get svo svarið fyrir það að ég man ekki eftir að það hafi komið fyrir áður...
Þá er víst búið að velja þjóðhátíðarlagið fyrir þetta árið en þar sem ég er ekki enn búin að heyra það get ég voða lítið sagt um það ! :D vona bara að það sé eitthvað varið í það... Ég er allavega aftur orðin spennt fyrir Eyjum, spennan var eitthvað farin að dala en er einhvern veginn komin aftur í ómældu magni !! ;)
Ekki er ég nú búin að vera dugleg að laga til eins og ég hafði ætlað mér að gera í dag og sé ég nú ekki fram á að það verði gert úr því sem komið er... en það kemur dagur eftir þennan dag ekki satt ?? ;P

laugardagur, maí 29, 2004

Hugsa að ég geti ekki talist heilbrigð... er búin að vera með eitt lag á repeat stanslaust og þá meina ég sko stanslaust... ekkert smá fallegt lag, fær mann samt til að hugsa ansi mikið...
Jæja, við Dóra vorum ekkert smá duglegar og skelltum okkur í Baðhúsið í morgun og þar var sko tekið á því þrátt fyrir þrálátann hita sem var nú alveg að drepa okkur.. en við erum nú lífseigari en það að láta einhvern hita drepa okkur :D
Ætla nú ekkert að vera að kvarta mikið yfir hitanum, hann er nú alltaf velkominn þar sem ég er stödd :)
Svo er ég á leiðinni í keilu með Eddu og litlu frænkunum, þeim langaði svo að gera eitthvað sniðugt með okkur þannig að við ætlum með þær í keilu og einhverjar búðir kannski :D

föstudagur, maí 28, 2004

Hehehe :D hef ákveðið að leggja ekki skáldskapinn fyrir mig í framtíðinni... sat í strætó og datt í hug að reyna að setja saman eitt stk ljóð til að tjá mig með, tók upp símann og ætlaði að byrja að pikka inn stafi og hugsaði með mér að það væri varla ÞAÐ erfitt að yrkja eitt stk fallegt ljóð en boy was i wrong... nema náttúrlega að það reynist bara mér erfitt ;) þannig að ég játaði mig sigraða og hætti að reyna og enginn fékk að njóta minna skáldhæfileika í þetta sinn !! :D ekki það að ég hafi verið búin að hugsa mér að leggja það fyrir mig í framtíðinni, en ég meina.. :D
Ætlaði að minnast á eitthvað svakalega merkilegt hérna en það var nú ekki merkilegra en það að það er gjörsamlega dottið úr kollinum á mér í augnablikinu... en það kemur kannski með tíð og tíma.... :) vi for se...

fimmtudagur, maí 27, 2004

Ég kýs nú að líta jákvæðum og björtum augum á lífið og tilveruna en auðvitað er alltaf eitthvað sem manni mislíkar... og eitt það leiðinlegasta sem ég veit um eru óeðlilega hægfara strætóbílstjórar... lenti í einum slíkum áðan og djóklaust þá stoppaði hann alveg áður en hann fór yfir hraðahindranir og tók slow motion dauðans í beygjum !! þetta fannst mér afskaplega fyndið á sama tíma og þetta pirraði mig rosalega :D kannski ekki beint það skemmtilegasta fyrir manneskju sem kýs að hafa smá fútt í hlutunum...
Annars er það af mér að frétta að ég skráði mig í fjarnám í FÁ í sumar í dag... mér gekk svo ljómandi vel í fjarnáminu þar í vetur að ég ætla bara að halda mér þar :)skráði mig í sögu og sálfræði og ætla ég að vera ferlega dugleg að læra í sumar... yeah right !! ;) enda ábyggilega eins og alltaf... að lesa og gera allt á síðustu vikunni... :$ en það reddast nú allt !
Stelpuskjátan mætti ekki heldur í dag þannig að ég segi nú bara gangi henni vel að læra þetta allt á einum degi sem er náttúrlega ekki fræðilegur möguleiki... en það er ekki mitt vandamál ... :D

miðvikudagur, maí 26, 2004

Ég sá draumabílinn í gær takk fyrir ! Það var ekkert smá flottur benz og vá hvað þetta verður svo sannarlega framtíðarbíllin... núna er bara að fara að spara :D
Ég hætti officially í vinnuni á föstudaginn, þá er það komið á hreint... maður lætur ekki bjóða sér hvað sem er og svo í þokkabót var ekki möguleiki fyrir mig að komast á réttum tíma til dæmis þegar pabbi er í landi því þá fæ ég jú ekki bílinn... þannig að þetta var rétta ákvörðunin í þessu máli... maður verður að taka ákvarðanir og ekki tekur maður alltaf þá réttu og verður bara að lifa með því... en í þessu máli var þetta hið eina rétta :)
Átti að mæta í dag og næstu tvo daga til að kenna nýju konunni allt en viti menn, haldiði ekki bara að hún hafi hringt sig inn veika... þannig að eins gott fyrir hana að hún sé fast learner... :D
Þannig að núna er ég búin að fara á fullt af stöðum að krúsa eftir vinnu sem gengur nú ekkert alltof vel verð ég að viðurkenna, en ég gef ekki upp vonina og er sannfærð um að ég finn eitthvað á endanum... hvað það verður er nú annað mál :D
Enda kannski bara í Hagkaup aftur... yrði alveg sátt við það samt :)

sunnudagur, maí 23, 2004

Jæja á morgun er komið að því að ég eigi að vinna ein, semsagt án hjálparkonunnar... og verður það án efa athyglisvert að fylgjast með hvernig það mun nú ganga !! :D
Annars skellti ég mér bara í kringluna í dag eftir vinnu með filmu í framköllun og auðvitað eyðir maður alltaf einhverjum pening þegar maður fer í búðir, þó að maður ætli alltaf að reyna að hemja sig... en það er nú bara stuð og fjör, alltaf gaman í búðum ! ;)
Úff svo er ég ábyggilega að fá einhverja sýkingu í augun því þau eru bæði ferlega rauð og æðarnar alveg vel sýnilegar sem er nú svolítið skrýtið því það gerist nú ferlega sjaldan sko... svo eru augun ekkert smá aum eitthvað núna... mér líst ekkert á þetta.. :S en ég verð bara að bíða og sjá hvort það lagist nú ekki með tímanum... á tíminn ekki að fixa allt ? ;)
Já heyrðu, svo tókst mér að breyta síðunni minni svona ALLSVAKALEGA líka !! allt á eigin spýtur sem er nokkuð magnað ... Fannst þessi bakgrunnur perfekt fyrir mig, bleikur og læti ! :D
Ég á víst að vinna næstu helgi líka... en það verða líka mínar helgar framvegis þannig að það er allt í lagi sko... líka hvítasunna þannig að ég fæ smá aukalega, ekki slæmt það !
Hmm... það væri kannksi sniðugt að fara að koma sér úr tölvunni og hvíla augun aðeins og sjá hvort þau jafni sig ekki...
Adios !! :P

laugardagur, maí 22, 2004

Í þessum töluðum orðum ætti ég að vera í mega útskriftarveislu en þar sem ég er að deyja bókstaflega í mallanum ákvað ég bara rétt aðeins að kíkja, svona með hamingjuóskir og svona :) veit samt ekki hvað er að mér sko ! ég fæ EKKI í magann bara svona sísvona þannig að þetta er frekar drungalegt eitthvað... kannski bara eitthvað í sambandi við undarfarna daga sem eru búnir að vera frekar erfiðir en það hlýtur nú að líða hjá, hef enga trú á öðru :) ég er búin að vera á fullu í dag ! mætti gallvösk í vinnu um hálf 8 og þegar ég var búin um hálf 2 brunaði ég niðrí baðhús og náði barasta að fylgjast með úrslitaleiknum á stöð 2 meðan ég púlaði þessi ósköp !! :D Hitti Völu svölu þarna annan daginn í röð og var hún alveg í stuði sko ! ;) skellti mér svo í ljós og vá, hugsa að það hafi verið að gæsa eina konu þarna því allt í einu fylltist heiti potturinn, og svæðið í kringum, af miðaldra ansi drukknum konum sem voru alveg með tilheyrandi látum ! gaman að því... svo fórum við Dóra aðeins í Smáralindina og eftir smá viðveru þar lá leiðin í hafnarfjörðinn... og hingað er ég svo komin... og klukkan ekki orðin 6... þetta er alveg búið að vera frekar busy dagur...
Vá hvað mér langar á djammið í kvöld en þá þarf að ég að mæta í vinnuna á morgun og svo er það jú þessi magakveisa... :S hefði alveg verið til í að skipta um helgi og vera í fríi núna í kvöld og vinna þá næstu en nei... en þá verður bara tekið betur á því næstu helgi ;)
p.s. ég skal GIFTAST þeim manni í bókstaflegri meiningu sem gefur mér svona man utd treyju !! mér hefur langað í svona í mörg ár en aldrei látið verða að því að fá mér svona... þannig að ég bara bíð....og bíð.... ;P

föstudagur, maí 21, 2004

Mikið átti ég erfitt með mig í gær... ákvað að kveikja aðeins á gamla símanum mínum og gá hvort hann virkaði og svona og þá sá ég að það voru bara fullt af gömlum smsum frá síðasta ári... en það voru þeir tímar, life goes on eins og skáldið sagði forðum daga... ( eða já, segjum það bara ! :D )
Mér fannst ekkert smá fyndið þegar tennurnar mínar féllu í sviðsljósið í vinnunni í dag ! ein konan var lengi búin að velta þeim fyrir sér en sagði svo að hún hefði ekki þorað að spurja fyrr og svo fór hún að segja hvað ég væri með einstaklega fullkomnar tennur og hvort ég hefði ekki verið lengi í tannréttingum og í svona hvíttingu ... !! ekki var hún alveg að trúa mér þegar ég sagðist aldrei hafa farið í svoleiðis ! ansi sorglegt þegar tennur manns eru farnar að vera aðalumræðuefnið, en það er nú bara gaman að því :)
Jæja...það er víst kominn tími til að hætta að blaðra og koma sér í bodycombat ... ;)
later !

fimmtudagur, maí 20, 2004

Það bregst yfirleitt ekki að ef ég sofna á daginn þá vakna ég miklu þreyttari ! ég er ekkert alveg að fýla það sko... enda reyni ég nú að sofna sem minnst á daginn en samt skrýtið að líkaminn bregðist svona við þegar maður sofnar óvart !
jájá þetta var alveg svaka pæling hjá mér !! :D
Þrátt fyrir að hafa gengið nokkuð vel í prófunum núna ákvað ég að skella mér í sumarskóla núna í sumar, bara líka til þess að næsta önn verði aðeins léttari... þannig að það verður alveg nóg að gera hjá mér í sumar sem er náttúrlega bara hið besta mál :)
Það eru heilir 71 dagar í eyjarferð ! hljómar eitthvað svo mikið en í rauninni verður þetta alveg svakalega fljótt að líða held ég þannnig að ég er alveg sallaróleg... enda búin að redda mér fríi þessa helgi sem er bara TOPPURINN ! reddaði ég mér líka fríi í brúðkaupið helgina eftir þannig að þetta er alveg frábært !! ;)

þriðjudagur, maí 18, 2004

Fyndið !! var eitthvað að hugsa um þá sem eiga afmæli í maí og þá fattaði ég hvað afmælisdagarnir liggja eitthvað skipulega... alltaf tvö afmælisbörn í röð... 4 og 5 maí , svo 17 og 18 maí og svo er það 24 og 25 maí !! fannst þetta nokkuð fyndið ... :D
Þegar ég vaknaði í morgun, semsagt í annað sinn ( þegar ég var búin að fara með villa útá flugvöll og aftur að sofa )gerðist ég alveg ferlega dugleg og fór að laga til !! svo eftir dágóða hreingerningatörn ( samt nóg eftir... ehemm :$ ) datt mér í hug að dusta rykið af hjólinu mínu og laga það... reyndar ekkert mikið sem þurfti að laga en ég skipti um ventil og pumpaði í bæði dekkin og svo var það alveg klappað og klárt ! Veit ekki hvaða svaka andi kom yfir mig því ég ákvað að fara bara á hjólinu niðrí Baðhús ! hélt ég yrði ferlega lengi að hjóla til Dóru en svo var ég bara það snögg að ég var komin til hennar áður en hún var komin heim úr vinnunni :D misreiknaði mig aðeins...
Úff... svo eru það bara einkunnir á morgun...ég er alveg ferlega spennt eitthvað sem er svolítið magnað miðað við það að flesta aðra langar helst ekki að fá þær... þetta er alveg spennandi sko... ;)

sunnudagur, maí 16, 2004

Mikið fannst mér þessi keppni í gær óspennandi eitthvað... það er svo mikil pólitík í þessari keppni að það hálfa væri nóg : "... and the 12 points go to our NEIGHBOURS ... " ekki mikið verið að dæma frammistöðuna... en já, annars var ég alveg nokkuð sátt við úrslitin sko... mér fannst flest lögin svona ansi way off en lagið sem vann var frekar sérstakt á allan hátt og mér fannst það bara alveg eiga skilið að vinna... svona allavega miðað við hin lögin ! :D
Svo var kíkt aðeins niðrí bæ uppúr miðnætti og héldu við okkur bara á Gauknum enda fjölmennt þar og stemmingin í lagi !
Nú er víst kominn tími til að finna sig til fyrir kvöldið... hmm... eða það er kannski heldur snemmt :D en get allavega farið að fara í gegnum fataskápinn og reyna að finna eitthvað skikkanlegt outfit til að vera í ;) ciao babes !

laugardagur, maí 15, 2004

Jújú það er alveg MJÖG ljúft að vera búin í prófum ! :P Við Annika kíktum aðeins á bæjarlífið í gærkveldi, svona til að fagna próflokunum og svona, og var bærinn mjög skrýtinn eitthvað... það vantaði ekki að það var hellingur af fólki, en þrátt fyrir mannfjöldann var bærinn frekar rólegur eitthvað... Röltum bara eitthvað og enduðum svo bara á sólon í tjilli... þetta var samt stuð þrátt fyrir rólegheitin... sáum fullt af spes fólki niðrí bæ og svona, bæði var það á rúntinum og svo aðra á sólon.... en já, nóg um það...
Svo vaknaði ég ELDspræk í morgun og skellti mér í suðræna sveiflu með Dóru eftir að Gugga talaði svona lofsamlega um það... :D og þetta var FREKAR athyglisverður tími sko, kannksi höfðu tæknilegir örðugleikar sitt að segja en annars var þetta alveg stuð og fjör ! :D
Eurovision mun vera í kvöld og í tilefni af því liggur leiðin í eurovisionpartý í Hafnarfjörðin til hennar Anniku og má búast við BRJÁLUÐU fjöri ! Þar sem ég er nú ekki alveg beint eurovision fan #1 hef ég ekki lagt það á mig að hlusta á hin lögin sem taka þátt en hef nú samt heyrt okkar... og það verður nú athyglisvert að sjá hvað það nær langt... Svo er spurning hvert förinni verður heitið seinna um kvöldið en það kemur bara í ljós... ;)

fimmtudagur, maí 13, 2004

Það vantar sko ekki dugnaðinn á minni núna .... eða þannig sko ! ég get bara engan vegin einbeitt mér að lestrinum, enda eðlis og efnafræði ekki beint mitt favorite, og eftir nánast hverja einustu blaðsíðu tek ég mér pásu ! ein alveg að meika það ! :D þýðir samt ekkert annað en að reyna að bögglast í gegnum þetta, þegar þetta er búið getur maður farið að plana helgina að vild :) er reyndar byrjuð nú þegar á því, en svona ýtarlegra þá ;)

miðvikudagur, maí 12, 2004

Vá bara gjörsamlega búið að breyta blogger... þetta lítur samt ekkert illa út, bara skrýtið á meðan maður er að venjast þessu !
en já... þá er komið að því að ég geti sagt að nú sé bara eitt próf eftir og er það mikil gleði ! sem verður þó ENN meiri á föstudaginn þegar ég er ALVEG búin með þau ! ég er samt alveg búin að fá að vita um nokkra áfanga sem ég hef náð og er ég MJÖG sátt við það sem komið er....
svo verður klárlega djammað um helgina takk fyrir, annað kemur bara ekki til greina ! svo verða bara flottheit á manni á sunnudaginn en þá er manni víst boðið út að borða á Þingvöllum ! ekki slæmt það ! :)

föstudagur, maí 07, 2004

Jújú haldiði ekki bara að hún Auður hérna sé komin með freknur ! :) ekki er nú hægt að þakka sólinni sem skín svo oft hérna á klakanum, heldur verð ég nú að viðurkenna að þær séu komnar af ljósbekkjanotkun... :$ semsagt eiginlega gervifreknur... en freknur þó !! ;) annars er nú búið að vera bóngóblíða undarfarið og vonandi að það haldi bara áfram í sumar.... annars á ég nú að vera að lesa undir próf núna, en það tekur alltaf "smá" tíma að koma sér í gang !
Ég er ekki ennþá búin að fá neina vinnu fyrir sumarið og er það ANSI slæmt ... en ég er alveg sallaróleg og held bara áfram að sækja um á fullu og það hlýtur einhvern veginn að reddast ! :)
Svo er manni bara boðið út að borða í kvöld og er það nú ekki slæmt sko ! :D aðeins að draga mann frá bókunum, enda verður maður nú að passa að sökkva sér ekki of djúpt í lestur... þó ég efist nú um að það sé mikil hætta á að ég geri það... :D
83 dagar í þjóðhátíð og er ég strax orðin spennt ! það var bara svo ferlega gaman síðast að ég bíð með eftirvæntingu eftir þessari og eins gott að hún standi undir væntingum, sem ég efast nú ekki um ! ;)
Maður ætti kannksi núna að kúpla sig frá skjánum og koma einhverju vitursamlegu í verk... pæling !

þriðjudagur, maí 04, 2004

það eru alveg heilir 10 dagar síðan ég skrifaði... enda búin að vera á FULLU, ég er bara einstaklega lítið búin að vera heima hjá mér og ef ég hef verið stödd þar, hef ég verið að læra á milljón fyrir prófin ! en já íslenskuprófið búið og er það gífurlegur léttir að vera bara búin með það, enda það sem mér kveið eiginlega mest fyrir.... svo er ekki próf fyrr en næsta mánudag en þá koma líka nokkur í röð... :S hey já ! haldiði ekki bara að Auður hafi náð tvöhundruð í þjó. með glæsibrag og er ég ekkert smá ánægð að hafa ákveðið það að taka tvo í einu.. fá þarna aukaeiningar sem mér veitir nú ekki af :$ en nóg um skólamál í bili... ;) Edda kellingin (systir mín fyrir þá sem ekki vita) á afmæli í dag og sökum þess er ég tilneydd að fara að laga til og gera allt húsið tandurhreint þar sem ég er nú í fríi, enda von á þónokkrum gestum í kveld... við skulum nú sjá til hvað dugnaðarforkurinn ég verð dugleg með það... trallalla ;) heheh nei nei má nú ekki bregðast þeim þannig að ég læt þetta duga í bili allavega og ætla að fara að koma mér að verki... seee ya kjútís !

laugardagur, apríl 24, 2004

Þá er dimmisjón bara búið dæmi... eftir fjögur ár var komið að okkur að skemmta samnemendum okkar með "hæfileikum" okkar og vá hvað atriðið heppnaðist vel ! horfðum á upptöku af þessu eftirá og allir voru bara orðlausir því við vorum eiginlega svolítið hissa hvað þetta var flott ! ;) en já, svo var það náttúrlega tilheyrandi djamm í gær og vá.... maður var nú orðin VEL skrautlegur... en það er auðvitað bara stuð og fjör ! byrjaði fjörið hjá Ásrúnu og Helga og eftir heljarinnar tjútt þar lá leiðin bara niðrí bæ, á stað sem dyravörðurinn vissi ekki einu sinni hvað hét... fórum nú þaðan yfir á Gaukinn þar sem við lendum nú ansi oft og eftir það var það bara röltið með noooookkrum stoppum hér og þar... ;) það vantaði ekki frakkana niðrí bæ, hvert sem við snérum okkur voru frakkar og heimtuðu nokkrir þeirra að fá að taka myndir af okkur, hinum fögru fljóðum... hehe ;P en já svona djóklaust þá voru þeir nú ekki alveg MEIKA það sko....
svo á að draga mann með í barnaafmæli á eftir... eins mygluð og ég er ! þannig að það væri kanski ráð að fara að fríska sig aðeins upp ! later...

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Þá er maður eiginlega komin í helgarfrí... sem er AFAR ljúft :P 4 dagar og enginn skóli er náttúrlega bara málið ! svo var Dóra að redda manni frímiða á ball í kvöld á Broadway og Auður segir nú ekki nei við svoleiðis flottheitum og verður fjör á manni eitthvað frameftir nóttu.... ;) svo er það auðvitað dimmisjón djamm á föstudaginn og verður VEL tekið á því.... hugsa að ég verði víst að draga tilbaka það sem ég sagði um að taka mér smá djammpásu fyrir prófin... því á laugardaginn er manni boðið í partí uppí Borgarnesi, veit nú ekki alveg með það eins og er en það kemur nú betur í ljós seinna....
en jæja já... verð víst að fara að finna mig til og koma mér í gírinn ! ;)
ciao babes

mánudagur, apríl 19, 2004

þvílíkur léttir að vera búin með þennan klukkutíma fyrirlestur en hann gékk líka svona alveg ljómandi vel í þokkabót !! :) þá eru öll svona stærstu og mikilvægu verkefnin búin og sól úti og allir hressir og kátir sem er auðvitað hið besta mál enda sumarið að nálgast og bara nokkrir skóladagar eftir sem er alveg mjög nice... flestir sem ég veit um komnir með skólaleiða !
svo er spurning hvort smá tjútt verði á föstudaginn, það er allavega inní planinu og er pæling hvort ég skelli mér ... ekki spurning að ég geri það ef ég verð MEGA dugleg að læra alla þessa viku enda nóg eftir... en já ég ætla semsagt að fara ef allt stenst... þá er það ákveðið ! ;) en hey já, það er víst bara mánudagur í dag já.. kanski aðeins of snemmt að byrja að ákveða næstu helgi ... :D en það er bara stuð :P

sunnudagur, apríl 18, 2004

það var alveg þokkalegt fjör á Skímó í gær enda ekki við öðru að búast ! við Dóra og Hjalli hittum bara Karó og Anniku á Gauknum um tólf leytið minnir mig en strákarnir stigu þó ekki á svið fyrr en að ganga í tvö, en það var nú heldur betur alveg hægt að skemmta sér fram að því !! ;)
svo er það bara klukkutíma fyrirlesturinn í íslensku á morgun sem ég verð víst að fara að undirbúa...
heldur stutt blogg hjá mér núna en reyni að fara að bæta úr því :P

föstudagur, apríl 16, 2004

þetta var nú heldur betur stutt skólavika og ekki er það nú verra ! :) næsta vika verður líka frekar stutt og þar af leiðandi eru bara 9 skóladagar eftir og þá taka prófin jú við...
ætlaði heldur betur að fara í mánaðar djammpásu en svo er Skímó að spila á Gauknum á morgun og við fólkið ætlum að skella okkur enda búist við BRJÁLUÐU STUÐI.... fer bara í djamm pásu eftir það... ;)
vá hef eiginlega ekkert að segja núna... er nefnilega búin að vera svo ótrúlega dösuð undarfarið að ég veit varla hvað ég er að segja :S en já ... læt þetta duga í bili...

þriðjudagur, apríl 13, 2004

jahá ! það má nú alveg segja að maður hafi verið að standa sig í djamminu í páskafríinu.... ! átta kvöld samfleytt var verið að tjútta en meina... maður verður nú að njóta þess að vera í fríi ekki satt ?!? enda komin pása á þetta núna enda styttist óðum í prófin og svoleiðis bögg ! allavega... Annika átti afmæli í gær og óska ég henni enn og aftur tillukku með það, congrats sugapillow ! :* luv ya ! skelltum okkur útá lífið á sunnudaginn, svona "loka"djamm, kíktum á gaukinn og sólon og meira að segja í þjóðleikhúskjallarann en fátt var nú um fólkið þar og dyravörðurinn þar var nú ekkert að óska Anniku til hamingju með afmælisdaginn sem var nýrunnin í garð enda bara plebbadurgur þar á ferð !! :D hitti ég svo ýmislegt fólk á vappinu þarna niðrí bæ og var það misvandræðalegt.... lenti svo í einhverri drykkjukeppni á sólon þar sem við erum orðnir hálfgerðir fastagestir en ég var nú ekki alveg að fatta hvað þessi keppni gekk útá annað en að þamba bjórinn á sem stystum tíma... eitthvað vorum við gaurinn ósammála um hver hefði unnið en ég held því alveg statt og stöðugt fram að ég hafi sigrað fagmannlega en svona til að forðast barsmíðar létum við Annika okkur hverfa ! :D hehe
Afmæli var alveg þemað fyrir gærdaginn sko... fyrst um daginn hjá litla krúttinu mínu henni Ástu Láru sem á þó ekki afmæli strax og svo seinna um kvöldið var það Annika sem var með smá kaffiboð og var þetta allt afar flott og skemmtilegt ! svo skelltum við megabeibsin a.k.a. Dóra- Annika- Karólína okkur á smá rúnt og kíktum smá í heimsókn hjá Grenivíkurbúum !! heheh ! ekkert illa meint samt ;)
svo er bara skóli á morgun og læti... þýðir víst ekkert slugs lengur...
jæja... verð víst að fara að sækja mína blessuðu systir sem er ábyggilega eins og svartur kolamoli eftir kanarídvölina !! :þ
au reviour babes !!

föstudagur, apríl 09, 2004

Tónleikarnir voru ekki alveg að gera sig sko, en voru engu að síður alveg þokkalegir þrátt fyrir að vera þónokkuð stuttir og meðalaldurinn þarna um 12, það leyndust þó einstaka gamlingjar eins og við Dóra inná milli ....
Matarboð og læti í kvöld en herbergið mitt er nú farið að líta skikkanlega út þannig að þetta fer allt að verða klappað og klárt ... enda ekki seinna vænna....
ég get svarið fyrir það að ég er alveg að tapa mér sko.... er búin að vera latari en hið versta letidýr í tengslum við lærdóminn en þess má geta að ég hef ekki opnað bók enn sem komið er... sem er frekar slæmt.... en nei... ég er búin að nota páskafríið í stanslaust djamm og tjútt og það virðist ekki vera að ég sé að fá nóg af því... eitthvað finst mér flest vera búið að vera á móti mér undarfarið og þá er ekkert betra en að draga skemmtilegt fólk með sér út og slá bara öllu uppí kæruleysi !!! veit ekki hvað er að gerast með mig en eitthvað gæti það tengst einu, sem verður að koma betur í ljós með tímanum ! jæja... það þýðir víst ekkert slugs.... ciao babes !

fimmtudagur, apríl 08, 2004

það er ekkert öðruvísi en það að pabbi þurfti að SAGA stigann í sundur til að koma rúminu mínu upp, og þá meina ég að saga í bókstaflegri merkingu !! og mútta var nú ALLT annað en ánægð með það sko og var eins og hinn versti fræsiköttur á meðan þessum framkvæmdum stóð... :D en já rúmið mitt er semsagt komið upp og vá !! þetta var eins og að sofa á bleiku risastóru hnoðraskýi !!
svo stakk ég bara af og skellti mér á tjúttið ! skelltum við Dóra, Annika og Karó okkur á Kapital þar sem við vorum ekki alveg að fitta inní þessa rapp menningu, á háum skóm og læti !! :D hittum svo Hjalla og Beggu og Láka og Skafta á Gauknum þar sem við tókum einn game of pool og heilsuðum uppá Dúdda sem var alveg hress þarna á barnum !! þaðan lá leiðin á Nelly's en þar sem þar var lítil sem engin stemning fórum við á Sólon þar sem alltaf má nú treysta á að sé fjör !! þarna yfirgáfu stelpurnar pleisið og eftir var ég með Láka og Skafta sem var alveg stuð !! ;) þarna inni var samt alveg sumt fólk sem var ekki alveg að meikaða, enda fólk mismerkilegt ! en já svo eftir DÁGÓÐAN tíma þarna á dansgólfinu, kíktum við aðeins á Felix og enduðum svo á Vegamótum og ákváðum bara að þetta væri alveg orðið gott ... að fara með Láka og Skafta á djammið þýðir að maður þarf að vera tilbúin að heilsa og tala við aðra hverja manneskju og ég sem hélt að ég þekkti slatta af fólki þá jafnast það ENGAN vegin við þetta ! úff ! :D
svo eru það bara sugarbabes í kvöld og þar verður gelgjan í manni endurlífguð og ekkert nema gaman að því !! ;) maður verður nú að hafa gaman að þessu !

miðvikudagur, apríl 07, 2004

vó... talandi um að vera búin að rústa herberginu sínu sko :S rúmið kom í dag og ákvað ég að breyta bara öllu áður en það yrði sett í herbergið og já...núna er allt á rúi og stúi !! :D er nú ekki alveg búin að sjá hvernig við munum koma því upp sko, en upp skal það fara þannig að það hlýtur að vera hægt að redda því einhvern veginn... ;)
pælingin er samt að kíkja eitthvað út í kvöld eins og undanfarin kvöld og reyna að tjútta eitthvað.....

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Þá er Edda á leiðinni til Kanarí takk fyrir !! ég er ekkert abbó sko... :D right ! ;)
en já.... það er ekkert öðruvísi en það að ég keypti mér nýtt rúm í dag.... stærra en mitt gamla og er það bara draumurinn sko ! það er ekkert smáræði hvað svona rúm geta kostað, en það er nú ekki eins og maður sé að kaupa sér nýtt rúm á hverjum degi þannig að þetta er alveg ágætis fjárfesting finnst mér :D svo er ég að pælí að breyta öllu inní herberginu og planið var líka að fara að mála en það verður aðeins að bíða betri tíma... hef varla tíma í að mála allt herbergið mitt núna sko, þó að ég væri nú alveg meira en til í það, en hugsa að ég bíði með það í nokkrar vikur... !

föstudagur, apríl 02, 2004

ú jé beibí !! er maður bara ekki komin í langþráð páskafrí !! ;P ég er búin að vera eitthvað svo eirðarlaus að bíða eftir páskafríinu að ég er búin að vera ótrúlega léleg í að mæta í tíma síðustu daga og ef ég hef mætt þá hef ég lært lítið sem ekkert, einfaldlega útaf einbeitingarleysi.... en já ég er semsagt komin í páskafrí og byrjar það með stæl á morgun í afmælinu hennar Anniku sem ég hef nú nefnt hérna áður :D
ég er komin í svo mikið sumarskap að ég keypti mér skærgula peysu í gær ! það er ekki laust við að maður fyllist alveg af gleði þegar maður fer í hana enda endurspeglar guli liturinn gjörsamlega bæði páska og sumarfýlinginn sem er byrjaður að sækja að manni !! ;) gaman að því !

miðvikudagur, mars 31, 2004

Við Dóra og Heiða skelltum okkur í aukatímann í jóga áðan og er það eitthvað sem ég á EKKI von á að við munum endurtaka... allavega þarna sko... allar konurnar þarna voru yfir fimmtugt og kennarinn var ekkert smá spes ! við áttum FREKAR bágt með að halda hlátrinum niðri en það tókst þó nokkurn vegin, allavega þangað til við komum útúr tímanum... eina góða við þennan tíma var að við réðum alveg þokkalega við æfingarnar, enda voru þær nú ætlaðar öllum þessum eldri konum ! :D
Meðan ég var að bíða hjá lækninum í dag og skoða slúðurblöð fór ég að velta fyrir mér hvort ég ætti að lita hárið á mér dökkt... jafnvel svart.... hugsa að breytingin yrði nokkuð mikil og er þetta AÐALpælingin í augnablikinu hjá mér .... huxi hux.... :)

þriðjudagur, mars 30, 2004

jæja þið segið það já !! ég er bara ÖLL kát, sérstaklega þar sem klukkutíma fyrirlesturinn okkar Karóar gekk líka svona ljómandi vel og er þar með búinn og ég er bara ennþá hressari en vanalega og bíð í ofvæni eftir páskafríinu !! :D ekki slæmt það sko... svo er það náttúrlega afmælið hennar Anniku á laugardaginn á gauknum og bíð ég líka spennt eftir því sko ! ;P verður ábyggilega jafn mikið stuð þar ef ekki bara skemmtilegra og á gauknum hjá okkur síðustu helgi en hugsa að ég fari nú ekkert nánar útí það... en já... 3 dagar í páskafríið og verður frábært að fá smá breik frá skólanum... svona til að hlaða batteríin fyrir prófin... :)

sunnudagur, mars 28, 2004

trallalalala...... ;) stuð og fjör !

föstudagur, mars 26, 2004

haldiði ekki bara að við Karó höfum þurft að fresta klukkutíma fyrirlestrinum okkar fram á næsta þriðjudag ! það var nefnilega hringt útí rútur í öðrum tímanum í dag og farið með okkur í háskólabíó á sinfóníutónleika og þeir tóku rúmlega tvo tíma þannig að ekki var nægur tími fyrir fyrirlesturinn í dag... enda þurfum við nú ábyggilega heilann tíma þar sem ég er nú meðal annars að tala um Brad Pitt sko ! mikið að segja um hann ! :D
svo er það bara Gaukurinn í kvöld takk fyrir og verðum við Annika án efa ANSI skrautlegar og ekkert nema gaman að því sko !! ;P og endilega bjalla í mig í kvöld , þið sem verðið á djamminu... það er að segja ef ég verð ekki á undan, á það nú til ... :$
allavega... have FUN um helgina !! ;)

miðvikudagur, mars 24, 2004

þessar tölvur hérna í skólanum eru ekki alveg að gera sig sko og eru sljóari en andskotinn ef það er nú hægt ... er búin að eyða mesta af gatinu í að opna einn glugga !
er semsagt í gati núna og ætti reyndar að vera að læra en það er ekki alveg að virka sko... :D
alltaf þegar ég er í gati fer ég hugsa um hina ótrúlegustu hluti og jafnvel fer ég að hugsa um hvers ég sakna sem er náttúrlega ekkert voðalega skemmtilegt umhugsunarefni sko !! þess vegna reyni að finna mér alltaf eitthvað að gera svo ég fari ekki að hugsa um það !! ;)
ég er svo klár sjáiði til !
svo er það planið að djamma feitt um helgina og skella sér á gaukinn á föstudaginn í afmælið hennar Gunnhildar ! á nú von á það verði stuð sko ! :)

mánudagur, mars 22, 2004

nú er bara að bíða og sjá hvort ég fái sekt og punkt á næstu dögum eftir að myndin var tekin af mér um helgina... ég bara rétt svo vona að ég sleppi núna þar sem ég má nú ekki við einhverju svoleiðis núna... ! en það er þá ekkert við því að gera !
vá hvað var ljúft að fá nudd á allann líkamann og hefði maður ekkert á móti því að fá svoleiðis dekur á hverjum degi... !! ;) maður er allur endurnærður og hress ! svo hefði maður nú ekkert á móti því að fara til Kanarí um páskana eins og grísinn hún Edda en maður verður þá bara að finna sér eitthvað sniðugt til að bralla í páskafríinu sem náttúrlega byrjar með stæl þann 3ja ............. !!!!! ;P

laugardagur, mars 20, 2004

vá hvað ég vona að sólin muni skína svona í sumar !! ekkert smá ljúft að fá hana svona eftir þessa löngu rigningatörn.... maður verður svo kátur og allt eitthvað svo fullkomið og lífið yndislegt !! :) svo er náttúrlega grillpartíið í kvöld hjá Ásrúnu og auðvitað skellir maður sér þangað, enda annað ekki hægt !!! :D
hitti Völu í gær og gátum við slúðrað allsvakalega meðan við gengum Kringluna á enda og þrátt fyrir að hafa kíkt í nánast hverja einustu búð var lítið sem ekkert keypt... sem er nú frekar óhugnalegt, svona þar sem þetta erum jú við tvær... eitthvað svakalegt að gerast sko !!! :D
hey já... svo er víst komið á hreint hvaða hljómsveitir verða í eyjum þetta árið.... það munu vera hljómsveitir á borð við í svörtum fötum, land og synir og á móti sól ef ég man rétt... ekki beint uppáhaldshljómsveitirnar en það hindrar mann nú ekki í að fara, enda alltaf hægt að skemmta sér ef maður fer með jákvæðu hugarfari !!! ;)
jæja sólin kallar... ekki hangir maður inni í svona sólskini !!! ;P ciao babes !!!

miðvikudagur, mars 10, 2004

gat reddað mér í gegnum munnlega prófið og það bara nokkuð vel meira að segja ! :)
hringdi svo í númerið sem ég náði ekki að svara í gær og var það einhver ráðningarstofa þar sem ég hafði verið að sækja um sumarvinnu hjá, og vildi konan sú fá mynd af mér ! :D geri semsagt ráð fyrir að maður fái ekki starfið ef maður er ekki heppin með útlitið... sem er náttúrlega fáranlegt ef svo er, en hugsa nú að þetta hafi frekar eitthvað að gera með það að þeir viti að ég líti ekki út eins og uppdópaður junkie or some... hvað veit ég samt ? :D

þriðjudagur, mars 09, 2004

jújú haldiði ekki bara að ég hafi náð lokaprófinu í bókfærslu með glæsibrag takk fyrir takk ! :) en Auður er ekki hætt eins og möguleiki var á, nei... ég ætla að halda áfram og fá 6 einingar í staðinn fyrir 3... ! úff ætti að vera að undurbúa mig núna fyrir eitthvað munnlegt próf en nei, auður er bara eitthvað að slugsa enda einbeitingin ekki alveg á ensku akúrat núna.... ! en svona er lífið nú oft á tíðum skondið !
dansæfing á morgun og ekki er ég búin að vera neitt svakalega dugleg að æfa mig undarfarið í dansinum... verð að fara að bæta úr því og stefni ég nú að því á næstu dögum...
hmm... er á fullu að reyna að finna hvort það sé ekki eitthvað brjálað að gerast um helgina en ekkert komið upp enn sem komið er... kannski af því vikan er bara rétt svo byrjuð.... en það er nú engin hætta á því að maður finni sér ekki eitthvað til að gera af sér ! :P

mánudagur, mars 08, 2004

ekki vissi ég að það væri hægt að rigna svona mikið samfellt... alltaf lærir maður eitthvað nýtt !! :D
get svo svarið fyrir það að ég er farin að þjást af langþreytu or some... var hársbreidd frá því að sofna í jóga í skólanum í dag og svo þegar ég kom heim og búin að fara að lyfta þá fattaði ég að ég hafði gleymt dótinu mínu niðrí árbæjarþreki og hætti ég mér útí þetta offorsa veður til að sækja það þar sem ég ætlaði nú ekki að fara að tapa því ! ;) en læt nú ekki einhverja þreytu buga mig, enda hressleikinn uppmáluður að vanda !! :P
Svo hringdu sumir í mann og bjuggust virkilega við því að ég ætti tjakk !! ÉG ! :D og ég sem hélt að allir strákar ættu nú að eiga einn slíkan... en svo er greinilega ekki og ég búin að lofa að verða mér úti um einn... það sem mér finnst líka nokkuð fyndið er sú staðreynd að þetta er þriðja sinn frá áramótum nota bene sem hefur sprungið hjá sömu manneskjunni !! ;) fólk greinilega misóheppið....

sunnudagur, mars 07, 2004

það er ekkert smáræði sem ég er búin að vera dugleg núna um helgina ! á skilið dugnaðarverðlaun ;) neinei segi nú bara svona en er allavega búin að vera heví dugleg að læra og mikill léttir að vera búin með þessi verkefni sem ég þurfti að klára í dag ! fór ekki á ballið á laugarvatni með Dóru í gær sem hefði verið brjálað stuð en Auður tók erfiða ákvörðun og afþakkaði pent og hélt sér í stórborginni enda plenty to do... :D svo hringdu sumir í mann nokkuð vel hífaðir á föstudagskvöldið og var greinilega mikið fjör á þeim bæ þó svo að aðalskemmtikraftinn vantaði, mig auðvitað ;P hehe! en ekki getur maður verið allstaðar.... vá... er búin að sofa svo lítið eitthvað um helgina að ég er kominn með þvílíkan svefngalsa en það er nú bara stuð, sef bara aðeins meir í páskafríinu sem nálgast óðum ! ;)

miðvikudagur, mars 03, 2004

vá... held að það hafi bara aldrei gerst áður að ég hef verið svona lengi í skólanum eins og í dag... var að læra til klukkan 6 takk fyrir ! reyndar var dansæfing þarna á milli en fyrir utan hana var ég bara að læra eins og einhver brjálæðingur !! :D mikið verður FRÁBÆRT þegar þessi mánuður er búinn ! Þá verður sko HRESSILEGA tekið á því í afmælinu hennar Anniku thank u very much og við Gugga komumst að þeirri niðurstöðu að það væri "ókurteisi" að afþakka grænu bolluna sem boðið verður uppá þannig að við verðum væntanlega ansi hressar, sem og fleiri ! ;)
Það lítur ekki út fyrir að famílian fari í utanlandsferðina eins og planað... eitthvað vesen með að allir komist á sama tíma og læti... en það er nú í góðu lagi enda ég og Dóra að pælí að skella okkur eitthvert út í sumar og svo vorum við Vala eitthvað að tala um mighty Englands tjúttferð.. þannig að maður kemst kannksi eitthvað út fyrir klakann í sumar samt sem áður ;)